Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 16
 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR16 Salvör Gissurardóttir, lektor við Menntavísinda- svið Háskóla Íslands, flytur erindi í málstofu aðalbygg- ingar Kennaraháskólans við Háteigsveg í hádeginu á morgun, á vegum Rannsókn- arstofu í upplýsingatækni og miðlun. Erindið er um þekkingar- sköpun og samvinnuskrif í alfræðiritinu Wikipedia í myndefni, textum og tengl- um. Fjallað verður um þróun Wikipedia á þeim áratug sem liðinn er frá því að vef- urinn var stofnaður 15. jan- úar 2001. Wikipedia verður skoðuð út frá menningar- og sögulegri starfsemis- kenningu. Skoðuð verður þróun og samspil Wikipedia og samfélags þeirra sem leggja inn efni, verkfæra og reglna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 á hádegi og stendur í klukkustund. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Siglingafélagið Brokey hefur verið starfrækt í 40 ár. Kristján S. Sigur- geirsson formaður segir starfið hafa sótt í sig veðrið. „Við erum á fljúgandi siglingu. Bæði félögum og keppendum hefur fjölgað hjá okkur og við þökkum það fyrst og fremst þjálfurunum okkar,“ segir Kristján en Brokey er eina sigl- ingafélag landsins með sérmenntaða siglingaþjálfara. „Brokey er íþrótta- félag og fyrir þremur árum send- um við tvo félagsmenn til Bretlands í United Kingdom Sailing Academy. Árangurinn lét ekki á sér standa en á þessu ári voru meðal annars strák- ur og stelpa úr kænudeild Brokeyjar valin siglingamaður og siglingakona ársins af Siglingasambandinu. Þau eru einnig íslandsmeistarar í tveim- ur flokkum og við erum mjög stolt af því. Foreldrar hafa einnig tekið virk- an þátt í starfi félagsins og hér vinn- ur fjöldi manns óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu.“ Starf félagsins skiptist í tvær deild- ir, kænudeild og kjölbátadeild. Kænu- deildin er til húsa við Nauthólsvík og þar fara fram siglinganámskeið og æfingar fyrir krakka og unglinga á aldrinum 10 til 16 ára. Kjölbátadeild- in hefur aðstöðu á Ingólfsgarði og þar fara fram æfingakeppnir á þriðju- dögum yfir sumarmánuðina. Félagið stendur einnig fyrir fjölda móta. „Í kjölbátadeildinni eru eldri félag- arnir. Þriðjudagskeppnin er elsta og lengsta siglingakeppni á landinu en við keppum á hverjum þriðjudegi allt sumarið og verðlaun veitt í lok sum- ars. Þriðjudagskeppnin er líming- in í starfi félagsins en alls eru þetta 20 keppnir, 7 til 8 skútur sem keppa í hvert sinn og hátt í 30 til 45 manns,“ útskýrir Kristján og segir oft glatt á hjalla eftir keppnir. „Menn metast um árangurinn þegar komið er í land og oft munar bara nokkrum sekúnd- um milli skúta. Þetta geta verið mjög spennandi keppnir.“ Brokey hefur aðstöðu á þremur stöðum í bænum. Við Nauthólsvík, á Ingólfsgarði við Reykjavíkurhöfn og í Gufunesi. Kristján segir aðstöðuna þurfa að bæta í takt við aukna ásókn í félagið. „Byggingaframkvæmdirnar við Hörpu hafa þrengt að okkur en Ing- ólfsgarðurinn er þó besti staðurinn til að vera á. Við erum að vona að á 40 ára afmælinu fáum við að byggja betri aðstöðu en tillagan bíður afgreiðslu hjá borgarskipulagi. Húsnæðið í Naut- hólsvík hefur verið lagfært og við erum þokkalega ánægð þar.“ Spurður um hátíðahöld í tilefni 40 ára afmælis- ins segir Kristján að haldið verði upp á það í sumar. heida@frettabladid.is SIGLINGAFÉLAGIÐ BROKEY: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRUM Starfið á fljúgandi siglingu LÍFLEGT OG SKEMMTILEGT STARF Kristján S. Sigurgeirsson er formaður Siglingafélagsins Brokey en félagið var stofnað þennan dag árið 1971. