Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 3

Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 3
ÞJÖÐERNISSINNINN 3 gekk oft misjafnlega fyrir síldarútgerð- inni þessi ár. Það tapaðist og græddist sitt á hvað. Hann var oft öreigi annað árið, en efnaður hitt, eins og gengur og gerist. En það virtist oft á þessum ár- um, að dágar Öskars Halldórssonar sem útgerðarmanns væru taldir þegar illa áraði og síldin seldist ekki, en alltaf var hann nokkrum mánuðum seinna bú- inn að koma ár sinni þannig fyrir borð, að allt var komið á stað aftur, og það vanalega stærri og umfangsmeiri at- vinnurekstur en sá, sem fallið hafði í rústir og enginn hugði að aftur risi úr rústunum. Það var öllum ljóst, sem þarna störfuðu, að Öskar dró aldrei neitt undan, en skipti því upp, sem til var og sat slippur eftir, en við, sem höfð- um kynnst honum, vissum að þrekið og viljinn var svo mikill, að það leið aldrei á löngu þangað til Öskar var búinn að koma fyrir sig fótunum aftur og menn fengu sitt. Þaú var oft haft orð á því hjá okk- ur sjómönnum, hvort hann svæfi aldrei, því að það var venjulega þannig, að þeg- ar við komum inn með síld, á hvaða tíma sólarhringsins sem var, þá var hann vakandi. Hann fór fyrstur á fæt- ur og síðastur í rúmið. Á Bakka í Siglu- firði var oftast frá 80 til 100 manns í landi, en 7 til 10 skip lönduðu þar síld, og það veit hver maður, sem þekk- ir til slíks atvinnureksturs, að það er ekki heiglum hent að halda um slíkt atvinnufyrirtæki. Það liggja eftir Óskar Halldórsson meiri framkvæmdir en flesta jafnaldra hans hér á landi, því hann verður að teljast ungur maður ennþá, þótt hann sé fjörutíu ára gamall. Eitt árið hafði hann mikla síldarútgerð og söltun á haf- inu fyrir utan landhelgi auk reksturs- ins í landi og leigði hann til þess norskt skip og hafði um borð í því um 50 manns. Engin útgerð útlendinga, hvorki Svía né Norðmanna, gekk eins vel þetta ár, þó að sagt væri að Norðmenn væru fæddir með »síld í hendinni«. öskar Halldórsson hefir keypt 3 línu- veiðara til landsins. Hann breytti gam- aldags íshúsi (Herðubreið) í Reykja- vík í nýtízku frystihús. Hann byggði stórt og mikið nýtízku frystihús á Siglu- firði, sem kostaði um 200 þúsund krón- ur. Ilann hefir byggt íshús í Vestmanna- eyjum. Hann hefir byggt hafskipa- bryggju ‘í Keflavík, sem hefir sparað Suðurnesjabúum stórfé 2 undanfarin ár. En mest gagn íslenzkri sjómannastétt hefir hann unnið með því, að koma fyrstur manna með hugmyndina um að reisa síldarverksmiðju ríkisins, og vann hann því máli meira gagn, en mönnum almennt er kunnugt. Sá, sem þetta ritar, þorir að fullyrða, að það eru fáir menn hér á landi, sem sjómannastétt þessa lands hefir haft jafnmikið gagn af og Öskari Halldórs- syni. Fyrst með byggingu þessara stóru íshúsa, sem lækkuðu beituverðið stór- um, þá með byggingu Keflavíkurbryggj- unnar og síðast en ekki sízt með hug- mynd sinni og dugnaði að beita sér fyrir að síldarverksmiðja ríkisins yrði reist. Vegna þessara framkvæmda er sjó- mannastétt þessa lands vel við Öskar Halldórsson og getur þess vegna með góðri samvizku gefið honum atkvæði sitt. Akumesingur. Misjafnt skipt. Öörum hossaö og tiamuað, en Mun, jressaður-nínðiir Hvernig er viðhorfið í þessu landi viðvíkjandi atvinnuvegunum? Jú, það er þannig, að í mörg undan- farin ár hefir Alþingi hossað og hamp- að landbúnaðinum á kostnað sjávarút- vegsins. Sambandi íslenzkra samvinnufélaga hafa með löggjöf síðari ára verið gefn- ar svo miklar skattaívilnanir fram yfir aðra borgara þjóðfélagsins, að stór- hneyksli er að. Sambandið getur rekið sömu atvinnu í sama kaupstað og aðr- ir óbreyttir borgarar og stórgrætt á henni, eingöngu vegna ívilnana í skött- um og gjöldum til hins opinbera, á með- an aðrir verða að gefast upp vegna of- sókna í sköttum til ríkissjóðs og bæjar- félaga. