19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 41
STEINUNN H. liJARNASON: Frú THORA MELSTED STOFNANDI F Y R S T A KVENN ASKÓLA Á í S L A N D I 18. desember 1823 — 21. april 1919 Frú Thoru Melsted auðnaðist ekki einungis langt líf, heldur jafnframt starfsamt líf og nyt- samt. Hún hélt andlegum kröftum sínum allt fram undir 95. afmælisdaginn, 18. des. 1918. Sjónin var að vísu tekin mjög að bila, en heyrn mátti heita góð. Hugsunin ljós, minni um löngu liðna atburði ágætt og viljinn enn ákveðinn og einbeittur. Þó var sem henni væri Ijóst, síðasta sumarið, að brátt mundi draga að leiðarlokum. Ein af ágætis konum þessa bæjar hafði sótt hana í bíl og farið með heim til sín. Frú Melsted hefir án efa, átt hlýja stund hjá þessari nngu vinkonu sinni, sem yljað liefir hjarta hennar. Eftir jretta tók hún sér fyrir hendur að heimsækja nokkrar garnlar skólastúlkur, eins og hún var vön að orða það. Hún talaði ekki um, að þetta mundi verða sín síðasta för, en við fundum að svo rnundi verða. Sumri var þegar tekið að halla og ævin var orðin löng. Faðir frú Melsted var Grímur Jónsson, amt- maður, bróðir húsfreyjunnar á Bessastöðum, Ingi- bjargar Jónsdóttur, konu Þorgríms Tómassonar, gullsmiðs og skólaráðsmanns, en þau voru, sem kunnugt er, foreldrar skáldsins á Bessastöðum. Grímur var fæddurað Görðum á Akranesi 1785. Tvítugur að aldri sigldi hann til Kaupmannahafn- ar — 1805 — til að nema lög. Lauk; hann embættis- prófi í lögum 1808. Þá gekk liann í herinn og tók herforingjapróf með miklu lofi 1810. Eftir það liafði hann kennslu á hendi við herskóla. En 1819 verður hann bæjarfógeti í Skelskör á Sjálandi. Þar fæddist Thora 18. des. 1823. Kona Gríms hét Bir- gitta Cesilia, f. Breum, dönsk-norsk að ætt. Tliora var yngst dætra Gríms, en einn son áttu þau for- eldrar hennar. Dvaldi hann alla ævi í Danmörku. 1824 fær Grímur veitingu fyrir amtmannsemb- ættinu í norður- og austuramtinu eftir lát Stefáns Þórarinssonar á Möðruvöllum. Fluttist Grímur þá heim með fjölskyldu sinni og settist að á Möðruvöllum í Hörgárdal. Thora var þá á fyrsta ári. Kona Gríms festi aldrei yndi á íslandi, þráði hún land sitt og mun það hafa orðið til þess, að Grímur hvarf al tur til Danmerkur 1833. Það er sem þessi ár á Möðruvöllum hafi aldrei horfið Thoru úr huga. Þar lék hún sér í bernsku og merkti fyrst ilm úr grasi. En daprar minningar átti hún þaðan, t. d. þegar stóra timbnrhúsið brann og hún var borin burt úr eldinum. En þess minntust þau Melstedshjón síðar, að þetta var einmitt sama húsið og Páll Melsted var fæddur í 1812. Tliora er 10 ára þegar hún hverfur aftur með foreldrum sínum til Danmerkur og faðir hennar verður bæjarfógeti í Middelfart á Fjóni. Á bréfum Ingibjargar, systur Gríms, er að heyra, að hagur hans hafi ávallt verið þröngur. Hann hafi séð eftir að sleppa amtmannsembættinu og ekki unað sér þar, sem hann var. Svo eftir lát Bjarna Thorarensen sækir Grímur aftur um amt- mannsembættið. Verður, eins og systursonur hans, Grímur skáld, kemst að orði, „formaður Bjarna Thorarensen og eftirmaður." Grímur flytur einn heim til íslands 1843, og sezt enn að á Möðruvöllum. Kona hans og börn verða eftir í Danmörku. Munu þær systur, dætur Gríms, hafa stundað nám í Kaupmannahöfn á þessum ár- um og foreldrar þeirra viljað, að þær lykju því. En frú Johnson ekki getað hugsað til annarrar dvalar á íslandi. 19. JÚNÍ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.