Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 11
erfiður flutningur fyrir mig, einsamlan, en þá var ég búinn aðtaka út nær allan vöxt og var, þó ég segi sjálfur frá, vel að manni og þolmikill. Með einhverjum ráðum fékk ég slegiðsaman sleða, og er svoekki að orðlengja það: um kvöldið kvaddi ég kunningjahópinn, sem ég hafði eignast í Reykjavík, og um dögun, næsta dag, lagði ég af stað með orgelið í eftirdragi. Mér gekk vel á leið, en færið tók mjög að þyngjast, er ég kom upp fyrir Árbæ, og er ofar dró, var komin versta ófærð. Undir kvöld lá leiðin að Lækjarbotnum. Var þá kominn sortabylur af landnorðri. Ég sá þá mínasæng útreidda, aðekki varviðlitaðhalda lengra áfram með þennan flutning. Um nóttina var ég auðvitað á Lækjarbotnum. Næsta dag var komið sæmilegt veður. Kvaddi ég þá heimamenn og bað þá geyma sleðann með hlassinu. Ég lagði svo af stað, lausgangandi og kafaði ófærðina austur á einum degi. Um miðnætti kom ég loks heim að Móakoti. Munu þá hafa verið 16 tímar frá því ég lagoi upp rra Læxjarooinum. Vel var mér fagnað heima, var sem úr helju heimtur. Tveimur dögum síðar var messudagur í Kaldaðarnesi. Fagnaði sr. Ólafur mér innilega, er hann sá mig. Sagði ég honum ferðasöguna í stórum dráttum og hversu farið hafði með flutninginn austur. Eftir messu stansaði sr. Olafur á kirkjugólfinu og kvaðst ætla að segja nokkur orð við söfnuðinn. Skýrði hann þarna frá námsferð minni og aðég hefði fyrir tilstilli Jónasar Helgasonar eignast nýtt hljóðfæri. Með það hefði ég brotist upp að Lækjarbotnum en orðið að yfirgefa það, vegna ófærðarinnar. Kvaðst prestur nú heita á alla góða menn, sem væru staddir í kirkjunni, að veita mér hjálptil að ná hljóðfærinu austur. Bað hann þá gefa sig fram, áður en hann gengi úr kirkjunni. Nokkrir stóðu upp og kváðust fúsir til fararinnar. Varð það svo að samkomulagi, að fjórir röskir menn færu með mér næsta dag, suður að Lækjarbotnum að sækja orgelið. Okkur gekk vel ferðin suður. Tókum viðokkur gistingu á Lækjarbotnum. i bítið næsta morgun lögðum við svo upp, en þung var færðin, kafófærð með köflum. Austur yfir mörðum við þó og komum austur í Kaldaðarneshverfi seint um kvöldið. Voru þá víst allir búnir aðfá nóg af þvíferðalagi, en eftirtölulaust var það farið, og enginn fékk eyrisvirði fyrir sína fyrirhöfn. Þótti sjálfsagt að gera þetta fyrir ekki neitt. í Móakoti var þá lítil stofukompa. Þar gat ég komið orgelinu inn. Þeim fáu stundum, er ég hafði aflögu, varði ég til að spila á það, uns ég fór til sjávar í Þorlákshöfn. Eftir vertíðarlok þar notaöi ég hverja stund heima til æfinga á orgelið. Nú var messað í Kaldaðarnesi, og tók sr. Ólafur mig þá enn tali. Kvaðst hann nú ætla að ræða við söfnuðinn og bera það upp, að kirkjan keypti af mér orgelið og ég yrði síðan organisti. Ég var feginn að heyra þetta, því enn átti ég sama og enga peninga til að greiða með orgelið, en vildi auðvitað losa þá skuld sem fyrst, en hún var talsvert fé á beirri tíð. Eftir messu kvaddi sr. Ólafur sér hljóðs. Skýrði hann frá fyrirætlun sinni og kvaðst vona, að söfnuöurinn stæöi saman um orgelkaupin, með því að láta eitthvað af mörkum, svo kirkjan gæti eignast það. Það var dauðaþögn í kirkjunni um stund, enginn sagði neitt. Þá rauf prestur þögnina og mælti, aðfyrst enginn segði neitt, þá tæki hann það sem þegjandi samþykki á tillögu sinni. Mátti þá heyra nokkurt hljóðskraf fram í kirkjunni, og þar kom, að einn stóð upp ORGANISTABLAÐIÐ 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.