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa mörg undanfarin ár keppst um að bjóða landbúnaðinum fríðindi, allt á kostnað sjávarútvegsins. Þessir flokk- ar hafa bókstaflega haldið uppboð á bændadekri, og það hefir varla komið fram á Alþingi nú í mörg ár svo vitlaus tillaga í bændadekursáttina, að ekki hafi verið rifist um »heiðurinn« af því að hafa átt frumkvæði að henni. Jónasi frá Hriflu datt oft margt i hug, enda notaði hann sér óspart veik- leika og ræfilshátt hinna flokkanna til að láta þá ganga í gildruna og sam- þykkja allt, sem honum þóknaðist, hversu vitlaust sem það var. En þegar aftur á móti er litið til sjáv- arútvegsins verður annað uppi á ten- ingnum. Þar hafa allir flokkar verið jafn sammála um að »pressa og pína« nýja skatta og álögur út úr þeirri at- vinnugrein og nú er svo komið, að það fæst helzt enginn til að leggja fé í sjáv- arútveg lengur og þakkar hver fyrir, sem losnað getur og haldið sér að ein- hverju öðru. Eruð þið, kjósendur, hrifnir af þess- um þingmönnum? Hversu lengi ætlið þið að halda áfram að láta þá fleka ykkur með skjalli og falsi? Þegar þið talið við þá, slá þeir úr og í, en þegar á reynir og komið er til atkvæðagreiðslu á þing- inu, þá svíkja þeir ykkur fyrir bænda- dekrið og vesældóm þann, er skapast hefir á undanförnum þingum og á djúp- ar rætur í öllum núverandi þingflokkum. Hvern kýst þú - ungi maður? Við kosningarnar er á milli margra flokka að velja, þótt stefnurnar séu að- ; eins tvær. önnur er stefná hinna þrí- ldofnu mai-xista. Héðinn, Jónas og Hjalti Árnason eru þrjú höfuð á sömu skepn- unni. Hin er stefna þjóðernissinna. Sjálfstæðisflokkurinn og bændaflokk- urinn eru stefnulausir flokkar með öllu. Þeirra ákvarðanir og gjörðir er kaup- skapur einn, ýmist við aðra flokka eða kjósendur. Aðaláhugamál sj álf stæðisf lokksins, sem sé, að Magnús Guðmundsson sé ráðherra og Jakob Möller sé bankaeftir- litsmaður, er varla hægt að telja til stjórnmálastefnu. Bændaflokkurinn er stofnaður til þess að verzla með atkvæði sín á Al- þingi, og má telja að sú verzlunarstétt hafi verið nógu fjölmenn fyrir. For- ingjar bændaflokksins vita, að atkvæði þeirra á Alþingi eru keypt mun hærra verði en afurðir kjósenda þeirra. í sveit- inni. Þess vegna leggja þeir út í sína þingmannaframleiðslu, sem mun borga sig bezt, næst bruggi. Þessir flokkar tveir ganga nú sam- an arm í arm til kosninga, enda áhuga- málin lík. Rauðu flokkarnir berjast samkvæmt boðorðunum frá Moskva, og þótt einn sé á »réttri línu« og aðrir á skakkri, er takmarkið hið sama. Þeir hrópa lýð- ræði, en eru útsendarar þeirra verstu kúgara, sem heimurinn hefir þekkt. Þeir þykjast berjast fyrir vinnu handa almenningi, en banna mönnum að vinna. Þeir þykjast bera hagsmuni hinnar ís- lenzku þjóðar fyrir brjósti, en ofsækja alla þá, er ekki leggja sig möglunar- laust undir ok flokksforingjanna. Þrótt- ur og þrek, sjálfstæð hugsun og sjálfs- bjargarviðleitni er eitur í þeirra bein- um. Þeir hafa líka lært ráðin til þess að ná því marki, er þeir hafa sett. Rauðu flokkarnir hafa engan mót- stöðuflokk átt hér á landi fyr en Flokk- ur þjóðernissinna var stofnaður. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir barist á móti þeim rauðu við kosningar og svo verzlað við þá á Alþingi á eftir. Svo mun hann gera enn. Þjóðernissinnar vilja sameina þjóðina aftur, sem nú er búið að uppleysa í ótal stéttir. Þeir vilja rétta við fjárhag- inn, sem þessi barátta milli flokka og stétta hefir eyðilagt. Þeir vilja koma framleiðslunni í það horf, að hún sé rek- in með hagnaði í staðinn fyrir með

x

Þjóðernissinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðernissinninn
https://timarit.is/publication/656

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.