Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 11
sóknarnefndar, Alexander Stefánsson, óvarp og sagði meðal annars: „Opnast nú nýir möguleikar til þess að fá flutt hér orgelverk og kórverk og nota þá miklu möguleika sem þessi nýja kirkja okkar gefur á þessu sviði til menningar og yndisauka fyrir íbúa Ólafsvíkur. Ég vil hér með i nafni sóknarnefndar og fyrir liönd alls safn- aSarins flytja Ilalldóri Jónssyni, börn- um hans og fjölskyldum sérstakar al- úSar þakkir fyrir þessa miklu og sér- stæSu gjöf, sem á sér fáar hliSstæSur hér á landi. Þessi gjöf lýsir hlýhug og ræktarsemi viS kirkju okkar og heima- byggS og er um leiS sérstaklega verð- ug minningargjöf um ágætustu konu, sem elskaSi þorpiS sitt, þar sem hún átti heima allt sitt líf og ól upp þrek- mikla Ólafsvikinga, sem sett hafa svip sinn á Ólafsvík. Megi þessi glæsilega minningargjöf ávallt bera uppi minn- ingu um góða eiginkonu og móður. Um leið og þetta fagra, glæsilega orgel er nú tekið i notkun vil ég óska þess að það verSi kirkjulífi og menn- ingarlífi í Ólafsvík til blessunar um alla framtíð.“ Organisti Ólafsvíkurkirkju er frú Björg Finnbogadóttir. Spilaði hún á orgelið við vígsluathöfnina. Orgel Strandarkirkju í Selvogi Orgelið er keypt hjá E. F. Walcker & Co. orgelverksmiðju Ludwigsburg í Vestur-Þýzkalandi. Það er með 1 hljómborði með tengdu fótspili og svellskáp. Tónsvið er C-f'" með sérstiili fyrir diskant og bassa Itnditir: Gedeckt 8’ Prlnzipal 4’ Rohrflöte 4’ Oktave 2’ Quinte 1%' Mlxtur 2—3 föld I svellskáp. Handstýröur traktúr. Stærö: Hæð 184 cm. Breidd 142 cm. I’ykkt með bekk 175 cm. Framhald á bts. 12. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.