Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 50
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR30 FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: þegar þú ferðast með Icelandair. aðilum Icelandair Golfers. FÓTBOLTI Valskonur héldu sigur- göngu sinni áfram í bikarkeppn- inni um helgina með því að vinna öruggan 2-0 sigur á KR í úrslita- leik Valitor-bikarsins á Laugar- dalsvellinum. Valsliðið var þarna að vinna ellefta bikarleikinn í röð og fór því með bikarinn heim á Hlíðarenda þriðja árið í röð. Fyrir nokkrum árum gekk Valsliðinu oft illa að landa þessum titli þrátt fyrir nokkra yfirburði á Íslandsmótinu en nú er raunin önnur og bikarinn á eflaust orðið fastan stað í bikarskápnum á Hlíðarenda. Rey nslubolt a r n i r R a kel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sáu um að skora mörkin en sú síðarnefnda hefði auðveldlega getað skorað fernu í þessum leik. Kristín Ýr var því orðin langeygð eftir marki þegar glæsilegur skalli hennar þandi netmöskvana í seinni hálfleik, en það mark gerði nánast út um leikinn. „Við duttum aðeins niður í smá stress en við erum með reynsluna á bak við okkur og það vann með okkur í dag,“ sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn, en hún var ein af þeim í Valsliðinu sem voru að vinna bikarinn í fimmta sinn. Laufey Ólafsdóttir er líka í þeim hópi en Laufey átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í gær. Bikardrottningin í Valsliðinu er hins vegar Hornfirðingurinn Embla Sigríður Grétarsdóttir, sem varð bikarmeistari fimmta árið í röð og alls í sjöunda sinn á sínum ferli. Með þessum sjöunda bikarmeistaratitli jafnaði hún met Valskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem vann bikarinn sjö sinnum með Val á árunum 1984-1995. „Þetta er bara æðislegt og það er ógeðslega gaman að vinna þennan titil,“ sagði Embla í leikslok. „Íslandsmeistaratitilinn er far- inn og það skipti því rosalega miklu máli að ná þessum titli. Við erum með það gott lið að það hefði verið hræðilegt að klúðra báðum titlunum þetta árið,“ sagði Embla, en það er líka langt síðan hún tap- aði í bikarúrslitaleik, meira en áratugur. Embla þurfti að sætta sig við silfur 1998 og 2000 en eftir það hefur hún haldið sig við gullið. Valskonur nýttu sér reynsluna í sínu liði eftir að hafa rétt sloppið inn í hálfleikinn án þess að fá á sig mark. „Þær komu dýrvitlausar inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og pressuðu vel á okkur. Það hefði allt getað gerst þá en sem betur fer róuðum við okkur svolítið niður í hálfleik. Við vorum uppspenntar en við komum öflugar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta svona glæsilega. Það stafaði ekki mikil ógn af þeim í seinni hálfleik,“ sagði Embla. Embla er hluti af hinni sterku vörn Valsliðsins sem fékk ekki á sig mark í bikarkeppninni í ár. Liðið vann þrjá 1-0 sigra á leið sinni í úrslitaleikinn og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 678 mínútur í bikarkeppninni. Embla hefur verið á sínum stað í Vals- vörninni allan þennan tíma. Það bjuggust ekki margir við miklu af KR-liðinu, ekki síst eftir að liðið lenti undir á þriðju mínútu. „Við áttum góðan kafla í lokin á fyrri hálfleik en svo datt þetta allt niður hjá okkur í seinni hálfleiknum. Við vorum orðnar þreyttar og það var eins og orkan væri alveg búin hjá okkur. Við áttum færi í fyrri hálfleiknum og vorum þá að spila boltanum vel á milli okkar. Svo ætluðum við að halda því áfram en það gekk ekki,“ sagði KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir. „Valsstelpurnar eru rosalega sterkar og þær halda þetta alveg út í 90 mínútur. Mér finnst þær vera besta liðið á Íslandi núna,“ sagði Katrín. ooj@frettabladid.is BIKARDROTTNINGIN Í VALSLIÐINU Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöunda skiptið á ferlinum. BESTU VINKONUR Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fagna hér saman í leikslok, en þær hafa unnið marga titla saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIKARMEISTARI Í SJÖUNDA SINN Hallbera Guðný Gísladóttir fagnar sjöföldum bikarmeistara, Emblu Sigríði Grétarsdóttur, með því að sturta yfir hana úr vatnsbrúsa eins og venjan er á slíkum sigurstundum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson tryggði Ajax 2-2 jafntefli á útivelli á móti VVV-Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Ajax hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en lenti 0-2 undir í fyrri hálfleik. Theo Janssen minnkaði muninn fyrir Ajax á 68. mínútu og mínútu síðar skoraði Kolbeinn þegar hann afgreiddi boltann í markið af harðfylgni. Kolbeinn hefur því skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum og komið að marki í öllum þremur leikjunum. - óój Kolbeinn Sigþórsson hjá Ajax: Bjargaði stigi KOLBEINN SIGÞÓRSSON Fagnar hér marki fyrir Ajax. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hildur Antonsdóttir var í minnihluta í Valsliðinu á laugardaginn enda ein af fáum sem voru að fagna sínum fyrsta bikarmeistaratitli. Hildur, sem verður ekki sextán ára fyrr en í næsta mánuði, hefur þó óbeint orðið bikarmeistari áður. Móðir hennar, Ragheiður Víkingsdóttir, stýrði Valsliðinu nefnilega til sigurs í bikarnum haustið 1995 þegar hún var komin átta mánuði á leið með Hildi. Ragnheiður varð alls átta sinnum bikarmeistari, sex sinnum sem leikmaður og tvisvar sem þjálfari (1995 og 2001). - óój Hildur Antonsdóttir hjá Val: Fyrst meistari í móðurkviði HILDUR ANTONSDÓTTIR Sést hér lengst til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.