Íslendingur


Íslendingur - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.07.1985, Blaðsíða 1
25. TBL. 70. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 AKUREYRI Þessi sögulega mynd er tekin í Glerárgljúfri skammt fyrir ofan hús Vegagerðar ríkisins. Atburðurinn, sem hefur dregið að sér nokkurn hóp áhorfenda, er skírnarathöfn. í Gleránni stcndur Arthur Charles Gook, og er að skíra konu til safnaðarins, sem kenndur er við Sjonarhæð. Myndin er talin tekin af fyrstu og einu skírninni í Glerárgljúfri, 6. júní 1907. - Ljósmynd H. Einarsson Kvótínn búínn á Dalvík í ágúst? 14. júni sl. óskuðu þrír bæjar- fulltrúar á Dalvík eltir því að bæjarstjórnaríundur yrði hald- inn ekki síöar en 18. 6. „til að fjalla um atvinnuhorl'ur á Dalvík með tilliti til kvóta og stjórnunar veiða, landana og sölu alla af togurum staðarins." Þeir, sem óskuðu eftir fundinum eru: Helgi Þorsteinsson, Svanfríður Jónasdóttir og Jón Baldvinsson. í greinargerð þessarar beiðni segir: „Það er ljóst að ef ekki fæst keyptur kvóti annars staðar frá verður Frystihús KEA hrá- efnislaust frá því síðla sumars til áramóta. Sama staða er uppi hjá flestum öðrum fiskverkend- urn, kvótinn búinn og enga atvinnu að hafa í húsunum. Það Roðamaur veldur verulegu íjóni Það er ekki einungis á trjáplönt- um, sem skordýr hafa valdið skaða. Fioðamaur helur herjað á túngrös víða á Norðurlandi og stjórspillt uppskeru. í þessu sambandi sneri íslendingur sér til Bjarna Guðleifssonar, ráðu- nauts hjá Ræktunarsambandi Norðurlands og bað hann að greina frá þessari plágu. „Það fór að bera á tjóni af völdum roðamaurs fyrir u.þ.b. 10 árum,“ sagði Bjarni. „Skemmdir hafa larið vaxandi og eru með langmesta móti í suntar. Tjónið virðist vera meira á Norðurlandi en í öðrum lands- hlutum. Að einhverju leyti má setja þennan uppgang roða- maursins í samband við góða tíð undangengið sumar og síðast- liöna tvo vetur. Svo virðist sem góð spretta á vorin ýti undir Ijölgun roða- maursins, einkum vegna þess aö uppgangstími hans er í mai og í júní. Af þessum sökum hala mörg Iriðuð tún larið illa. Maurinn leggst á allar gras- tegundir, en augljós einkenni um skemntdir koma þó aðeins fram á vallarfoxgrasi og á háliðagrasi, en þessar tegundir eru algengustu sáðgrös í túnum. Grösin sölna en drepast ekki, því rótin er óskemmd. Nokkrir bændur hafa brugðið á það ráð aö slá skentmd tún mjög snemma. og hafa þau þá gefið ágætlega af sér í seinni slætti, en þá hel'ur maurinn lokið sumarl'erli sínum.“ Bjarni Guðleifsson sagði að hjá Ræktunarsambandi Norður- lands hel'ði verið lögð áhersla á að finna mótleik gegn þessurn vágesti og hefði verið leitað upplýsinga erlendis undanfarin ár ánárangurs. Hins vegar hel'ur nú komið í ljós að grænlenskir bændur eiga við sarna vanda að etja og þar eru rannsóknir lengra komnar en annars staðar. Prófuð hafa verið lyf gegn roðamaur í túnum og má ætla að mögulegt sé að stemma stigu við útbreiðslu hans nteð úðun snemma á vorin. Þetta á við, að sögn Bjarna Guðleifssonar, urn þau tún, þar sem roðamaur er árvisst vandamál. Hæpið telur hann þó vera að úða öll tún, þar sem roðantaurs hefur orðið vart, fyrr en nteiri reynsla er komin á aðlerðina. TIO Óviss framtíð hefð- bundinna búgreina Milli átta og níu þúsund nianns hafa atvinnu sína af landbúnaði, þótt mun fleiri hafi framfæri af þessari atvinnustarfsemi. Auk þess tengjast landbúnaði störf við úrvinnslu landbúnaðarvara og þjónustu, og er talið að þar sé urn 3.000 - 4.000 árs- verk að ræða. Markaðsstaða hefðbund- inna búvara, kindakjöts, mjólkur og mjólkurafurða er hins vegar erfið og hefur verið undanfarin ár. Sam- dráttur hefur orðið verulegur í neyslu og er útlit fyrir 11 - 13% samdrátt í kindakjöts- sölu á þessu ári. Þessi samdráttur getur þýtt að bændum við hefðbundinn búskap muni fækka um mörg hundruð. Um þessi mál fjallar Guðmundur Stefáns- son, hagfræðingur Stéttar- sambands bænda, í grein í miðopnu. Vegna sumarleyfa starfsmanna verður þriggja vikna hlé á útgáfu íslendings. Næsta blað kemur út 1. ágúst. Skrifstofa blaðsins verður opin á þessu tímabili