Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið/Júlíus Mótorhjólatöffarar Árni Friðleifsson segir starfsmenn umferðardeildarinnar vera mikla áhugamenn um mótorhjól og umferðarmenningu. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Þann 16. júní 1960 var tilkynnt stofnun sérstakrar umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík og er deildin því 50 ára um þessar mund- ir. Við stofnun sína hafði deildin 8 mótorhjól til umráða, jafnmörg eft- irlitshverfum borgarinnar, og tvo lögreglubíla. Afmælisins verður minnst í dag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem haldið verður kaffisamsæti fyrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn deildarinn- ar, um 120 manns, og farið yfir sög- una í máli og myndum. Í dag heitir deildin umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru um 28 menn starfandi í deildinni sem hefur það aðalhlutverk að fylgjast með allri umferð á höfuðborgar- svæðinu, fylgjast með ökuhraða og að umferðarreglur séu virtar. Þá eru viðbrögð við ölvunarakstri stór þáttur í starfi deildarinnar, auk þess sem umferðardeildin kemur að vettvangi umferðarslysa á svæðinu. Þá stýrir deildin umferð og lok- unum í tengslum við hátíðir, skrúð- göngur og opinberar heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu.. Til staðar fyrir ökumennina Árni Friðleifsson varðstjóri í umferðardeild segir stöðuna á um- ferðarmálum borgarinnar nokkuð góða og tölur sýni að slysum hafi farið fækkandi á svæðinu síðustu ár. „En við erum mjög áfjáðir í að lækka þá tölu enn meira. Við höfum komið að mörgum slysum og bana- slysum í gegnum tíðina, sem eru svo mikill mannlegur harmleikur, að við eflumst stöðugt í starfinu. Hvert slys sem við getum komið í veg fyrir er mikill sigur fyrir okk- ur.“ Umferðardeildin hefur yfir að ráða 14 mótorhjólum, 2 lögreglubíl- um og einum ómerktum mynda- vélabíl. Árni segir mótorhjólaáhuga samofinn deildinni, lögreglumenn sem hafi áhuga á mótorhjólum, akstri ökutækja og umferðarmenn- ingu safnist í umferðardeildina. „Starfið byggist á því að menn séu á bifhjólum og flestir sem hafa ver- ið starfandi hér eiga sjálfir mót- orhjól,“ segir Árni og bætir við að mótorhjólin virki mjög vel í barátt- unni fyrir bættri umferðarmenn- ingu þar sem löggæslan sé mjög sýnileg. „Við getum nálgast öku- menn á annan hátt en bílar, það er öðruvísi yfirferð á hjólunum í um- ferðinni. Starfið felst í að vera þarna úti og grípa inn í ef eitthvað bjátar á og vera til staðar fyrir öku- mennina.“ Umferðardeild í fimmtíu ár  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur kaffisamsæti fyrir umferðardeildina  Lögreglumótorhjólin eru hluti af umferðinni og gera löggæsluna sýnilegri Ljósmynd/Sigurður G. Norðdahl úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu Upphafið Lögregluþjónar fyrir framan Sóleyjargötu 1 um 1950. Á mótorhjólum í 70 ár » Lögreglan hóf að nota mótorhjól við löggæslustörf upp úr 1940. » Í desember 1959 var fyrst prófað að hafa sérstaka bif- hjóladeild að störfum við um- ferðareftirlit, til að sinna jóla- ösinni á götum borgarinnar. » Fyrstu yfirmenn umferð- ardeildarinnar sem stofnuð var í júní 1960 voru Sverrir Guð- mundsson og Sigurður E. Ágústsson. » Tveir lögreglumenn hafa látist í bifhjólaslysum við skyldustörf, árin 1961 og 1967. Árni Friðleifsson er varðstjóri og yfir hjólaflotanum. „Við erum að vinna hér baki brotnu við að greina þessi gögn, en í stórum dráttum get ég sagt að þetta kemur bara nokkuð vel út. Það er helst ef fólk er með ein- hver undirliggj- andi vandamál, svo sem astma, sem þetta hefur valdið ákveðnum erfið- leikum,“ segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir, spurður hvaða áhrif askan úr Eyjafjallajökli hefur haft á heilsu fólks, en endanlegar niður- stöður úr yfirstandandi rannsókn eru væntanlegar eftir helgi. Haraldur segir að margir hafi fundið fyrir særindum og þurrki í hálsi og sviða í augum vegna ösk- unnar, en að ekki sé búist við því að langvarandi áhrifa gæti vegna henn- ar. Engin gögn sem til eru bendi til þess. „En við höfum vaðið fyrir neð- an okkur, skoðum fólkið og munum fylgjast með því áfram,“ segir Har- aldur. hjorturjg@mbl.is Langvar- andi áhrif óþekkt Afleiðingar gosösku á heilsu fólks óþekktar Haraldur Briem Sigurður Valur Ásbjarnarson hefur verið ráð- inn bæjarstjóri í Fjallabyggð og mun hefja störf um næstu mán- aðamót. Sigurður Valur er enginn ný- græðingur í sveitarstjórnarmálum en undanfarin 18 ár hefur hann verið bæjarstjóri í Sandgerði og þar áður var hann bæjarstjóri á Álftanesi. Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks er við völd í Fjallabyggð líkt og var síðasta kjörtímabil. Flokkarnir voru sammála um að ráðinn yrði utanaðkomandi bæjar- stjóri. Bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigurður Valur Ásbjarnarson Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Snæþvottur Grundarfirði • Virkið Hellissandi • Núpur byggingavöruverslun, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík. Notaðu sumarið til að búa í haginn fyrir veturinn. 80%málarameistara* velja útimálningu frá Málningu fyrir íslenskar aðstæðurÍSLENSKASIA.IS M A L 5 0 0 4 8 0 5 /1 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.