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Sverrir Einarsson Vatnsnesvegi 29, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Sigurður Júlíus Sigurðsson Marta V. Svavarsdóttir Helga Ellen Sigurðardóttir Benjamín Guðmundsson Ólafía Þórey Sigurðardóttir Hallgrímur I. Guðmundsson Ásta Rut Sigurðardóttir Þórhallur Sveinsson Pálína Hildur Sigurðardóttir Rafnkell Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Dettifossi, skipi Eimskipafélags Íslands, var grandað af þýskum kafbáti norður af Írlandi 21. febrúar 1945. Þrjátíu manns var bjargað en fimmtán fórust. Þó að styrjöldinni hafi verið að ljúka um þetta leyti voru enn einhverjir kafbátar á sveimi um Atlantshafið. Því var varinn hafður á þegar Dettifoss lagði úr höfn í Belfast á Írlandi til Íslands. Skipið slóst í för með skipalest sem var í fylgd herskipa. Kafbátur skaut tundurskeyti að Dettifossi 21. febrúar klukkan 8.29 skaut og tók skipið þegar að sökkva. Um borð voru 45 manns, þar af 15 farþegar og flestir í koju. Lítið ráðrúm gafst til að athafna sig en skipið sökk hratt, á fimm til sjö mínútum. Einn björgunarbátur komst á flot og tveir flekar. Illt var í sjóinn og ekki náðist til allra sem sáust á sundi. Klukkustund leið áður en björgunarskipið Fusilier kom á staðinn og bjargaði þeim sem komust í björgunarbátinn. Skipstjóri á Dettifossi var Jónas Böðvarsson. Heimild: Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 21. FEBRÚAR 1945 Dettifossi sökkt af þýskum kafbáti SKOÐAR WIKIPEDIU Salvör Gissurardóttir verður með hádegisfyrirlestur í Kennara- háskólanum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Wikipedia skoðuð eftir áratug Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og reynslu flótta- barna hérlendis verða kynnt- ar í húsnæði Odda á morgun. Guðbjörg Ottósdóttir, félagsráðgjafi og Phd. nemi í Human Geography í Uni- versity of Reading, og Hel- ena N. Wolimbwa, félags- ráðgjafi í Þjónustumiðstöð Vesturgarðs, gerðu rann- sóknina. Markmið hennar var að kanna félagslega stöðu og líðan flóttabarna frá þeirra eigin sjónarhorni. Fyrirlesturinn hefst klukk- an 12.10 í stofu 201 í Odda. Það er Málstofa Félags- ráðgjafardeildar og Rann- sóknasetur í barna- og fjöl- skylduvernd sem stendur að fyrirlestrinum. - jma Aðlögun flóttabarna á Íslandi AÐLÖGUN FLÓTTABARNA Margir þættir skipta máli við aðlögun flóttabarna að íslensku samfélagi, þar á meðal færni í tungumálinu og viðhorf samfélagsins. Tónlistarskóli Árnesinga verður með Valtónleika vegna Nótunnar, uppskeru- hátíðar tónlistarskólanna, í dag klukkan 18 í sal skól- ans að Eyravegi 9 á Sel- fossi. Á þessum tónleikum verða valin atriði til þátt- töku á svæðisbundnum hluta hátíðarinnar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Uppskeruhátíð tónlistar- skólanna fer fram í þrem hlutum, það er innan hvers skóla, á svæðisbundnum tónleikum 12. mars og loks á lokatónleikum Nótunnar laugardaginn 26. mars í Langholtskirkju í Reykjavík. Uppskeruhátíð tónlistarskóla NÓTAN UPPSKERUHÁTÍÐ Valtónleikar í Tónlistarskóla Árnesinga klukkan 18 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓN BALDVIN HANNIBALSSON , fyrrverandi sendiherra, er 72 ára í dag „Frelsið er æðsta gildið því að án þess glata önnur gildi merkingu sinni.“ 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.