Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 3
Stúlknasveitin The Charlies, sem áður nefndist Nylon, notaði páskana ekki til þess að úða í sig súkkulaðieggjum, eins og flestir Íslendingar. Þær Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Steinunn Camilla Sigurðardóttir hafa nefnilega verið í detox hjá Jónínu Ben síðustu daga. Páska- maturinn þeirra var eitt stykki ávaxtasafi. Skýrari í kollinum „Þetta er alveg æðislegt. Það sem kemur mér mest á óvart er hvað þetta er nærandi fyrir líkamann og sálina. Þetta er svo mikil slökun,“ segir Klara, sem var stödd á meðferðarstöðinni í Reykjanesbæ þegar Monitor náði tali af henni. Þar hafa stúlkurnar búið undanfarna daga og deila saman herbergi. „Við erum búnar að færa saman tvö rúm og gistum saman á nóttunni,“ segir Klara. Detoxið er liður í undirbúningi fyrir Ameríkuför The Charlies, sem stúlkurnar leggja upp í eftir rúman mánuð, en þær gerðu plötusamning við útgáfufyrirtækið Hollywood Records í fyrra. „Það er gott fyrir okkur að vera hérna saman og stilla saman strengina. Ég finn hvað maður verður miklu skýrari í kollinum af þessu og líður á allan hátt betur. Fólk kemur ofboðslega orkumikið út úr þessu. Við þurfum auðvitað að vera þróttmikl- ar og með hausinn í lagi þegar við förum út,“ segir Klara. Jónína og Gunnar frábær Klara ber Jónínu söguna vel og segir hana mikið dugnaðarkvendi. „Við þekktum hana ekkert áður en við komum, en erum búnar að kynnast henni ágætlega núna og hún er alveg frábær. Jónína þykist ekki vera neitt meira en hún er. Hún er ótrúlega hress og jákvæð og hörð af sér. Hún er eiginlega alveg ótrúleg kona og ég dáist að því sem hún er búin að gera hérna,“ segir Klara. Það hefur varla farið framhjá mörgum að Jónína og Gunnar í Krossinum gengu í það heilaga á dögunum, en Gunnar er einmitt líka í detox. Klara segir hann hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Hann er algjör húmoristi. Ég bjóst eigin- lega ekki við því að hann væri svona sniðugur,“ segir Klara. Söngkennari og talþjálfari bíða úti Upphaflega stóð til að Charlies-stúlkurnar færu til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs, en mikil pappírsvinna hefur seinkað förinni. „Við erum einmitt á leið á okkar fyrsta Skype-fund með söngkennaranum um leið og við komum út úr detoxinu. Við þurftum að bíða með fundinn þar til eftir meðferðina, því á meðan á henni stendur má ekki nota farða og við vildum ekki að fyrstu kynni söngkennarans af okkur yrðu þannig,“ segir Klara og hlær. Auk söngkennara hafa stúlkurnar yfir að ráða talþjálfara, sem mun reyna að gera enskan hreim þeirra eins amerískan og hægt er. „Talþjálfarinn er til þess að koma í veg fyrir að við lendum í vandræðum þegar berum fram textana. Við vildum fá einhvern til að gera okkur sjóaðar í hreimnum og slípa burtu íslenska hreiminn eins og hægt er. Það hjálpar okkur að ná betur tökum á málinu og gerir það að verkum að við stöndum okkur betur í viðtölum úti,“ segir Klara. 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Allan Sigurðsson (allan@monitor.is), Haukur Harðarson (haukur@monitor.is) Forsíðumynd: Ernir Eyjólfsson Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Bubbi Mort- hens Sólin kisti mig í morgun ég tók hana í fangið og hvíslaði pabbi elskar þig hún horfði á mig brúnum augum brosti og sagði at Búið 5. apríl kl. 08:28 Jón Jósep Snæbjörnsson Ég er með spurningu: Ég á 505 vini á facebook sem ég þekki og er með 501 vinabeiðni. Á ég að segja já við öllum eða halda áfram að handvelja vinina eftir því sem ég nenni? 