Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.07.1962, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 11.07.1962, Blaðsíða 1
12. árgangur. ísafjörður, 11. júlí 1962. 14. tölublað. Aðalfuudur Búnaðanambauds Miarða IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIUIIIIUIIIIIIIIIIUailllllllllllUlllllllUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIlll i | Sí 5 — s 1 Héraðsmót framsóhnarmanna i | Vestíjarðakjordæmi ( ■2 - | I ÞESSUM mánuði efna framsóknarmenn í Vestf jarðakjördæmi | | til þriggja liéraðsmóta. Fyrsta héraðsmótið verður haldið í § i Bolungarvík í Norður-lsafjarðarsýslu laugardaginn 14. þ.m. I | Annað héraðsmótið verður haldið að Þingeyri í Vestur-Isafjarð- | | arsýslu sunnudaginn 15. þ.m. og þriðja héraðsmótið verður hald- § | ið að Hólmavík í Strandasýslu laugardaginn 28. þ.m. öll héraðs- | | mótin munu hef jast klukkan 8,30 síðdegis. | Á héraðsmótunum munu alþingismenn Framsóknarflokksins í I | Vestfjarðakjördæmi og fleiri flytja ávörp og ræður. m ■» | Skemmtiatriði héraðsmótanna munu annast þekktir skemmti- | | kraftar úr Reykjavík. Á dansleikjum héraðsmótanna í Bolungar- " | vík og Þingeyri annast hljómsveitir frá Isafirði undirleikinn. 1 AÐALFUNDUR Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn á Isafirði dagana 30. júní og 1. júlí. Á fund- inum mætti 21 fulltrúi fyrir bún- aðarfélögin í Isafjarðar- og Barða- strandarsýslum og ennfremur stjóm sambandsins. Ólafur E. Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands, kom á fundinn og flutti erindi um nautgriparækt. Urðu síðan miklar umræður um það efni, og ráðunauturinn veitti marg- víslegar upplýsingar og leiðbein- ingar. Mörg önnur mál voru tekin til umræðu. Formaður sambandsins, Guð- mundur Ingi Kristjánsson, flutti skýrslu stjómarinnar um starfsemi sambandsins. Jafnframt flutti hann skýrslu um sfcarfsemi hér- aðsráðunautarins, Jóns Guðjóns- sonar, en sjálfur var Jón staddur í Borgarfirði á vélrúningsnám- skeiði á vegum Búnaðarsambands Islands. Samkvæmt skýrslu Jóns var nýrækt á sambandssvæðinu árið 1961 rúmir 164 ha., en árið 1960 187 ha. Árið 1959 var nýræktin hins vegar rúmir 208 ha., enda var þá mæld meiri nýrækt á svæðinu, en nokkurt annað ár. Fremur Mtið var um skurðgröft árið 1961, að- eins 30.724 tenm. Mesta skurð- graftarár á sambandssvæðinu var árið 1957, en þá voru grafnir nærri 395 þús. teningsmetrar. Samkvæmt skýrslu Jóns Guð- jónssonar voru 364 jarðir í byggð á sambandssvæðinu árið 1961. Af þeim vom í Austur-Barðastrandarsýslu 86 í Vestur-Barðastrandarsýslu 96 í Vestur-ísafjarðarsýslu 89 í Norður-lsafjarðarsýslu 93 Á búnaðarsambandsfundinum fór fram kosning fulltrúa á búnaðar- þing fyrir kjörtímabilið 1962— 1966. Aðeins einn listi kom fram og varð því sjálfkjörinn. Á honum voru þessir menn: Aðalmenn: Jóhannes Davíðsson, bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. Össur Guðbjartsson, bóndi, Láganúpi í Kollsvík. Varamenn: Grímur Amórsson, bóndi, Tindum, Geiradal. Hjörtur Sturlaugsson, bóndi Fagrahvammi Skutulsfirði. Úr sambandsstjóminni átti að ganga Guðmundur Ingi Kristjáns- son, og var hann endurkosinn. Varaformaður var kosinn Hjört- ur Sturlaugsson. Allmargar ályktanir voru gerðar á fundinum. Óskað var eftir að hrútasýningar yrðu haldnar á sam- bandssvæðinu á komandi hausti. Ennfremur var iþess óskað að dýralæknir ferðaðist árlega um sambandssvæðið, meðan héraðið er dýralæknislaust. Þá vom samþykktar þessar til- lögur: 1. Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 1962 telur mikið skorta á að tekjur bænda al- mennt séu sambærilegar við launakjör annarra vinnandi stétta. Telur hann þar vega mest, að fjármagnsliðir verð- lagsgrundvallarins eru allt of lágir. Þess vegna skorar fund- urinn á Stéttarsamband bænda að neyta allra ráða til þess að ná þar leiðréttingu. Haft skal í huga að bændur verða að fá fulla vexti af eigin fé í búrekstrinum. Fymingaraf- skriftir af útihúsum og vélum miðist við endumýjunarverð. Samþykkt í einu hljóði. 2. Fundurinn vítir harðlega þá leið, er farin var á síðasta Al- þingi að skattleggja sérstak- lega bændur og neytendur land- búnaðarvara til Stofnlánadeid- ar landbúnaðarins, og skorar á Alþingi og ríkisstjóm að af- nema þessa skattkúgun þegar á næsta þingi. Fundurinn telur hættu á, að að slík rangsleitni sem þessi verði til þess að iauka á flótta bænda frá búum sínum og þar með draga úr landbúnaðarfram- leiðslunni til tjóns fyrir þjóðina alla, og væntir þess að bænda- stétt landsins standi samhuga að því að hrinda þessu öki af herðum sér hið allra fyrsta. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 3. Fundurinn skorar á Búnaðar- þing að beita sér fyrir því, að jarðræktarlögunum verði breytt þann veg að framvegis verði veittur styrkur til endurræktun- ar túna, sem spillst hafa af kali. Samþykkt i einu hljóði. 4. Fundurinn beinir því til Stéttar- sambands bænda að láta gera, eins fljótt og auðið er, áætlun um útrýmingu heilsuspillandi íbúða í sveitum. Áætlunin skal síðan send Alþingi til úrlausn- ar, Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 5. Fundurinn lítur svo á, að óvið- ráðanleg áföll og tjón, sem bændur verða fyrir í búskapn- um, svo sem lambalát o.fl., sem varla fæst greitt, þótt trygg- ingar á búfé væru lögleiddar, séu þess eðlis, að hið opinbera ætti að tryggja bændur fyrir slíku tjóni, og væri það hlið- stætt framlagi þess til atvinnu- leysistryggingasjóðs. Fundurinn skorar á Búnaðar- þing að vinna að því að Bjarg- ráðasjóður verði efldur og regl- um breytt iþannig, að hlutverk hans verði m.a. að bæta bænd- um slík skakkaföll. Samþykkt í einu hljóði. 6. Fundurinn skorar á Búnaðarfé- lag Islands að gefa út nýja dýralækningabók, þar eð bók Magnúsar Einarssonar, af eðli- legum ástæðum, er að ýmsu leyti orðin úrelt. Samþykkt 5 einu hljóði. Fjárhagsáætlun búnaðiarsam- bandsins fyrir árið 1961 var af- greidd á fundinum og gerir hún ráð fyrir nál. 230 þúsund króna tekjum, þar af 59 þús. k;r. frá Búnaðarfélagi íslands og 70 þús. kr. frá Búnaðarmálasjóði. Af gjöldum er áætlað að 140 þúsund krónur fari í kostnað við héraðs- ráðunaut, laun og ferðakostnað. Aðalfundur kostar 26 þús. kr. og til ræktunarsambandanna er áætl- að að greiða 45 þúsund krónur, en búnaðarsambandið skuldar þeim rúmlega þá fjárhæð vegna fyrri vélakaupa.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.