Morgunblaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2009 Ragnar Sig-urðsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður sænska úrvals- deildarliðsins IFK Gautaborg er undir smá- sjánni hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Blackburn og Newcastle að því er fram kemur í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Fram kemur í blaðinu að for- ráðamenn IFK Gautaborg hafi síð- astliðið sumar hafnað tilboði frá spænska liðinu Espanyol en það hljóðaði upp á 15 milljónir sænskra króna, jafnvirði 230 milljóna ís- lenskra króna. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er verðmiðinn á Ragnari 25 milljónir sænskra króna, um 390 milljónir íslenskra króna.    Ragnar, sem er 22 ára, gerðisannkallað draumamark með liði sínu á laugardag þegar hann skoraði frá miðju vallarins í 6:0 sigri á Djurgården.    Eiður Smári Guðjohnsen lékfyrstu 62 mínúturnar þegar Barcelona lagði Recreativo Huelva að velli, 2:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Börsung- ar fengu óskabyrjun þegar Andres Iniesta skoraði eftir aðeins 45 sek- úndur og í seinni hálfleik skoruðu gestirnir sjálfsmark. Barcelona hef- ur sex stiga forskot á Real Madrid í efsta sæti spnsku 1. deildarinnar.    Emil Hall-freðsson lék fyrstu 80 mínúturnar fyrir Reggina þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Udiense, 2:0, í ítölsku A- deildinni í knatt- spyrnu. Emil og félagar léku tveim- ur mönnum færri síðasta hálftím- ann og það færðu liðsmenn Udiense sér vel í nyt en þeir skoruðu tvö mörk á lokamínútum leiksins. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Reggina falli en þegar sjö umferðir eru eftir situr liðið eitt og yfirgefið á botninum með 20 stig eftir 31 leik.    Sölvi Geir Ottesen lék allan leik-inn fyrir Sønderjyske þegar liðið tapaði fyrir Randers FC í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Sölva Geir var sýnt gula spjaldið á 90. mínútu.    Ólafur Örn Bjarnason skoraðibæði mörk Brann í 4:2 ósigri þess fyrir Tromsö í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Ólaf- ur skoraði bæði mörkin úr víta- spyrnu. Brann hefur byrjað afleitlega í norsku úrvalsdeildinni og hefur aðeins unnið tvö stig í fjórum leikjum. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Leikmenn Grindavíkur verða eflaust lengi að ná sér eftir vonbrigði gær- kvöldsins. Liðið fékk boltann þegar um 23 sekúndur voru eftir af leikn- um. Boltinn barst til Helga Jónasar Guðfinnssonar þegar 14 sekúndur voru eftir en hann ákvað að taka ekki opið þriggja stiga skot. Helgi sendi boltann á Arnar Frey Jónsson sem lenti í vandræðum og að lokum fékk Brenton Birmingham boltann undir körfunni þegar um ein sek- únda var eftir. Brenton tók hins vegar ekki skot og reyndi að gefa á félaga sinn Nick Bradford. Ótrúleg niðurstaða. Ekkert skot á körfuna og Íslandsmeistaratitill í húfi. Grind- víkingar leyndu ekki vonbrigðum sínum og er það skiljanlegt. Magnaðir leikir Úrslitarimma KR og Grindavíkur verður lengi í minnum höfð. Grind- víkingar fengu tvö tækifæri til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn í annað sinn í sögu félagsins. Fyrst á heimavelli sl. laugardag, en þar náðu KR-ingar að jafna metin, 2:2. KR lék eins og þeir sem valdið höfðu fyrstu 35 mínútur leiksins í gær en á síðustu fimm mínútum fjórða leikhluta náði Grindavík að koma sér inn í leikinn. Jón Arnór kveður KR með titli „Ég man varla eftir titlinum