Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 52
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR36 Myndlistarsýningar með viðfangs- efni eru nær undantekningar- laust skemmtilegar, aðgengilegar og alþýðlegar. Hér er það íslenski hesturinn sem hefur orðið fyrir val- inu. Klassískt viðfangsefni, þó varla hafi það brunnið mjög á íslenskum listamönnum síðustu áratugi. Á Kjarvalsstöðum má sjá lykil- verk eftir lykilmenn og -konur. Beinin hennar Stjörnu eftir Finn Jónsson, portrettmynd eftir Þór- arin B., auðvitað málverk eftir Jóhann Briem, Ásgrím, Kjarval, Kristínu Jóns, Louisu Matthías- dóttur, Helga Þorgils, Kristínu Gunnlaugs og marga fleiri, öll stóru nöfnin okkar, glæsileg verk eftir frábæra listamenn. Í fljótu bragði sýnist mér um helmingur verka vera frá því fyrir 1970, en eðlilega breytist úrvalið af hesta- myndum eftir miðja síðustu öld. Fígúratíf list hvarf í bakgrunn nýrra stefna, í samfélaginu hætti hesturinn að vera þjóðarímynd og varð tómstundagaman. Þemu sýningarinnar eru þrjú, hesturinn í þjónustuhlutverki, hesturinn sem náttúra og hest- urinn sem goðsagnavera og birt- ast þau öll í ólíkum myndum. Sjá má hvernig merking mynd- efnisins breytist með breyttum tímum. Sérstaklega þegar kemur að verkum síðustu áratuga fer ekki hjá því að spurningin vakni; hvenær málar kona hest og hve- nær málar kona ekki hest? Hvert er hið raunverulega viðfangs- efni listamannsins? Hvað tákna þessi undurfallegu dýr á mál- verki Kristínar Gunnlaugsdótt- ur? Hvað á Sigurður Guðmunds- son við þegar hann tekur mynd af sjálfum sér við lestur, undir titl- inum Hestur/lestur? Er það rímið sem ræður eða er hér líka vísun í íslenska orðið lestrarhestur, sem felur í sér ákveðið og jákvætt viðhorf til hestsins. Tengist mál- verk Hallgríms Helgasonar, Guð á Sæbraut, íslenska hest- inum? Ofangreind verk víkka út viðfangsefnið og það er vel. Nú er ljóst að hesturinn var eitt viðfangsefna myndlistarmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðarímyndin var áleitin og birtingarmyndir hennar. Eig- inleikar hestsins, þrautseigja og dugnaður, voru æskilegir eigin- leikar íslenskrar, vinnusamrar alþýðu. Birtingarmyndir hestsins í list síðustu áratuga eru af öðrum toga, þær eru ekki innlegg í orð- ræðu samtímans á sama hátt og málverk fyrri hluta síðustu aldar voru, á tímum sköpunar þjóðar. Á sýningunni kemur þessi breyt- ing vel fram og það er að hluta til markmið hennar. Ef til vill hefði mátt koma betur fram á sýningunni í hversu mikl- um mæli það er ekki eingöngu merking myndefnis á myndflet- inum sem hefur breyst, held- ur einnig staða myndefnisins innan listarinnar og í samfélags- legu samhengi. Eldri verkin eru máluð af velflestum lykilmál- urum síns tíma. Í dag eru lista- menn mun fleiri og viðfangsefni þeirra fjölbreyttari en áður. Þessi staðreynd, hið breytta, ytra sam- hengi myndefnisins sem ekki sést á myndfletinum, hefði kannski mátt vera sýnilegri á einhvern hátt, til þess að brengla ekki um of hugmynd hins almenna áhorf- anda um mikilvægi íslenska hestsins í íslenskri myndlist síðustu áratugi. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frá- bærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna. Þjóðarímynd og goðsagnadýr Sænski rithöfundurinn Eva Gabrielsson verður gestur á höf- undakvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson er ekkja Stiegs Larsson, höfundar Millennium- þríleiksins sem hefur farið sig- urför um heiminn. Eftir fráfall Larssons lenti Gabrielsson í deil- um við fjölskyldu hans um réttinn á bókum hans. Parið hafði verið í sambúð um áratuga skeið en þar sem þau gengu aldrei formlega í hnapphelduna erfði fjölskylda Larssons réttinn á bókum hans með tilheyrandi auðæfum. Gabrielsson ræðir meðal ann- ars þetta mál í spjalli við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu í kvöld. Gabrielsson hefur skrif- að tvær bækur tengdar þessu máli, sem báðar komu út í fyrra: „Sambo: ensammare än du tror“ sem fjallar um vandamál tengd reglum eða lögum um sambúð og bókina: „Millennium, Stieg & jag“. Í síðarnefndu bókinni fjallar Gabrielsson um hvernig Mil- lennium-trílógí- an varð til, tím- ann fyrir andlát Stiegs Larsson og erfðadeil- una við ætt- ingja hans. Þar kemur einnig fram að ýmis- legt í bókun- um megi rekja til sambands þeirra; hún geti oft ekki sagt með vissu hvað sé nákvæmlega frá honum komið og hvað frá henni. Þá gagnrýnir hún „Stieg Larsson iðnaðinn“, sem hún kallar svo, sem hefur stig- magnast með árunum, ekki síst í Bandaríkjunum, og nær senn hámarki með þremur Hollywood- myndum byggðum á þríleiknum. Norræna húsið og Bjartur standa saman að komu Gabrielsson hing- að til lands. Höfundakvöld Norræna hússins eru á hverju fimmtudagskvöldi til 9. júní næstkomandi. Meðal vænt- anlegra gesta eru Svíinn Kasja Ingemarsson, Naja Marie Aidt frá Danmörku og norsk-danski höfundurinn Beate Grimsrud, sem þótti líkleg til að hreppa Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er öllum opin. - bs Ekkja Stiegs Larsson í Norræna húsinu EVA GABRIELSSON Bjó með Stieg Larsson áratugum saman þar til hann féll frá 2004. Hún ræðir meðal annars samband þeirra og erfðadeiluna í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 12. maí ➜ Tónleikar 18.00 Inga Dóra Stefánsdóttir messó- sópran heldur útskriftartónleika sína frá tónlistardeild Listaháskólans í kvöld kl. 18. Tónleikarnir fara fram í Þjóðmenn- ingarhúsinu. 21.30 Dúettinn Dúettinn MoR heldur tónleika á Kaffi Rósenberg. Dúettinn skipa Margrét Eir söngkona og Róbert Þórhallsson bassaleikari. Á tónleikunum leika þau lög af plötunni MoRDuran ásamt fleiri tökulögum. ➜ Útivist 17.00 Fræðsluganga verður í Grasa- garðinum í dag kl. 17. Skoðaðar verða hátíðaliljur í blóma. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. STIEG LARSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Listasafn Reykjavíkur Jór! Hestar í íslenskri mynd- list. Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfs- son Listasafn Reykjavíkur, Kjarvals- staðir Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mikið er nú gaman í leikhúsi þegar það er gaman!“ – EB, Fbl „Skemmtileg og hressandi leikhúsupplifun, öðruvísi og ögrandi“ – IÞ, Mbl HRYLLILEGA KRASSANDI RUSLÓPERA MEÐ TÓNLIST TIGER LILLIES Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.