19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 21
\ vert að minnast á kvennaári Framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó þennan texta og dreifði um bæi og borg fyrir Kvennafrídaginn 24. október 1975. Hér voru taldar upp þær ástæður sem lágu að baki því að konur tækju sér frí. Það er fróðlegt að fara yfir þessar ástæður og athuga hvort eitthvað hefur breyst. Hvers vegna kvennafrí? Kvennaráðstefnan, haldin dagana 20. og 21. júní 1975, í Reykjavík, skorar á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október nk. til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Hvers vegna er tillaga sem þessi borin fram og samþykkt á ráðstefnu, þar sem saman voru komnar konur á öllum aldri, úr öllum stjórnmálaflokkum? Ástæðurnar eru margar, en hér eru nokkrar: • Vegna þess að vanti starfsmann til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu. • Vegna þess að meðallaun kvenna við verslunar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. • Vegna þess að engin kona á sæti í aðalsamninganefnd Alþýðusambands íslands. • Vegna þess að mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. • Vegna þess að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. • Vegna þess að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóðurstarfi „hún gerir ekki neitt - hún er bara heima.“ • Vegna þess að til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. • Vegna þess að vinnuframlag kvenna í búrekstri er metið til kr. 175.000 á ári. • Vegna þess að kynferði umsækjenda ræður oft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. • Vegna þess að starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaðinum. Sameiginleg niðurstaða er sú, að framlag kvenna til samfélagsins sé lítils virt. Sýnum okkur sjálfum og öðrum, hve mikilvægt framlag okkar er, með því að leggja niður vinnu 24. október. Sameinumst um að gera daginn að eftirminnilegum baráttu- og sameiningardegi undir kjörorðum kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: 1AFNRÉTTI - FRAMÞRÓUN - FRIÐUR Framkvæmdanefndin um kvennafrí gripu nokkrar konur pappírsblað og hripuðu tillögu um að Kvennaráðstefn- an skyldi skora á allar konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október, til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn verður að veruleika Kvennafrídagurinn varð að veruleika eftir gríðarlega góða skipulagsvinnu og þennan dag var haldinn útifundur á Lækjartorgi. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag um allt land og atvinnulífið lamaðist. A útifundinum söfnuðust tuttugu og fimm þúsund konur saman og líklega er þetta einn fjölsóttasti útifundur Islandssögunnar. Lundir voru einnig haldnir víða um landið og voru margir þeirra fjölsóttir. Þetta framtak íslenskra kvenna vakti Verðskuldaða athygli erlends frétta- fólks og myndir og viðtöl við íslenskar konur birtust víða. Kvennafrídagur af þessu tagi var einnig skipulagður í öðr- nm löndum en sá íslenski bar af öðrum °g er dagurinn mörgum enn í fersku niinni, þvi að hann varð vitnisburður um einn helsta styrk íslensku kvenna- hreyfingarinnar, samtakamáttinn. Fyrrnefnd Björg Einarsdóttir versl- nnarmaður var ein af skipuleggjend- Um Kvennafrídagsins og 19. júní spurði hana að því hver væri megin- nstæðan fyrir gríðarlegum samtak- amætti kvenna í undanfara Kvenna- frídagsins. ,,í íslensku samfélagi var innbyggð gremja hjá konum. Skattalöggjöfin Uiismunaði giftum konum því launa- tekjur þeirra lögðust við tekjur eigin- mannsins og tekjur heimilisins lentu í háu skattþrepi; tekjur konunnar gátu því allar farið í skattgreiðslur. Nýja hvennahreyfingin fór um Vesturlönd eins og eldur í sinu á 7. tug 20. aldar og varð sýnileg hér á landi með tilkomu Kauðsokkahreyfingarinnar vorið 1970. híargt í störfum hennar hristi verulega ^Pp í hugskoti kvenna og orsakaði við- horfsbreytingar. Konur bjuggu við þá orðræðu að störf þeirra skiptu ekki hiáli og þær ættu að halda sig heima. Ltjórnmálaforingi gat leyft sér vorið 1972 að segja: Hvar værum VIÐ ef þið konurnar stæðuð ekki bak við okkur! rirka kvenna var uppsöfnuð og fékk okki framrás, það einfaldlega sprakk jVrir þegar tilefni gafst á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 1975.