Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 9

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 9
íSFIRÐINGUR 9 fjárhirðar að moðsjóða kjöt að fomum sið. Mannfjöldann dreif nú að og þótti mörgum nýstárlegt að sjá þessa aðferð við matartilbúning. En við þurftum ekki að láta okkur nægja lyktina eina saman, Því að fljótlega fóru hirðamir að dreifa kjötbitum með flat- brauði meðal mannfjöldans. Kjöt- ið bragðaðist misjafnlega, enda flestir óvanir slíkri meðhöndlun á því, og ekki voru hnífar eða gafflar notaðir. Maður fékk kjöt- ið í lófann og svo var það etið. Um klukkan 5 var sólin gengin til viðar en tunglið komið hátt á loft og lýsti upp staðinn, því að ekki sást ský á lofti. Guðs- þjónustan hófst með því, að kór söng sálma, en viðstaddir voru beðnir að taka undir, hver á sínu móðurmáli. Við þekktum tvö af lögunum, sem sungin voru, þau Heims um ból og Faðir andanna, og tókum við auðvitað undir á íslenzku. Á milli sálmanna voru haldnar stuttar prédikanir, ýmist á arabísku eða ensku. Ein sér- staklega skær stjarna sást á himninum yfir Betlehem, og vakti einn prestanna athygli viðstaddra á þessari skæru stjörnu, og minnti hún óneitanlega á stjörn- una, sem vísaði vitringunum leið- ina til Betlehem forðum. Þessi látlausa en áhrifaríka at- höfn, þarna á völlunum undir stjörnubjörtum himni og mána- skini, hafði mikil áhrif á mig, og eru þetta minnistæðustu jól, sem ég hefi lifað. Eftir þessa gleði- legu jólakvöldstund á Betlehems- völlum, var haldið upp á hæðirn- ar norðan við vellina, til Betle- hem. Borgin er ekki stór, Ibúar eru taldir 7 þúsund. Það var mikil breyting að koma frá völl- unum, þar sem allt var svo kyrr- látt og jólalegt, því að borgin líktist mest markaðstorgi. Verzl- anir voru opnar, þó að klukkan væri orðin 9 að kvöldi. Hávaði og hróp yfirgnæfðu allt. Útsendarar frá verzlunum voru á eftir hverj- um ferðamanni til að fá hann til að komá inn og verzla. Um göt- urnar voru borin auglýsinga- spjöld fyrir kvikmyndahús. Virð- ist sem jólahátíðin sé bezti við- skiptatími ársins á þessum helga stað. Sjálfsagt gera menn sér [ aðrar hugmyndir um lífið í þess- ari borg á jólahátíðinni. En sú er orsökin, að þorri bæjarbúa er múhameðstrúarmenn, sem hugsa til jólanna með það fyrir augum að selja ferðámönnum minjagripí og annan varning, sem þeir hafa á boðstólum. Þennan ys og þys létum við ekkert á okkur fá, en lituðumst um í borginni og skoð- uðum Fæðingarkirkjuna, en það væri of langt mál að lýsa öllu því, sem þar bar fyrir augu manns, en áhrifaríkast var að koma í fæðingarhellinn, sem er Isafj arðarkirkj a Fáeinir þættir úr sögu hennar. Þess hefir verið getið, að fsa- fjarðarkirkja varð níræð á þessu ári. Var þess minnst í kirkjunni sunnudaginn 28. nóv. s.l. Ekki eru nú hér við hendina nein skrifleg gögn um byggingu hennar. Sennilega mundi þeirra helzt að leita í skjalasafni bisk- upsembættisins, en kunnugir hafa þó ekki getað haft upp á skrif- legum heimildum um kirkjubygg- inguna ennþá. Samt þykir vel til fallið að skrifa í þetta jólablað nokkur