Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 4
4 ISFIRÐINGUR Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti: Isafjörður í fininiííu ár i. Inngaugur. ISAFJÖRÐUR er bær staðviðra og þurrviðra. Á þrjá vegu umlykja hann há og gróðurlítil fjöll, sem hlífa við stormum en stytta sólar- ganginn. Þau eru tignarleg og virðuleg, enda teygja þau kollana í meira en 700 m. hæð mót himni. Maður venst þeim vel, þó þiau séu nærri og vaxi þeim í augum, sem ekki hafa átt þeim að venjast. 1 firðinum er iðulega logn, svo að fjöllin speglast í Pollinum, þó úti fyrir vindi svo að fiskibátar liggja bundnir við bryggjur vegna þess að ekki gefur á sjó. Það er stund- um nefnt svikalogn. Kaupstaðurinn stendur á eyri sem gengur út í Skutulsfjörð frá Eyrarfjalli. Hét hiann lengi vel Skutulsfjarðareyri, en snemma á öldum var farið að nefna hann ísafjörð, eins og ísafjarðardjúp var þá nefnt, og með tilskipun frá 17. ágúst 1786, um fríheit kaup- staðanna, var það heiti lögfest. Skutulsfjörður var numin síð landnámsaldar, um 960 að því er ætla má. Eru því um 1000 ár síðan byggð hófst í Skutulsfirði. Það var upplenzkur maður, Helgi Hrólfsson að nafni, sem fyrstur byggði á Skutulsfjarðareyri, en inni í firðinum sunnanverðum í mynni Engidals, niam Þórólfur brækir land og reisti bæ í Skála- vík. Þar heitir nú Kirkjuból. Eyri í Skutulsfirði, landnáms- bær Helga Hrólfssonar, er nú undir grænni torfu. Þar var prsets- setur fram um 1870, en um þær mundir keypti bæjarstjórn ísa- fjarðar land prestssetursins undir kaupstaðinn og vair bærinn þá rifinn. Einu menjarnar um fyrsta bæinn á eyrinni eru grænir hólar heldur lágreistir í Eyrartúni, spöl- korn fyrir neðan sjúkrahúsið. Það svæði, sem bærinn stóð á, ætti að rannsaka og friðlýsa og geyma framtíðinni. Hugsianlegt er, að ein- hverntíma vakni áhugi fyrir því, að endurreisa landnámsbæinn í sinni mynd sem byggðasafn eða þátt í starfsemi byggðasafns Vest- fjarða, sem eflaust á eftir að þró- ast og vaxa og verða mörgum til ánægju og fróðleiks um liðna tíma. Ef til vill geymir moldin undir- stöður hins forna bæjar. Á Skutulsfjarðareyri voru snemma á öldum teknar upp kaup- stefnur, enda var Pollurinn og er einhver bezta höfn á Islandi, lok- aður fyrir öllum hafsjó. Snemma á öldum settust þar að þýzkir kaupmenn og reistu þar verzlun- arhús. En ekki munu þeir hafa haft þar vetursetu. Seint á 16. öld höfðu Lybíkumenn og síðan Ham- borgarar leyfi til verzlunar á Skut- ulsf jarðareyri. Áttu þeir þar mikla búð. Sótti margt manna verzlun þangað víðsvegar að, svo að þar var mannferð mikil og kaupskap- ur. Árið 1569 urðu þar miklar greinir með sýslumönnunum Árnia Gíslasyni og Magnúsi Jónssyni prúða, sem lauk með áverkum og meiðslum og síðan málaferlum. Af kæruskjali Magnúsar sést að við búðina voru miklir fiskistakk- ar, sem kaupmaður hafði fest kaup á. Þegar einokunarverzlunin var sett á laggirnar árið 1602 voru Þjóðverjarnir hraktir burtu, en danskir kaupmenn komu í þeirra stað. Isafjarðarkaupsvið varð keppikefli, sökum þess hve auð- ugt það var að allskonar sjávar- afurðum, sem lengst af voru höf- uðútflutningsvamingur héðan af landi og auðveldastur til sölu er- lendis og arðvænastur. Lýsi og skreið voru um þessar mundir mikilsverð og eftirspurð vara. Einokunarverzlunin hreiðraði um sig í Neðstakaupstað, og reisti þar verzlunarhús. Enn standa á þeim slóðum vörugeymsluhús, sem reist voru í tíð hinnar síðustu konungsverzlunar á Isafirði. I fornmenjasafninu í Reykjavík em varðveitt merki konungsverzlunar- innar skorin í tré. Vom þau yfir dymm sölubúðarinmar i Neðsta eða Gamla kaupstaðnum. Kaup- svið Isafjarðarverzlunar náði yfir Súgandafjörð, allar byggðir við ísafjarðardjúp, Aðalvík og Hom- strandir að Biskupi undir Geirólfs- gnúp. Þar voru og em sýslumörk ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. 