“ Nú sameinuðust konur úr öllum átt- Hju og úr öllum stéttum við að gera kvennafríið að veruleika, hver var í ®tuttu máli lykillinn að skipulagningu dagsins ? ,,Beint tilefni kvennafrísins var til- 'aga sem var samþykkt á kvennaárs- ráðstefnu í júní 1975 þar sem skorað var á konur „að taka sér frí frá störfum á degi SÞ 24. okt. nk. til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns.“ Til að ná þessu markmiði þurfti að ná til ALLRA kvenna og við það miðuðust aðgerðir þeirra sem völdust til að koma þessu í kring. Markmiðið var einfalt og skýrt og skipulag fram- kvæmdar þess vegna einfalt og ná- kvæmt. Allar færar boðleiðir voru virkjaðar. Fregn um aðgerðina var send erlendum fréttastofum og barst aftur hingað í heimsfréttum - upphefð- in á íslandi kemur að utan! En í fáum orðum sagt, var jarðvegur á Islandi fyrir aðgerðina og hún heppnaðist full- komlega. Á einum stað segir: „Kvenna- fríið var samstillt átak fjölda, þar sem allir lögðust á eitt. Og það náði tilgangi sínum, þeim tilgangi sem kom fram í tillögunni okkar; þegar íslenskar konur mættu ekki á sínum venjulega vinnu- stað, heima eða heiman, stönsuðu hjól samfélagsins. Samhugurinn og brýr sem mynduðust milli kvenna og hafa verið gengar síðan er mér sjálfri eftir- minnilegast frá undirbúningi dagsins.“ Þú talaðir um í ávarpi þínu á Kvennafrídaginn að daginn eftir myndu konur ekki vera þær sömu og áður, hverju breytti þessi dagur fyrir þig sjálfa? „Daginn eftir kvennafríið voru ís- lenskar konur ekki þær sömu og dag- inn fyrir. Þær höfðu breytt út af sínum daglega vanagangi og voru þeirri reynslu ríkari. Ur þeirri reynslu verð- ur hver kona að vinna eftir eigin nót- um. En vissan um óskoraðan hlut þeirra í þjóðfélaginu var sönnuð. Fyrir mig sjálfa situr eftir að hafa átt hlut að framkvæmd sem heppnaðist til fulln- ustu, slíkt veitir sérstakan hugarlétti." Barátta kvenna þennan áratug lagði grunninn að opinberri jafnréttispólitík. Strax árið eftir Kvennafrídaginn, 1976, urðu fyrstu jafnréttislögin að veru- leika. Frídagurinn var endurtekinn 10 árum seinna en í millitíðinni höfðu margir merkir viðburðir átt sér stað í sögu jafnréttinda. Kona var kjörin for- seti lýðveldisins árið 1980 og 1982 komu kvennaframboðin fram á sjónar- svið bæjarstjórnarkosninga. Ári síðar var Kvennalistinn stofnaður en hann bauð fram í 3 kjördæmum og varð til þess að konum fjölgaði mjög á Alþingi. Kristín Ástgeirsdóttur, sagnfræð- ingur og starfsmaður Rannsóknar- stofu í kynjafræðum, var 26 ára þegar Kvennafrídagurinn var haldinn. 19. JUNI spurði hana að því hvernig henni fannst dagurinn og hver hún teldi að áhrif hans hefðu verið á ís- lenskar konur. „Kvennafrídagurinn fyrir 30 árum er einn þeirra daga sem ég mun aldrei gleyma. Reyndar var ég ung og róttæk á þeim árum og fannst dagskráin full gamaldags fyrir minn smekk, nema auðvitað þáttur Rauðsokkahreyfingar- innar sem kyrjuðu Áfram stelpur. Stemningin var stórkostleg og mann- fjöldinn ótrúlegur. Áhrif þessa dags voru að mínum dómi miklu fremur huglæg fremur en að hann skilaði kon- um beinhörðum árangri í kvennabar- áttunni. Það voru reyndar sett jafn- réttislög á næsta ári en þau voru miklu fremur afrakstur kvennaársins í heild og samþykkta Sameinuðu þjóðanna en þessa eina dags. Áhrifin fólust í því að skynja styrk kvenna, skynja það afl sem fólst í gífurlegri samstöðu þvert á stéttir og stjórnmál. Það varð vakning. Tilgangur frídagsins var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna og það tókst svo sannarlega. Samfélagið lamaðist, margar konur tóku sér það vald að ganga út af heimilum sínum og skilja það eftir í höndum makans, aðr- ar tóku sér frí úr vinnu, enn aðrar not- uðu daginn til að stríða karlkyns vinnu- félögum sínum t.d. með því að láta þá hafa nóg að gera á póstinum og í bönk- unum. Vilborg Harðardóttir, ein rauðsokk- anna sem skipulögðu kvennafrídaginn, sagði 10 árum síðar að áhrifunum mætti líkja við það að kasta steini í vatn, hringir mynduðust einn af öðr- um, bylgjur sem gáruðu vatnsflötinn. Þannig var kvennafrídagurinn. Hann hafði langvarandi áhrif á vitund ís- lenskra kvenna. Fundurinn komst í heimspressuna og við vorum sífellt minntar á þessa frægu aðgerð á næstu árum þar sem íslenskar konur samein- uðust enn einu sinni eins og þær hafa svo oft gert bæði fyrr og síðar í þeim tilgangi að bæta stöðu kvenna og þar með þjóðfélag okkar.” eftir Rósu Björk Bryiyólfsdóttur 21

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.