orð um kirkjuna. Er þetta ó- fullkomnara en fyrirhugað var, og verður ekki úr því bætt að sinni. Víst má telja að kirkja hafi verið sett á Eyri í Skutulsfirði, þegar á öndverðum árum kristn- innar. — Fyrsta máldaga kirkjunnar, sem er að finna á prenti, setti Árni biskup Þorláksson árið 1260, og er hann á þessa leið: „Maríukirkja á Eyri í Skutuls- firði á tvo hluti í heimalandi og 5 kýr og 20 ær og einni betur og fimm hundruð í fríðu. I öðru (lagi): tjöld fimm umhverfis, og klukkur þrjár, hökul, altaris- klæði tvö. Mundlaugar tvær og glóðarker. Tíundir af 10 bæjum og hálfar af Kirkjubóli. Torf- skurð af tveimur hlutum af átt- feðmingi í Tungulandi. Þar skal vera pr(estur), heimilisprestur og taka fjórar merkur“. Prestsetrið Eyri var í tölu þeirra jarða er nefndar voru „beneficum" þ.e. lénsjörð prests- ins. — Presti safnaðarins var þar ætluð afgjaldslaus ábúð, skyldi hann hirða tekjur kirkjunnar og sjá jafnframt um endurbyggingu hennar. — Prestur átti að sjálf- sögðu rétt til endurgreiðslu á því fé, sem hann kynni að leggja til byggingar kirkjunnar, ef sjóð- ir hennar hrykkju ekki fyrir byggingarkostnaðinum. — Mis- brestasöm mun sú greiðsla stund- um hafa orðið, og þurftu prestar, og ekki síður eigendur bænda- kirkna, einatt að bíða árum sam- an eftir greiðslunni, og fengu víst oftsinnis ekki eða gáfu. Árið 1853 er Eyrarkirkja talin eiga í sjóði 163 ríkisdali (326 kr.). Þetta var timburkirkja, en víst mjög tekin að hrörna. Árið 1857 er sjóður kirkjunnar orðinn 445 undir kirkjunni. Undir miðnætti héldum við áleiðis til Jerúsalem mjög ánægð með það, sem við höfðum séð og heyrt þetta að- fangadagskvöld. dahr. — Má því segja að kirkj- unni hafi fénast vel þessi fjögur ár, og mun fjölgun íbúa í Isa- fjarðarbæ hafa átt mikinn þátt í tekjum kirkjunnar þau ár. Upp úr þessu mun sóknar- presturinn, Hálfdán prófastur Einarsson, hafa farið að hugsa til byggingar nýrrar kirkju. Nokkru áður en hér var komið, hafði Einar sonur séra Hálfdáns farið utan til trésmíðanáms, dvaldi hann fjögur ár í Kaup- mannahöfn, og kom heim full- numa smiður um 1854. — Má telja víst að Einar hafi lagt á ráð um byggingu kirkjunnar. Varð hann líka einn af aðal- smiðum kirkjunnar, ef ekki yfir- smiður. Ekki lagði þó Einar tré- smíðar fyrir sig, nema í ígripum frá búskap. — Bjó hann lengst- um að Hvítanesi í ögurhreppi, og varð einn af kynsælustu bændum við Isafjarðardjúp. Séra Hálfdán hefur hugsað lengra en til líðandi stundar í kirkjubyggingarmálinu. Hann mun hafa gert sér ljóst að ísafjörður myndi vaxa að íbúatölu, og þyrfti því kirkjan að vera stór að þeirra tíðar hætti. Var því sýnt að sjóður kirkjunnar myndi hrökkva skammt til byggingarinnar. Á þeim árum lá ekki lánsfé á lausu til húsabygginga. Enginn sparisjóður til, né annarskonar lánsstofnun. — Peningar voru helzt sóttir í vasa stöku efna- manna. Séra Hálfdán hefur því vafalaust leitað ásjár biskups, sem þá var Helgi Thordarsen, en biskup síðan stiftamtmanns. Þeir biskup og stiftamtmaður hafa síðan snúið sér til kirkju- og kennslumálastjórnarinnar