Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 23
STARFIÐ FRAMUNDAN: Barnakórar við kirkjur Námskeið fyrir stjórnendur barnakóra Nú eru nær 25 bamakórar starfandi við kirkjur landsins. Söngstjórar þessara kóra hafa myndað með sér óformleg samtök til þess að styðja megi sem best við þennan vaxtarbrodd söngstarfs kirkjunnar. Kirkjuráð hefur veitt styrk til að greiða laun starfsmanns sem vinnur að útgáfu söngefnis fyrir barnakórana, og er söngstjórum og kórum til aðstoðar. Margrét Bóasdóttir, söngkona í Skálholti hefur verið ráðin til þessa starfs, tímabundið í hálfa stöðu, og er starfið undir umsjón embættis söngmálastjóra. Dagana 16. - 20. ágúst nk. verður haldið námskeið í Skálholti fyrir stjórnendur barnakóra. Leiðbeinandi verður Sue Ellen Page frá Bandaríkjunum, en hún hefur m.a. verið kennari á sumamámskeiðum í Princeton fyrir barnakóra og kórstjóra síðan 1980. Allir kórstjórar em velkomnir meðan rými leyfir. Allar upplýsingar veitir Margrét Bóasdóttir, Skálholti, sími 98-68971, fax 98-68994. * Hljómdiskur væntanlegur í Arnesprófastsdæmi í vinnslu er hljómdiskur með sálmum, ættjarðarlögum og öðrum verkum eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson, organista og tónskáld á Stokkseyri. í gegnum árin hefur Pálmar látið mörg lög fara frá sér en fæst þeirra hafa heyrst utan prófastsdæmisins. Á disknum verða um þrjátíu lög, sum fyrir einsöngvara en önnur kórlög. Flytjendur eru flestir kirkjukórar Árnesprófastsdæmis, nokkrir aðrir kórar í Árnessýslu og einsöngvarar, auk þess sem Jónas Ingintundarson leikur eitt lag á píanó og Haukur Guðlaugsson annað á orgel. Fyrsti hljómdiskurinn með nýja Klais-orgelinu í Hallgrímskirkju í niars og maí var fyrsti hljómdiskurinn hljóðritaður þar sem leikið er á nýja Klais- orgelið í Hallgrímskirkju. Orgelsjóður kirkjunnar stendur að útgáfunni í samvinnu við Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Allur ágóði af sölu disksins rennur í orgelsjóðinn. Það er Hörður Áskelsson sem leikur á orgelið. Á disknum eru eftirfarandi verk: Batalha de sexto.Tom eftir Pedro de Araujo; sálmforleikurinn Schmiicke Dicli, o liebe Seele og Fantasía og fúga í g-moll eftir Johann Sebastian Bach; Sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn og Toccata eftir Jón Nordal; Cantabile og Kórall III i a-moll eftir César Franck og Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Tónmeistari við upptökuna var Bjami Rúnar Bjarnason. 23 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.