1 kringum verzlunarstaðinn reis lengi vel ekki nein byggð tómthús- manna. Púlsmenn hafa legið á loftum vömgeysluhúsannia meðan á kauptíð stóð. Á Skutulsfjarðar- eyri vom aðeins prestssetrið Eyri og hús verzlunarinnar. I manntal- inu frá 1703 em ekki skrásettir neinir íbúar í verzlunarstaðnum, enda höfðu þeir, sem þar störfuðu, ekki vetursetu á ísafirði. Það voru danskir kaupmenn og dianskt starfslið. Þegar manntal var tekið um eitt hundrað ámm síðar árið 1801 voru kaupmennirnir búnir að taka heima. Þá vom verzlunarstaðirnir orðnir tveir á eyrinni, Gamli kaup- staðurinn og Nýi kaupstaðurinn, og bjuggu þá í þeim stöðum 20 manns. Árið 1816 hafði fjölgað um 3 í kaupstaðnum, enda hafði bætzt við þriðja verzlunin á ísafirði, Mið- kaupstaðurinn. Árið 1787 höfðu mörk lóðarinnar verið ákveðin þau að ofanverðu, að þau skyldu veria 96 álnum fyrir neðan neðsta fjár- hús prestssetursins. Árið 1845, þegar séra Bergur Halldórsson semur lýsingu á sókn- inni, em mörg hús en smá kom- in á eyrina, eða Tangann, eins og kaupstaðurinn var nú nefndur. Voru það torfhús, en auk þess 5 timburhús og eitt steinhús. Þar bjó héraðslæknirinn, Weywadt. Árið 1866, þegar stofnað var til bæjarstjórnar á ísafirði, vom þar taldir vera 37 bólstaðir og íbúarnir 214. Um þessar mundir hófst þil- skipaútvegur á ísafirði og stóð hann um langt skeið með miklum blóma. Tók iþá að fjölga í bænum. Þangað streymdu sjómenn víðs- vegar að og iðnaðarmenn tóku að búsetja sig þar. Árið 1866 vom 10 iðnaðarménn setztir að í bænum, og vom 4 þeirra smiðir. Árið 1890 vom þeir orðnir 41 og þá vom smiðimir 14. Þurfti í mörg hom að líta á meðan bærinn var í vexti. Húsbyggingar kölluðu lað og mikil vinna var við viðhald skipanna. Árið 1882 var svo komið að í- búar á Isafirði voru orðnir 883, og var hann þá orðinn annar stærsti bær á íslandi, næstur Reykjavík, og hélt hann þeim sess um nokkurt skeið. Á næstu ára- tugum var fólksfjölgun nokkuð ör. Um aldamótin voru íbúarnir 1067 og 1910 1854. Bera þessar tölur því ljóst vitni, að sjávarútvegurinn og aðrar atvinnugreinar kaupstað- arins hafa verið með blóma og dafmð vel. Iðnaðarmönnum fjölg- aði mikið og verzlun og viðskipti fóru vaxandi. Isaf jörður hafði ver- ið verzlunarmiðstöð héraðsins. Tvö stór verzlunarfyrirtæki létu þar mest að sér kveða um þessar mundir. Voru það Ásgeirsverzlun, sem Ásgeir G. Ásgeirsson átti. Var það stærsta verzlunin á Isafirði með útibúum víðia um héraðið. Um skeið rak fyrirtækið einhverja stærstu veralun á Islandi, hafði gufuskip og seglskip í fömm milli landa og átti mörg fiskiskip. Árni Jónsson cand. theol. veitti verzlun- inni forstöðu, en Ásgeir hafði að- setur í Kaupmannahöfn og kom ekki til Isafjarðar, nema á sumr- um. Árið 1908 gerði verzlunin út 13 þilskip til fiskveiða og keypti auk þess mikið af fiski af öðrum útvegsmönnum. Ásgeir skipherra, faðir Ásgeirs Guðmundar, hafði stofnað verzlun sína árið 1852 í Miðkaupstaðnum, en árið 1883 keypti Ásgeir yngri Neðstakaup- staðinn af erfingjum Sass stór- kaupmanns fyrir kr. 32.000,00 og var það stórfé. 1 Neðstakaupstað hafði fyrsta hafskipabryggja ver- ið byggð á árunum 1874—1876 og árið 1896 byggði Ásgeir þar íshús, eitt hið fyrsta á landi hér. Hitt fyrirtækið var verzlun Leonarts Tangs í Hæstakaup- staðnum, þar sem Ólafur Thorla- cius kiaupmaður á Bíldudal og víð- ar hóf verzlunarrekstur skömmu fyrir 1800. Allmargar smáverzlanir voru einnig starfandi í kaupstaðnum um þessar mundir, en ekki kvað eins mikið að þeim. Helztar þeirra voru verzlun Lárusar Snorrasonar, ísaf jörður um 1900

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.