SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 6
R auði herinn frá Liverpool er með böggum hildar. Ósigrar eru óvelkomnir þar um slóðir, að ekki sé talað um fjóra í röð. Áratugir skilja að ófarir af því tagi. Liverpool var síðast í þessum sporum vorið 1987. Eftir að hafa gjörsigrað Hull City, 6:1, á Anfield í lok september hefur liðið legið gegn Fiorentina og Lyon í Meistaradeild Evrópu og Chelsea og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Verður „svarti október“ botnaður gegn erkifjendunum í Manchester United í dag, sunnudag? Á síðustu sparktíð laut Liverpool aðeins tvívegis í gras í 38 deildarleikjum. Liðið hefur þegar tapað fjórum af fyrstu níu deildarleikjum sínum á þessum vetri og er á framandi slóðum í töflunni, áttunda sæti. Svo neðarlega hafa stuðningsmenn félagsins ekki þurft að renna aug- unum lengi. Er nema von að menn séu uggandi. Bent hefur verið á meiðslavandræði sem skýringu á þessu ógengi og vissulega hafa heilbrigðisstarfsmenn á Anfield haft í ýmsu að snúast að undanförnu. Til að mynda eru tveir bestu leikmenn liðsins, Steven Gerrard og Fernando Torres, frá þessa dagana. Fjarvera manna af því tagi veikir vitaskuld öll lið en veruleikinn er hins vegar sá að Torres hefur leikið fjóra af sex tapleikjum Liverpool í haust og Gerrard fimm. Að vísu haltraði fyr- irliðinn af velli eftir 25 mínútur gegn Lyon. Það breytir ekki því að mestur glans fer af Rauða hern- um þegar Gerrard og Torres eru fjarverandi. Aðrir leik- menn hinnar sögulegu sveitar standa þeim óþægilega langt að baki í getu. „Það eina sem er spennandi við Liv- erpool án Gerrards og Torresar er auglýsingin framan á búningnum,“ sagði sparkvís maður sem greinarhöf- undur hitti á förnum vegi á föstudag. Og þeim samningi hefur verið sagt upp! Þung orð en hnitmiðuð Þetta eru þung orð fyrir Púlara að kyngja en hættulega hnitmiðuð. Yossi Benayoun hefur að vísu staðið sig von- um framar á Anfield en aðrir eru eftirbátar hans. Javier Mascherano er þróttmikill en takmarkaður. Lucas Leiva hefur ekki sýnt að hann eigi erindi í ensku knattspyrn- una, ekki heldur Andriy Voronin. Ryan Babel virkar bara þegar hann kemur inn á og David Ngog er ekki tilbúinn. Dirk Kuyt er duglegur. Þá er vörnin hvergi nærri eins traustvekjandi og oft áður. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þau gömlu sannindi hafa stuðningsmenn Liverpool fært heim á Xabi Alonso að undanförnu. Vissulega var hann mörgum Púlaranum kær en aðrir höfðu minni mætur á honum, þótti Spánverjinn hægja um of á leik liðsins. Ýmsir spyrja sig hvort hann hafi verið bindingin sem ekki mátti bresta. Arftaki Alonsos, Alberto Aquilani, er að verða klár í slaginn en enginn veit hvernig hann kem- ur til með að duga. Ítalinn lék að meðaltali átján deild- arleiki á vetri síðustu fjögur árin hjá Roma. Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Rauði herinn hafi oft verið bjartsýnni en nú fyrir glímuna við höfuðand- stæðing sinn, Manchester United, á Anfield. Skjótt skip- ast veður í lofti, Liverpool lagði United í tvígang á liðinni leiktíð – það án Gerrards og Torresar á Anfield. Rauðu djöflarnir frá Manchester eru ekki árennilegir fremur en endranær. Þeir sitja makindalega á toppi úr- valsdeildarinnar, með 22 stig úr níu leikjum. Ýmsir bjuggust við að það tæki þá Fergusyni tíma að venjast brotthvarfi viðundursins Cristianos Ronaldos en eftir belglendingu í Burnley í byrjun móts hafa