sem ég vann með KR hér síðast. Þessi toppar allt sem ég hef gert á ferl- inum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í leikslok, en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í leiks- lok. Jón Arnór hefur á undanförnum árum leikið sem atvinnumaður hjá sterkum liðum í Evrópu og fyrir ári lék hann lykilhlutverk í liði Lottom- atica Roma á Ítalíu sem lék til úr- slita um meistaratitilinn. „Þessi úrslitakeppni er miklu mik- ilvægari fyrir mig sem leikmann en það sem ég upplifði í Róm. Hér eru menn að gera allt með hjartanu. Af heilindum. Ég fann ekki mikið fyrir því á Ítalíu. Ég er að spila fyrir framan fjölskylduna og mína vini og þetta er alveg frábær tilfinning,“ sagði Jón Arnór, en hann býst ekki við því að leika á ný á Íslandi á næsta tímabili. „Þetta verður ekki endurtekið að ég held. Ég fer örugglega út aftur í sumar og leik með erlendu liði á næstu leiktíð. Það sama er að segja um Kobba (Jakob Örn Sigurðarson). Benni þjálfari er að hætta og kallar eins og Fannar (Ólafsson) og Baldur (Ólafsson) eru orðnir of gamlir í þetta,“ sagði Jón og brosti til Fann- ars sem stóð þar álengdar. „Ég get alveg sagt það að íslenskur körfu- bolti er ekkert grín. Ég hef góðan samanburð við það sem er að gerast í Evrópu og þessir úrslitaleikir hafa verið gríðarlega erfiðir fyrir okkur alla. Íslenskir körfuboltamenn eru „drullugóðir“ og ég held að allir geti verið stoltir af þessu,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Hver átti að taka síðasta skotið? Eins og áður segir fengu Grind- víkingar tækifæri til þess að taka síðasta skot leiksins og tryggja sér sigur. Skotið kom aldrei á körfuna og eru eflaust margir sem klóra sér í höfðinu yfir þeirri niðurstöðu. Sá sem þetta skrifar átti von á því að Nick Bradford fengi það hlutverk að taka síðasta skotið en hann virtist ekkert of áhugasamur um að koma sér í færi til þess. Þess í stað rann sóknin út í sandinn og KR fagnaði titlinum. „Toppar allt sem ég hef gert á ferlinum“ Morgunblaðið/Golli Meistarar Fannar Ólafsson faðmar hér Jón Arnór Stefánsson í leikslok og það gerði einnig Jason Dourriseau. KR-INGAR fögnuðu Íslandsmeist- aratitlinum í körfuknattleik karla í 11. sinn í sögu félagsins í gær eftir 84:83 sigur gegn Grindavík í oddaleik. Rúm- lega 2.000 áhorfendur í troðfullri DHl- höll KR-inga héldu niðri í sér andanum í síðustu sókn leiksins þar sem Grindavík gat tryggt sér sigur en loka- skotið kom aldrei hjá þeim gulklæddu og sigurhátíð KR-inga hófst í kjölfarið.  KR Íslandsmeistari í 11. sinn eftir 84:83 sigur gegn Grindavík  Grindvíkingar náðu ekki skoti í síðustu sókninni  Miklar breytingar framundan hjá KR nn fyrr en flautað agði Guðjón Þórð- nska 2. deildarliðsins sér eitt mikilvægt m, 1:1, á útivelli. By- ewe á 89. mínútu og pp fyrir Carlisle í allan tímann með segir í 19. sæti, nú 45 og fjögur neðstu Brighton 39, Chel- , en fjögur neðstu ví að við myndum fá útlitið væri á stund- n í samtali við heima- lofsorði á leikmenn upp. Sú barátta þeirra hafi skilað þeim einu mikilvægu stigi. „Ef við leik- um af sömu ákefð og ástríðu í þeim leikjum sem eru eftir af leiktíðinni og við gerðum í síðari hálfleik að þessu sinni þá hef ég engar áhyggjur af stöðu okkar þegar upp verð- ur staðið í vor,“ sagði Guð- jón ennfremur og bætti því við að hann hafi talið lið sitt eiga rétt á vítaspyrnu í leiknum. Því miður hafi dómarinn verið á öðru máli þegar svo virtist sem