Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 30
Getur verið að Ives hafi í fyrstu skrifað pedallínuna á vinstri hand- ar streng, því í gömlu handriti stendur skrifað: „This passage was often played by the pedals while the left hand hung on to the bench.“ Þar eð þögn er í vinstri hendi alla þá 14 takta sem lagið tekur yfir, er að sjálfsögðu hægt að spila pedallínuna með vinstri hendi. — 6. nótnadæmi. En það leysir ekki vandann, því Ives heldur áfram með tilbrigðið á sama hátt — endurtekur og er þá að auki verkefni fyrir vinstri hendi, en að öðru leyti er munurinn aðeins sá, að með hægri hendi er spilað áttund ofar en í fyrra skiptið og pedalröddin er ofurlítið einfaldari. Það eina sem hjálpar er að fyrirskrifað er að spila þessa endurtekningu örlítið hægar en það, sem á undan er komið. Að lokum tekur Ives þræðina saman, fyrst með stuttri endur- tekningu á hugmyndum úr inngangskaflanum, því næst millispili 7. nótnadæmi og loks endurminningu um þá kröfuhörðu tækni í 5. tilbrigði. Þegar á heildina er litið er mögulegt að spila Varialions on ,,America“ eftir Charles Ives á dönsk orgel án þess að lenda í miklum 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.