dönsku um lánveitingu til kirkju- byggingar á Eyri, og fengið þar áheyrn nokkra um lánsfé, eftir því sem ráða má af eftirfarandi bréfi, sem birt er í Tíðindum um stjórnarmálefni íslands: „Eftir uppástungu Kirkju- og kennslumálastjórnarinnar við rík- isþingið eru á fjárlögum 1861— ’62 er út komu 19. febrúar, veitt- ir 1800 ríkisdalir til að fullbyggja nýja kirkju á Eyri í ísafjarðar- sýslu í Vesturumdæmi fslands. Er fé þetta veitt sem lán, er á að hvíla á brauðinu, og ber að greiða af því 6 af hundraði í 28 ár í röð í vöxtu og borgun inn- stæðunnar. — Þetta sé yður til vitundar gefið herra stiftamt- maður og yður háæruverðugi herra, sjálfum yður til leiðbein- ingar og til þess þér auglýsið það, og vonast stjórnin eftir, að þér sjáið um að borgun innstæð- níræð. unnar og vextir af láninu, svo sem áskilið er, verði skilvíslega greitt og borgað í jarðabókasjóð fslands". Ekki eru nú tök á því að afla sér vitneskju hvenær byrjað var á byggingu kirkjunnar, hvenær kirkjan var vígð, né hvað hún kostaði. Gögn því viðvíkjandi eru að öllum líkindum varðveitt í skjala- safni biskupsembættisins. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þeim í Þjóðskjalasafninu. Það er vitað að kirkjuhúsið kom tilhöggvið erlendis frá (líklega Kaupmanna- höfn). Það er líka almæli og mun rétt, að kirkjan átti að vera drjúgum hærri en hún er. Var það ráð tekið að saga neðan af bitunum. Kór var löngu síðar byggður við kirkjuna. Ókunnugt er líka hvaða smiðir hafa unnið að kirkjubyggingunni, en vitað er þó, að Einar Hálfdánarson var þar einn aðal smiðurinn. Ekki er heldur kunnugt um hvenær kirkj- an hefur verið vígð, en Hálfdán prófastur messaði þar sumarið 1865. Talið er að kirkjan hafi þá verið fullgerð. Séra Hálfdán lést 8. nóv. 1865. Mælt er að Hálfdán prófastur hafi varið mestum eign- um sínum í kirkjubygginguna, og hafi hann verið nær eignalaus er hann lézt. — Sennilegt má þó telja, að kirkján hafi síðar end- urgreitt það fé að meira eða minna leyti. Má þó geta sér til að hann hafi ekki fært það allt til reiknings, né gert um slíkt kröfu, svo sem oft hefur verið háttur örlátra manna. En það sézt að kirkjan hefur orðið dýr. Árið 1867 er skuld kirkjunnar talin 5184 ríkisdalir, árið 1869 4752 dalir. — Árið 1875 er kirkj- an talin skulda 3386 krónur. — Myntbreytingin hafði þá verið lögleidd. — Árið 1887 er kirkjan sögð skulda aðeins 864 krónur, og er þá talin í ágætu standi. Þessar tölur eru teknar eftir Prestaævum Sighvats Borgfirð- ings, og verða að teljast réttar. Um eða skömmu eftirl890 var byggð myndarleg viðbótarbygging við kirkjuna, settur í hana kór með hvelfingu, sem ennþá er ó- breyttur. Ennfremur var tumin hækkaður og eitthvað lagfærður. Jóakim Jóakimsson var þar yf- irsmiðurinn. Frumkvæðið að þess- ari viðbótarbyggingu mun hafa átt sóknarpresturinn, Þorvaldur prófastur Jónsson. — Kirkjan var þá fyrir löngu komin í hendur ísafjarðarkaupstaðar. Loks var svo byggð söngstúkan við aust- urhlið kirkjunnar í prestskapar- 1

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.