hrint hafi verið á bak Shauns Miller þegar hann skallaði boltann að marki eftir fyrirgjöf. „Leikmenn mínir sætta sig ekki við uppgjöf á meðan eitthvað er eftir af leiktímanum,“ sagði Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Crewe. iben@mbl.is .: Leiknum er ekki lokið autað hefur verið af Guðjón Þórðarson ERLA Steina Arnardóttir var á skotskón- um í gær þegar lið hennar Kristianstad beið lægri hlut fyrir Djurgården, 3:2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hún jafnaði metin, 1:1, um miðjan fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá Hólmfríði Magnúsdóttur en báðar voru þær í byrj- unarliði Elísabetar Gunnarsdóttur þjálf- ara líkt og Guðný Björk Óðinsdóttir. Kristianstad hefur því tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa í deildinni en útlitið er öllu bjartara hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunn- arsdóttur, sem átti góðan leik fyrir Djur- gården í gær, en þær eru á toppi deild- arinnar og var mark Ernu það fyrsta sem Djurgården fær á sig á leiktíðinni. Margrét Lára Viðarsdóttir mátti sætta sig við að vera varamaður Linköping þeg- ar liðið sótti Hammarby heim en hún hefur ekki verið í byrjunarliði liðs- ins á leiktíðinni. Mar- gréti var þó skipt inn á í seinni hálfleiknum og hún lagði upp þriðja markið í 3:0 sigri. Ólína G. Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir voru í liði Örebro sem tapaði 4:0 fyrir spútn- ikliði Kopparbergs/Göteborg. Edda lék allan leikinn á miðjunni en Ólína var á vinstri kantinum. Dóra Stefánsdóttir gat ekki leikið með Malmö vegna meiðsla en það kom ekki að sök því liðið vann sannkallaðan stórsigur á Stattena, 7:0. sindris@mbl.is Erla Steina varð fyrst til þess að skora framhjá Guðbjörgu Erla Steina Arnardóttir Grindavík – KR 83:94 Grindavík, úrvalsdeild karla, úrslit, fjórði leikur, laugardaginn 11. apríl 2009. Gangur leiksins: 2:2, 8:6, 10:10, 19:22, 26:30, 33:39, 44:47, 51:58, 64:65, 68:65, 70:73, 73:81, 83:94. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 18, Nick Bradford 14, Brenton Birming- ham 14, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Páll Kristinsson 9, Þorleifur Ólafsson 9, Arnar Freyr Jónsson 8. Fráköst: 19 í vörn – 5 í sókn. Stig KR: Jason Dourisseau 27, Fannar Ólafsson 20, Jón Arnór Stefánsson 18, Helgi Magnússon 11, Jakob Örn Sigurð- arson 9, Darri Hilmarsson 5, Brynjar Þór Björnsson 4 Fráköst: 26 í vörn – 15 í sókn. Villur: Grindavík 23 – KR 19. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Um 1.200. KR – Grindavík 84:83 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, úrslit, fimmti leikur, mánudaginn 13. apríl 2009. Gangur leiksins: 5:2, 15:8, 17:16, 24:20, 35:22, 42:31, 44:37, 50:44, 57:46, 60:50, 62:59, 68:66, 77:72, 79:73, 84:77, 84:83. Stig KR : Jón Arnór Stefánsson 23, Jakob Örn Sigurðarson 22, Jason Dourisseau 15, Fannar Ólafsson 7, Helgi Már Magnússon 7, Skarphéðinn Ingason 4, Pálmi Sigurgeirs- son 3, Brynjar Þór Björnsson 2, Darri Hilm- arsson 1. Fráköst: 21 í vörn – 10 í sókn. Stig Grindavíkur: Nick Bradford 33, Páll Kristinsson 13, Brenton Birmingham 12, Arnar Freyr Jónsson 9, Páll Axel Vilbergs- son 6, Helgi Jónas Guðfinnsson 6, Þorleifur Ólafsson 4. Fráköst: 21 í vörn – 8 í sókn. Villur: KR 23 – Grindavík 19. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Sigmund- ur Már Herbertsson. Áhorfendur: Um 2200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.