Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 19
frá Reykjum á Skeiðum. Þessir frændur sungu svo vel, að orð var á gert. Af Borgfirðingum má nefna Svein Oddsson frá Innra-Hólmi, síðar barnakennara á Akranesi, Stefán Guðmundsson frá Fitjum, Þorstein Pétursson frá Grund og Björn Jóhannesson frá Hóli. Allir þessir menn áttu skemmtilegar minningar frá messum á Kálfatjörn og söngæfingum ÍLandakoti. Landlegudagar voru notaðir til slíkra æfinga, en það var einsdæmi þar um slóðir á þeim árum. Kristleifur Þorsteinsson Úr byggðum Borgarfjarðar II Rvk. 1948 7. Úr endurminningum Kristins Kristinssonar Nú fór ýmislegt að drífa á daga mína eins og gengur um börn, sem kynnast nýjum leiksystkinum. Af leikbræðrum minnist ég einkum með hlýjum huga Kidda amtmanns (Kristjáns Kristjánssonar), en hann var fóstursonur Kristjánsens amtmanns. Var hans hús næst fyrir vestan Benediktsbæinn fremst í Búðargilinu. Kiddi amtmanns var ári yngri en ég, en miklu stærri og þroskaðri. Eitt er það enn, sem gerir mér þessa brekku kæra, en þaðer minningin um þær unaðsríku stundir, sem við nutum þar á fögrum og blíðum vetrarkvöldum, þegar Magnús Einarsson söngkennari kom með söngflokk sinn vel æfðan og söng fyrir bæjarbúa nýjustu lögin, sem þá voru. Þetta voru mér ógleymanlegar ánægju- stundir, því að ég var strax á barnsaldri mjög gefinn fyrir söng. Það var yndi mitt að hlusta á söng og mig langaði að læra að syngja, þó að um það færi sem fleira að fátæktin tæki í taumana. Bernskuminningar úr Eyjafirði Frá Eyfirðingum - Menn og minjar Viii. Rvk. 1956 8. Fyndni og flónska „Enginn veit hvað átt hefir fyr en misst hefir." ,,Enginn veit hvað átt hefir fyr en misst hefir" Prófastur nokkur spurði Geir biskup Vídalín, hvað þeir hefðu gjört með það að taka 'a^a ( djtfulinn þurt úr Messusöngsbókinni og setja hann síðan inn í hana aptui, i nýrri útgáfu. „Það skal ég segja þér, barnið mitt'' segir biskup; „enginn veit hvað átt hefir fyr en misst hefir" Eftir hdr. Benidikts prests Þórðarsonar. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.