Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 89. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «ÍSLENSKIR BRELLUMEISTARAR VINNA FYRIR M. NIGHT SHYAMALAN «TÖLVULEIKIR GULU AUGUN OG BUSLAÐ OG BARIST FRUMVARP um hert gjaldeyris- höft tímabundið átti að verða að lögum í gærkvöldi eða í nótt. Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráð- herra, sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi síðdegis gær að um væri að ræða brýnar og óum- flýjanlegar ráðstafanir. Málinu var síðan vísað til efna- hags- og skattanefndar. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði að marg- ir hefðu verið kallaðir fyrir nefndina, bæði fulltrúar hagsmunasamtaka og ýmissa stofnana. „Við vorum tvo tíma að fara yfir málið í nefndinni. Við vildum vanda okkur og fara ítarlega yfir sjónarmið gestanna,“ sagði Björgvin. Hann sagði afgreiðslu málsins hafa gengið vel í þinginu. „Við eigum von á því að þetta verði að lögum í nótt.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði mikilvægt að sömu reglur giltu fyrir alla á gjald- eyrismarkaði, eins og stefnt var að með frumvarpinu. „Það segir sig sjálft að þegar hægt er að kaupa krónur 20 til 30 prósentum undir því sem skráð er hjá Seðla- bankanum þá fara viðskiptin í þann farveg. Þetta varð til þess að gjaldeyririnn kom aldrei heim sem var markmiðið með lögum um gjaldeyrishöft.“ | 14 Alþingi ræddi frumvarp um hert gjaldeyrisskil fram á nótt Brýnar ráðstafanir Á Alþingi í gær. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is TÆPLEGA 13 þúsund háskólanem- ar hafa ekki enn fengið atvinnu í sum- ar, samkvæmt könnun sem Stúdenta- ráð Háskóla Íslands lét gera meðal nema. Af þessum 13 þúsund telja um 9.700 að þeir fái ekki vinnu í sumar. Háskólaráð mun á morgun funda um möguleika á frekara námi við HÍ yfir sumarið vegna stöðunnar á at- vinnumarkaði. Menntamálanefnd Al- þingis fundar um málið í dag klukkan 10, að beiðni Einars K. Guðfinnsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar háskólanna í landinu munu funda með nefndinni ásamt þeim sem eru forsvari fyrir hagsmunasamtök stúdenta í háskólum. „Við höfum lengi talað um að alvar- legt ástand kunni skapast hjá há- skólanemum. Okkur fannst ekki nægilega tekið tillit til okkar sjónar- miða og þess vegna var þessi könnun gerð og niðurstöður hennar sýna að staðan er mjög alvarleg. Við höfum talað fyrir því að það verði boðið upp á sumarannir í háskólum og vonandi verður það gert,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Atvinnuhorfur í landinu eru nokkru verri nú en áður hafði verið áætlað, samkvæmt spám sem efnahagsáætlun íslenskra stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tók mið af. Nú fyrir annarlok eru hins vegar um 17.700 manns á atvinnu- leysisskrá sem jafngildir rúmlega tíu prósent atvinnuleysi. Mörg þúsund nem- ar án vinnu í sumar Í HNOTSKURN » Rúmlega 18.000 voruskráð í háskólanám á síð- asta ári. Þar af um 14 þúsund í dagskóla. » Stúdentaráð kannaði stöð-una nýlega hjá um 3.500 háskólastúdentum. Alvarlegar atvinnuhorfur hjá háskólanemum ræddar í menntamálanefnd  Horfurnar verri | 20  NOKKRIR líf- eyrissjóðir hafa tilkynnt skerð- ingu á réttindum sjóðfélaga, vegna áfalla á fjár- málamörkuðum. Algengt er að réttindi verði skert um 10%. Þeir sem í dag vænta t.d. 200 þúsund króna á mánuði í lífeyri eft- ir ákveðinn tíma verða að gera ráð fyrir einungis 180 þúsund krónum, miðað við núverandi verðlag og 10% skerðingu. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að þegar litið er til lífeyr- issjóðakerfisins í heild megi ætla að skerðingin verði að jafnaði í kring- um 5% . »16 Greiðslur úr 200 þúsund krónum í 180 þúsund Lífeyrissjóðir komu illa út í fyrra.  FLOKKARNIR sem boðið hafa fram lista fyrir komandi þing- kosningar hafa ólíkar áherslur í skatta- og rík- isfjármálum, þegar stefnu- skrár og álykt- anir landsfunda eru bornar saman. Áherslurnar hafa jafnframt breyst síðan fyrir síðustu kosningar vorið 2007, þegar finna mátti fleiri til- lögur um lækkanir skatta eða af- nám opinberra gjalda. Flestir flokkar vilja hindra að skattar bitni á lágtekjufólki. »13 Ólíkar áherslur flokkanna í skatta- og ríkisfjármálum  MIÐAÐ var við gjaldþrot ein- staklinga árin 2006 og 2007 þegar þörf fyrir greiðsluaðlögun var met- in, en lög þar um taka gildi í dag. Samkvæmt greinargerð laganna er gert ráð fyrir að umsækjendur verði 100-200 talsins. Þrátt fyrir að fólki sé bent á að leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna um aðstoð í ferlinu er ekkert því til fyrirstöðu að fólk leiti til annarra ráðgjafa, vilji það og geti borið kostnað af því sjálft. Bið- tíminn hjá Ráðgjafarstofunni er nú fjórar vikur en að sögn forstöðu- manns nýtist sá tími til undirbún- ings umsóknarinnar. »12 Þörfin metin eftir gjald- þrotum undangenginna ára „ÞAÐ er niður- skurður á flest- um vígstöðvum. Ég sé ekki fram á að fá vinnu og flestir sem ég þekki eru í svip- aðri stöðu. Það er ekki mikið til ráða og ég vona innilega að það verði boðið upp á nám á sumarönn. Það myndi leysa vanda hjá mörgum, og er aug- ljóslega hagkvæmara heldur en að þúsundir séu án vinnu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þriðja árs nemi í lögfræði. Hún lýkur BA-gráðu í vor en hefur ekki, frekar en margir, fengið vinnu í sumar. „Maður held- ur auðvitað áfram að reyna að fá vinnu en almenna staðan er sú að margir námsmenn verða án vinnu,“ segir Diljá Mist. „Sé ekki fram á að fá vinnu“ Diljá Mist Einarsdóttir ÞÓTT svalt sé í lofti og skæni á pollum má ætíð finna eitthvað forvitnilegt í fjörunni. Þau hafa eflaust komist að því, nemendur Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, þegar náttúrufræðitíminn í gær var fluttur út undir bert loft og niður í fjöru, skammt frá skólanum. Á þessum mörk- um lands og sjávar er sérstakur heimur og iðu- lega finna fjörufarar forvitnilega fjársjóði – þótt þeir séu ekki endilega til prófs. Náttúrufræðitími í fjörunni á Seltjarnarnesi Leitað að fjársjóðum í fjörunni Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.