alla virka daga frá 13.00 til 16.00. Ritstjóri sýnist því sérkennileg ráðstöfun, svo ekki sé meira sagt, að Dalborg er látin landa öllum sínum aíla II. 6. í Hrísey og hluti afians síðan seldur þaðan til Grenivíkur (20 tn.) og til Ólafsfjarðar, og það án þess að sarnið sé um fisk á rnóti seinna. Á sama tíma fá fiskverkendur á Dalvík ekkert al' afianum. Sé hér um stjórnun að ræða er hún afar sérkennileg og hagsmun- ir Dalvíkur ekki í fyrirrúmi." Á fundi bæjarstjórnar Dal- víkur 18. júní gerði Svanfríður Jónasdóttir grein fyrir tilefni fundarins og taldi að santræm- ing og stjórnun veiða og vinnslu hefði lítið batnað og erfitt væri að réttlæta hlutafjáraukningu í Söltunarfélagi Dalvíkur og skuld- breytingu við Útgerðarfélag Dalvíkur á sl. ári í ljósi þeirra staðreynda, sem nú blöstu við. í máli annarra bæjarfulltrúa kom frant að brýn þörl' væri á að tryggja stöðuga atvinnu á Dalvík með samræmingu veiða og vinnslu. Á fundinum var samþykkt tillaga frá Svanfriði um að komið verði á viðræðum við KEA um fiskvinnslu á Dalvík og stjórnun hennar og skuli niðurstaða liggja fyrir ekki síðar en 30. nóv. 1985. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum. Á fundi bæjarstjórnar Dal- víkur 27. júní var lögð fram greinargerð um stöðu kvótans hjá togurum á Dalvík. Fram kom að Baldur ætti eftir 5-6 túra á þorsk og lyki sennilega við kvótann i lok ágúst, Björgúlfur söntuleiðis. Björgvin verður í slipp til loka júní en lýkur kvót- anum í lok ágúst að öllum líkindum, og Dalborgin, sem var í slipp til loka júní, mun líklega verða búin með þorsk- kvóta sinn unt miðjan ágúst. GHF Ráðgjafaþjónusta eftirsótt Hitaveita Akureyrar bryddaði upp á þeirri nýjung lyrir nokkru að bjóða notendum upp á ráð- gjalaþjónustu. Stcinar Frímanns- son var ráðinn til þessa starfs og hefur gegnt því nú um nokkra hríð. Hann var spurður urn reynsluna af þessari þjónustu. „Það hefur mikið verið sóst eftir henni og er eftirsóknin að stóraukast núna," sagði Steinar. „Nú er nokkurra daga bið að lá tíma. Eitthvað á annað hundrað manns hefur beðið um skoðun á ofnum sínum." Steinar sagði að ýrnsar ástæð- ur lægju til þess. Gamalt iólk vill lá að vita hvort allt sé í lagi. Víða væri eitthvað að, ofnar of litlir eða stýringar virkuðu ekki eins og þær ættu að gera. Blokkir væru sér vandamál. í stórum húsum væru alltaf einhverjir, sem væru of kærulausir. 1 vær blokkir hefðu ákveðið að taka upp hlutlöllunarmæla. „Það er eðlilegt að rnenn vilji sjá, hvernig reynslan verður af þess- um mælum", sagði Steinar. „Mönnum linnst þetta dálítið llókið. Það fer svolítiö fyrir brjóstið á lólki aö það þarf að senda niðurstöður úr mælununt til útlanda. Það er líka galli á þessunt mælum að ekki skuli vera hægt að lesa af þeim þegar lólk fiytur út úr ibúöurn sínum." Steinar sagði að til væru mælar, sem gerðu það mögulegt, cn þeir væru dýrir. Hann taldi að þessir ntælar yrðu algengir hér eftir eitt til tvö ár. GHE Hundadagahátíðin: Utvarp Síríus hefst á morgun Útvarp Síríus, sem er útvarp Hundadagahátíðarinnar, hel'st á morgun kl. 18 og verður sent út til miðnættis. Þennan tíma verður sent út yfir helgina en á mánudag verður byrjað l'yrr. Aðalhátíðardagana veröur síðan sent út enn lengur. Útvarp Síríus sendir út á tíðninni 99,4 á FM bylgju. Að sögn Haraldar Inga Haraldssonar, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, verður út- varpsstöðin til húsa í Eimskipa- félagshúsinu í húsnæði, sem Riddarar hringborðsins hafa lánað undir reksturinn. Prófanir á geisla hafa gengið vel. Vel verður vandað til útvarpsins, þar starl'a vanir útvarpsmenn og tæknimenn. Haraldur sagði að yfir hátíðina ættu allir að hlusta á Síríus. í henni verður dagskrá kynnt, tónlist leikin og einnig verða viðtalsþættir. Undirbúningur undir hátíð- ina er í fullum gangi og gengur vel, sagði Haraldur. Þetta væri mikið starf og hann auglýsti eftir sjálfboðaliðum. Þeir, sem áhuga hefðu, gætu hringt ísíma 24889. Einnig ættu bæjarbúar að vera farnir að huga að búningum undir hátíðina. GHF

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.