Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R HAUST 3 Í fögru umhverfi inn á milli fjalla í Þýskalandi, Sviss og hinu margrómaða Alsace héraði í Frakklandi munum við dvelja í þessari rómantísku ferð. Flogið til München og þaðan ekið til Füssen í Allgäu, líflegs bæjar á milli Ammergauer og Allgäuer Alpanna, þar sem gist verður í 3 nætur. Við njótum tignar Alpanna, skoðum ævintýrahallirnar Neuschwanstein og Hohenschwangau, sem hafa gert þetta að einu eftirsóttasta ferðamannasvæði landsins. Þaðan verður ekið til Luzern við Luzernvatn í Sviss með viðkomu í Lindau við Bodensee. Luzern er ein skemmtilegasta borg landsins og verður gist þar í 5 nætur. Við förum í siglingu á Luzernvatni með viðkomu í litlum bæjum við vatnið. Förum einnig með kláfi upp á fjallið Pilatus og komum til menningarborgarinnar Zürich. Ljúkum ferðinni á að aka töfrandi leið um Alsace vínslóðina til Strasbourg, með viðkomu í bænum Riquewihr, þar sem eru falleg bindingsverkshús. Gist í Strasbourg í 2 nætur og farið í skoðunarferð um borgina áður en flogið er heim á leið frá Frankfurt. Fararstjóri: Jóhannes Örn Vigfússon Verð: 235.500 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, sigling á Luzernvatni, Gullni hringurinn á Pilatus fjallinu og íslensk fararstjórn. 15. - 25. september Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Í hjarta Sviss Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hvort sem það hefur stafað af meira úrvali, lægra vöruverði eða óná- kvæmum verðsamanburði eiga margir minningar um hagstæð sæl- gætiskaup í Fríhöfninni. Ef marka má lauslega úttekt Morgunblaðsins borgar sig ekki lengur að troða út verslunarpokann af sælgæti við heimkomuna. Þannig reyndist sælgætið dýrara í Fríhöfninni í sjö tilvikum af ellefu. Verðið var í einu tilviki það sama en þrisvar bauð Fríhöfnin upp á betra verð. Hægt er að nálgast verð í Frí- höfninni á vefnum og geta við- skiptavinir flugvallarins því gert verðsamanburð áður en þeir leggja í hann og þannig tryggt sér betra verð á völdum vörum. Þá er valið handa- hófskennt og kann því ekki að gefa rétta heildarmynd, að teknu tilliti til allra vöruliða. Lágverðskeðjurnar ódýrari Til samanburðar var valið verð í lágverðsverslunum Krónunni og Bónus. Miðast verð í Krónunni við hilluverð í verslun keðjunnar í Ár- bænum sl. fimmtudagskvöld. Verð í Bónus byggist hins vegar á upplýs- ingum frá afleysingamanni versl- unarstjóra í verslun keðjunnar við Hallveigarstíg í Reykjavík símleiðis í gær. Skal tekið fram að allar villur eru á ábyrgð blaðamanns. Þá eru frekari gjöld umfram virð- isaukaskatt ekki tilgreind í sælgæt- isdæmunum og skýrist það af því að starfsmaður tollstjóra treysti sér ekki til að taka þau saman með litlum fyrirvara síðdegis í gær. Einnig náð- ist ekki í Ástu Dís Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fríhafnarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Byggjast tölur um skatta og gjöld á uppgefna vöruflokka því á upplýsingum í reiknivél sem er aðgengileg á vef tollstjóra. Annað sem vekur athygli er að verð á ilmvötnum er í tveimur til- fellum af fjórum nánast nákvæmlega jafn miklu lægra í Fríhöfninni og í verslunum Hagkaups og sem nemur virðisaukaskattinum (25,5%). Nú eru dæmin aðeins fjögur en fjögur dæmi í viðbót veita frekari vísbendingu um þetta. Þar er um að ræða ilmvötnin Chanel Chance Eau Fraiche og Ver- sace Bright Crystal en þau voru 36% og 24% dýrari í Hagkaup. Þá voru herrailmvötnin