Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2010 íþróttir Körfubolti Stórleikur hjá Pavel Ermolinskij þegar KR vann Njarðvík í Vesturbænum á sama tíma og Tindastóll lagði Stjörnuna óvænt í Ásgarði með sigurkörfu Friðriks 4 Íþróttir mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ítalska stórliðið Juventus hefur komist að samkomulagi við Fram um að fá hinn 17 ára gamla miðvörð Hörð Björgvin Magnússon lánaðan frá janúar og fram í júní á næsta ári. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, hefur dvalið með Herði í höfuð- stöðvum félagsins í Tórínó undan- farna daga og staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. „Það er reyndar eftir að ganga frá einhverjum atriðum á milli félag- anna en að grunni til er komið sam- komulag um að hann fari til félags- ins í janúar. Ítalirnir vildu semja við hann strax en niðurstaðan varð sú að hann yrði þarna í hálft ár til að byrja með, til að sjá hvernig honum líkaði og félli inn í umhverfið, og þá hefur Juventus möguleika á að ganga frá kaupum á honum 1. júlí,“ sagði Þor- valdur, nýkominn af æfingu hjá Herði með akademíu félagsins. „Juventus er komið með geysi- öflugt unglingastarf og ætlar greini- lega að byggja mun meira á eigin ungu leikmönnum en áður. Hörður sýndi á æfingunum hérna að hann er í góðri stöðu gagnvart jafnöldrum sínum hjá Juventus og virðist eiga fullt erindi í þetta,“ sagði Þorvaldur. Hörður hefur leikið 6 leiki með Fram í úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár og hann spilaði alla leiki árs- ins með U19 ára landsliðinu. Bæði með yngra liðinu, þar sem hann var fyrirliði, og svo með eldri hópnum sem lék í undankeppni Evrópumóts- ins í haust. Hörður lánaður til Juventus  Sautján ára Framari á leið til ítalska stórveldisins  Vildu fá hann strax  Lánaður frá janúar og fram að 1. júlí Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það eru vissulega vonbrigði að allir strákarnir skyldu falla út í annarri umferð og því eigum er enginn Íslendingur í átta manna úrslitum. Ekki síst þar sem staða okkar gagnvart þeim útlend- ingum sem taka þátt nú er jafnari en stundum áður,“ sagði Árni Þór Hallgrímsson, landsliðs- þjálfari í badminton, í gær þegar ljóst var að enginn sjö íslenskra keppenda komst inn í átta manna úrslit á Iceland International-mótinu í badminton sem stendur yfir í TBR-húsunum við Gnoðarvog. Nokkrar vonir voru bundnar við að Helgi Jó- hannesson og Magnús Ingi Helgason kæmust upp úr annarri umferðinni. Þegar á hólminn var komið tapaði Helgi fyrir Svíanum Tobias Kruse- born í tveimur settum, 21:19 og 21:13. Eftir afar jafna fyrstu lotu sem Svíinn vann naumlega byrjaði Helgi betur í annarri lotu en missti fljótlega frumkvæðið og Kruseborn réð lögum og lofum og vann nokkuð þægilegan sigur. Magnús Ingi náði sér aldrei á strik gegn Mikkel Mikkelsen frá Danmörku og tapaði í tveimur lotum, þar af 21:3 í þeirri síðar. Tveir Íslendinganna léku oddalotu gegn and- stæðingum sínum. Atli Jóhannesson tapaði fyrir Kim Bruun, Danmörku, 15:21 , 21:19 og 10:21 og Kári Gunnarsson beið lægri hlut í oddalotu fyrir Niklas Hoff, 21:19, 19:21 og 21:14, í hörku- skemmtilegum leik. Ragna Ingólfsdóttir, Tinna Helgadóttir og Katrín Atladóttir komust örugglega í þriðju um- ferð í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla féllu íslensku keppendurnir þeir Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarson úr leik fyrir dönskum andstæðingum. Þá féllu Kristinn Ingi Guðjónsson og Ólafur Örn Guð- mundsson einnig úr leik fyrir dönskum and- stæðingum. Í dag leika þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason ásamt Atla Jóhann- essyni og Kára Gunnarsyni við danska andstæð- inga. Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir ásamt Kára Gunnarsyni og Katrínu Atladóttir féllu úr leik í tvenndakeppninni fyrir dönskum andstæðingum. Morgunblaðið/Eggert Úr leik Helgi Jóhannesson er úr leik í einliðaleik á alþjóðamótinu í badminton. Hann tapaði fyrir sænskum spilara í annarri umferð síðdegis í gær. Enginn áfram í einliðaleik  Vonbrigði, segir landsliðsþjálfarinn  Ragna, Tinna og Katrín allar áfram í þriðju umferð í einliðaleik  Framundan hörkuleikir í tvíliðaleik karla Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í gær þegar hún kom í mark á Íslands- meistaramótinu í Laugardalnum á 54,65 sekúndum. Árangurinn er enn eftirtektarverðari en ella í ljósi þess að skammt er síðan reglur voru hertar varðandi sundfatnað. Fyrra met Ragnheiðar var 11/100 úr sekúndu frá því nýja. sindris@mbl.is »3 Bætti metið sitt í nýjum fötum Ragnheiður Ragnarsdóttir Gróttumenn komust á topp 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu Stjörnuna, 33:30, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Það var ekki fyrr en í síðari hálf- leik sem Gróttu- menn náðu sér á strik. Þeir voru þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:13, en sneru þá við blaðinu og tryggðu sér kærkominn sigur. Sigurður Eggertsson fór mikinn í liði Gróttu og skoraði 11 mörk og Þórir Jökull Finnbogason skoraði sjö. Tandri Konráðsson var at- kvæðamestur hjá Stjörnunni með 12 mörk. iben@mbl.is Grótta sneri við blaðinu í síðari hálfleik Sigurður Eggertsson Enski knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs gekk í gær til liðs við Eyja- menn á nýjan leik og samdi við þá til eins árs. Jeffs, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Eyjamönnum í þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Örebro í Svíþjóð. Hann kom síðan aftur til Eyja í hálft ár en hefur síðan spilað með Fylki og Val. Jeffs lék 20 leiki með Vals- mönnum í úrvalsdeildinni í sumar og skoraði þrjú mörk. Hann hefur samtals leikið 106 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 14 mörk. Eyjamenn hafa þar með fengið tvo nýja leikmenn í sinn hóp fyrir komandi keppnistímabil. Þeir sömdu á dögunum við Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson. vs@mbl.is Jeffs til Eyja á nýjan leik Morgunblaðið/Árni Torfason Aftur „heim“ Ian Jeffs klæðist bún- ingi ÍBV á nýjan leik næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.