Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7
eigin), að hann taldi sig geta, iþegar 'hann var í Weimar, leikið hvaða verk sem væri, viðstöðulaust, af ’blaði. En þar skjátlaðist homum. Kunningi hans, sem hann Ihafði þessi orð við, sýndi honum fram á það, fáeinum dögum síðar. Hann bauð 'honum til morgunverðar, og lét standa á nótnagiind hljóðfærisins innan um önnur verk, tónsmíð eina, sem við fyrstu sýn virtist auðveld viðfangs. Baöh 'kom til dögurðar- ins, og settist óðara að hljóðfærinu, eins og hans var venja, bæði til að líta á og leika verk þau, sem þar voru. A rneðan undirbjó Ihúsnáðandinn máltíðina í h'liðarherberginu. Eftir stutta stund var Bach kominn að tónverki því, sem átti að leiða hann í alilan sannleika um lesfimi lians, og tók hann þegar til við það. En ekki leið á löngu áður en hann rak í vörðurnar. Hann virti nóturnar vel fyrir sér, og byrjaði á ný, en allt fór á sömu leið. „Nei“, kállaði liann til vinar síns, sem brosti í kampinn inni í hliðarherberginu, — og stóð um leið upp frá hljóðfærinu: „Það er ekki ihægt að leika livað sem er undirbúnimgslaust!" Ekki er heldur ofsögum sagt af leikni Baclis í því að lesa raddskrár og fara með aðalinnihald þeirra á klaverið. Hann var og jafnsnjalil í því að lesa og leika samtímis stakar raddir, sem stóðu 'hlið við ihlið fyrir framan hann á hljóðfærinu. Þessa list léik liann iðulega, t. d. ef einhver kom með þrí- eða fjórraddað verk fyrir strengjahljóðfæri, og langaði til að lievra, hvernig það hljómaði. Honum varð heldur ekki skotaskuld úr því, að leika þní- eða fjórraddað eftir illa tölusettum bassa. Stundum þegar vel lá á honum og hann var í essinu sínu, átti hann það til, að leika upp úr sér fjóðu röddina, þar sem þrjár voru fyrir. Þegar svo bar undir notaði hann annað hvort tvö klaver og fótspil, eða tvöfaldan flygil (þ. e. flygil með tveimur hljómborðum) með fótspili. Klavíkordið var eftirlætishljóðfæri Batíhs. Flygillinn* svonefndi, var ekki að hans skapi, þó að leika mætti með fjölbreytni á hann. Þetta hljóðfæri skorti sál, að dómi Bachs, en slaghörpur voru þá á frumstigi, og alltof þunglamalegar til þess að fullnægja honum. Því þótti honum klavíkordið * Flygill táknar ætíð sembaJ. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.