þeir verið í vargaformi. Unnið sex deildarleiki og gert eitt jafntefli. Gamlar og nýjar stjörnur hafa spýtt í lófana. Ryan Giggs hefur ekki leikið betur í heilan mannsaldur, Wayne Rooney er í jötunlíki og einu gildir hver leikur á miðjunni, Fletcher, Carrick, Anderson, Scholes. Allir vinna þeir sem einn maður. Þá eru nýju mennirnir farnir að láta að sér kveða. Antonio Valencia hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og hvað gerir Michael Owen í sínum gamla helgidómi? Menn ættu þó að hafa gömul og holl ráð í huga: Sært ljón er ekki sjálfgefin bráð. Líf er púl Allt gengur á aftur- fótunum hjá Liverpool fyrir risa- slaginn gegn Man- chester United Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dirk Kuyt og Pepe Reina ganga bognir af velli eftir ósigurinn gegn sprækum Lyon- istum í vikunni. Von- brigðin leyna sér ekki. 6 25. október 2009 Leikmönnum Liverpool hafa ekki aðeins verið mislagðir fætur í úr- valsdeildinni á þessu hausti, liðið er í afar erfiðri stöðu þegar keppni er hálfnuð í riðlum Meistaradeildar Evrópu. Hefur aðeins hlotið þrjú stig úr jafnmörgum leikjum. Liver- pool hefur lotið í gras gegn Fiorent- ina og Lyon en náði að merja sigur á ungversku meisturunum, Debre- ceni, á Anfield. Framundan eru úti- leikir í Frakklandi og Ungverjalandi og þá þarf Liverpool helst að vinna, a.m.k. ná fjórum stigum til að tryggja sér úrslitaleik gegn Fio- rentina um annað sætið. Það verð- ur ekki létt verk. Liverpool er ekki óvant að fara Krísuvíkurleiðina í Meistaradeild- inni. Fyrir tveimur árum var liðið aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki og öll sund virtust lokuð. Þá rann æði á menn. Fyrst var Besiktas tekið til bæna, 8:0, þá Porto 4:1 og loks Marseille á útivelli, 4:0. Rauði herinn brautskráðist með láði, þremur stigum á undan Marseille sem hafnaði í þriðja sæti en franska félagið fékk ekki stig í seinni umferðinni. Nú þarf Liverpool aftur á Houdini-tilþrifum af þessu tagi að halda. Manchester United með algjöra yfirburði í sínum riðli Annar bragur hefur verið á leik Manchester United í Meistaradeildinni. Þrír leikir, þrír sigrar. Það er engu líkara en Sir Alex Ferguson hafi stillt á „auto-pilot“, liðið gerir það sem gera þarf, hvorki meira né minna. Allir leikirnir hafa unnist með einu marki. Enda er það nóg. Rauðu djöflarnir eru með heljartök á riðlinum, fimm stigum á undan Þýskalandsmeisturum Wolfsburg, og bóka að óbreyttu farseðilinn í sextán liða úrslitin með sigri á CSKA Moskvu á Old Trafford í næstu umferð. Kannski Rússarnir verði teknir með tveimur mörkum – til gamans. Ólíkt hafast þau að í Evrópu Ryan gamli Giggs hefur verið hamrammur á þessu hausti. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí Aðeins örfáar íbúðir í boði! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí- eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu“ jafnframt í boði). Einnig bjóð- um við hið vinsæla Jardin del Atlantico íbúðahótel með öllu inniföldu á hreint ótrúlegum kjörum. 24. nóvember – frá kr. 99.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúleg s értilboð! *** Jardi n Atlantic o *** með „öll u inniföld u“ Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með "öllu inniföldu" kr. 50.000. Aukalega m.v.2 í íbúð á Jardin del Atlantico með "öllu inniföldu" kr. 60.000. Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ 25 nátta ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.