Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 31
Nemendur sem ljúka B-prófi, skulu hafa lokið námi í hljómfræði, kontrapunkti, tónheyrn, söngstjórn, tónlistar- sögu, raddbeitingu, orgelbyggingu, kirkjusögu, Liturgie, Hymnologie. Verkefni til A-prófs: J. S. Bacih: 1. b. (Peters) Tríó-sónötur, Passacaglia í c-moll. 2. b. Prelúdía og fúga í e-moll, fantasía og fúga í g-moll. 3. b. Prelúdía og fúga í Es-dúr, Toccata og fúga í C-dúr og F-dúr. 4. b. Prelúdía og fúga í D-dúr. Reger: Fantasía yfir „Sjá morgunstjarnan blikar blíð“, Introduktion og passacaglia í f-moll, Fantasía og fúga yfir „BACH“ o. fl. Liszt: „Weinen, Klagen, Sorgen, Sagen“. Fantasía yfir „BACH“. Messiaen: Úr „La Nativité du Seigneur“ m.a. Diu Parmi Nous. Hindemith: Sónötur nr. 1 og 3. Páll ísólfsson: Introduktion og passacaglia í f-moll. Nemanda er skylt að leika eina af Tríósónötum eftir J.S. Bach. Þegar nemandi lýkur námi í A-deild, skal hann hafa tekið próf í píanóleik sem samsvarar lokaprófi úr píanókennara- deild, þ. e. upp í 8. stig í píanóleik miðað við námsskrá Tón- listarskólans í Reykjavík. Einnig þarf hann að hafa tekið til- skilin próf úr B-deild auk prófs í tónsmíðum, hafa kunnáttu í hljómsveitarstjórn og vera fær um að leika einfaldari hljóm- sveitarskrár (Partitúra). TÓNSKÓLI ÞJÓÐKIRKJUNNAR Á vegum þjóðkirkjunnar hefur um árabil verið starfrækt- ur skóli, Tónskóli Þjóðkirkjunnar, sem söngmálastjóri hef- ur veitt forstöðu. Námsskrá þessa skóla er í deiglunni og hef- ur ekki tekið á sig fast form. Á vegum þessa skóla hafa tveir menn lokið kantorsprófi, ORGANISTABLAÐIÐ 31

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.