28. mars kl. 23:07 Unnur B. Vilhjálmsdóttir -BJóR og pitsa til að jafna sig à geðveikinni I lìfi minu.. 5. apríl kl. 13:08 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Monitor Mynd/Kristinn Klara, Alma og Stein- unn undirbúa Amer- íkuför með andlegri og líkamlegri hreinsun. Monitor mælir með Sporcle.com er staður- inn fyrir þig, ef þig langar að missa vinnuna eða falla í öllum prófunum í vor. Þar er að finna ógrynni af heilabrotsleikj- um, þar sem maður á til dæmis að fylla inn höfuðborgir landa eða þekkja myndir af tónlist- armönnum. Það er alls ekkert grín að maður verður gjörsamlega háður Sporcle, en þessi fíkn hefur það þó fram yfir flestar aðrar að maður verður klárari af því að glíma við hana. I Love You Phillip Morris er stórskemmti- leg mynd. Jim Carrey hefur stigið mörg feilspor á síðustu árum, en hann er í fínu formi í hlutverki samkynhneigða svikahrappsins Stevens Russells. Það munu þó eflaust einhverjir roðna yfir ástar- atlotum hans og Evans McGregors. Kvöldsund er eitthvað það besta sem til er. Þótt farið sé að birta og hlýna, er ennþá svalt í lofti og dimmt á kvöldin. Þá er fátt betra en að skella sér í heita pottinn og svamla um í lauginni. Ekki skemmir fyrir að taka með sér fýsilegan aðila af hinu kyninu. Lykilatriði að fara á kvöldin, þegar það er orðið dimmt. Vikan á... Feitast í blaðinu Leikmenn Breiða- bliks fóru til Spán- ar og tóku frekar vafasamar ljósmyndir 4 Friðrik Dór og Jón Ragnar eru bræður sem eru að gera það gott í tónlistinni 7 Kvikmyndasíðan tekur fyrir frum- sýningar bíóhús- anna um helgina 7 Fílófaxið er Biblía fyrir alla sem ætla að gera sér glaðan dag um helgina 13 Simmi og Jói opna veitingastað og fá nikk frá Stebba Hilmars í Nóatúni 8 Á NETINU Í BÍÓ Nylon-stúlkur í detox FYRIR LÍKAMA OG SÁL Sjónvarpsbangsarnir Auddi og Sveppi gerðu skemmtilegt veðmál í síðasta Monitor. Auddi er stuðningsmaður Manchester United, en Sveppi heldur með Chelsea, og veðjuðu þeir um hvort liðið myndi sigra í leik þeirra um síðustu helgi. Sá sem héldi með liðinu sem tapaði þyrfti að láta mynda sig í treyju andstæðingsins og játa að sitt lið væri óæðra. Skemmst er frá því að segja að United tapaði 2-1 á heimavelli og neyðist Auddi því til að kyngja stolti sínu. „Sveppi kippir sér ekkert upp við það ef Chelsea tapar en ég verð brjálaður þegar United tapar. Þetta hefur furðulegt nokk alveg hellings áhrif á mig,“ sagði Auddi og Sveppi bætti við: „Það er svona svipuð tilfinning fyrir mig að vera með veikt barn og það er fyrir Audda þegar United tapar leik.“ Það þarf ekki að taka það fram hversu sárt Audda þótti að fara í Chelsea-treyjuna og lýsa því yfir að þeir bláklæddu væru betri en Rauðu djöflarnir. Myndin hér til hliðar er óneitanlega erfiður biti að kyngja fyrir United-menn um allan heim. Aron Pálmars- son 2-3 Arsen- al, Rosicky 2 og Bendtner 1... áfram Gunners! 6. apríl kl. 18:43 Efst í huga Monitor Að tapa veðmáli við vin sinn Halldór Halldórsson Er ég sá eini sem sefur ekki af ótta við þetta eldgos? 6. apríl kl. 20:46

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.