Jean Paul Gaultier After Shave og Armani Atti- tude Extreme 23% og 26% ódýrari í Fríhöfninni. Þýðir það að verðmun- urinn er í kringum virðis- aukaskattinn (25,5%) í fimm tilvikum af átta. Ilmvötn og snyrtivörur Vsk: 25,5%, tollur: 10% (leggst ekki á vörur í Fríhöfninni) Fríhöfn Hagkaup Verðmunur Puma Jam 3.399 4.799 (60 ml) -41% Jean Paul Gaultier After Shave 7.539 9.299 (125 ml) -23% Armani Black Code 7.679 9.649 (50 ml) -26% Armani Attitude Extreme 7.799 9.829 (50 ml) -26% Christina Aquilera Royal Desire 3.399 4.799 (30 ml) -41% Chanel Chance Eau Fraiche 8.799 11.969 (50 ml) -36% Lancome Hypnose Senses 7.899 9.899 (50 ml) -25% Versace Bright Crystal 5.599 6.939 (30 ml) -24% Fríhöfn Vefsíða Bláa lónsins Verðmunur Blue Lagoon/Algae & Mineral Shower Gel 2.320 2.900 -25% 2 Tubes Gift 8.925 11.900 -33% Fríhöfnin – verðsamanburður H er ra D öm u Ís l. Sælgæti Vsk: 7%. Auk þess eru lögð frekari gjöld á sælgæti sem ekki er tekið tillit til hér. Fríhöfn Krónan/Bónus* Verðmunur After Eight (200 grömm) 359 299 20% Lindt Lindor Balls Milk (400 grömm) 1.999 1.898 (200 grömm á 949) 5% Twix Twin Single (58 grömm) 99 99 (3 x 58 grömm á 299) Sama TobleroneWhite Bar (100 grömm) 199 250 -26% Freyju Draumur (50 grömm) 139 94 (2 x 50 grömm á 188) 48% Mackintosh Quality Street (675 grömm) 1.799 1.599 13% Nóa Lakkríssprengjur (500 grömm) 539 530 (159 kr. 150 grömm) 2% Tópas risa saltlakkrís (60 grömm)* 149 114,5 (229 kr. tvöfaldur pakki) 30% Góa rúsínur dökkar (500 grömm)* 349 397 -14% Lindu Buff* 69 67 3% ExtraWhite Sweet Fruit 145 159 -10% S æ lg æ ti Áfengi Vsk: 25,5%, áfengisgj.: Bjór: 86,9 kr./cl á vínanda umfram 2,25%. Sterkt áfengi: 101,74 kr fyrir hvert % vínanda. Fríhöfn ÁTVR Verðmunur Egils Gull 5% (6x 500 ml) 999 1.974 -98% Beck’s 5% (6 x 500 ml) 1.199 2.514 -110% Víking Bjór 5,6% (6 x 500ml) 1.199 2.154 -80% Absolut Vodka 40% 1 lítri 2.499 6.998 -180% Captain Morgan Spiced Rum 35% 1 lítri 2.299 6.990 -204% Beefeater 40% 1 lítri 1.999 7.099 -255% B jó r S te rk t Myndavélar og farsímar (Elko í Fríhöfninni) Vsk: 25,5% Fríhöfn Elko í Reykjavík Verðmunur Canon Ixus 210 SIL 39.999 47.995 -20% Canon A 2200 SIL 19.999 24.995 -25% Canon A 800 BLA 14.999 18.995 -27% Nokia C2-01 15.599 19.495 -25% Nokia N8 71.999 87.995 -22% M yn da v. S ím ar Sælgætið er oft dýrara í Fríhöfninni  Sú tíð er liðin að það borgi sig að hamstra gotterí eftir utanferð Ódýrari myndavélar » Verðkönnunin bendir til að talsvert hagstæðara sé að kaupa myndavélar og farsíma í verslun Elko á flugvellinum en í búðum keðjunnar á höfuð- borgarsvæðinu. » Munurinn er á bilinu 20 til 27% í dæmunum þremur og því ekki fjarri virðisaukaskatt- inum sem er 25,5%, líkt og á við um farsímana tvo. Þær gríðarlegu álögur sem lagðar eru á áfengi í verslunum ÁTVR koma glöggt í ljós þegar verðið er borið saman við uppgefið verð á vef- síðu Fríhafnarinnar. Þannig kostar eins lítra flaska af Beefeater-gini, sem er 40% að styrkleika, 1.999 krónur í Fríhöfn- inni. Hjá toll- stjóra fengust þær upplýsingar að áfengisgjald á flöskuna væri 4.070 kr., eða ríf- lega tvöfalt út- söluverð í Fríhöfninni. Sama áfengisgjald er lagt á Absolut vodka- flöskuna sem hér er valin af handa- hófi en í því tilviki er það 163% af út- söluverðinu í Fríhöfninni. Heimabrugg færist í vöxt Jón Erling Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri heildsölunnar Mekka Spirits & Wines, á bæði í viðskiptum við Fríhöfnina og ÁTVR. Hann fullyrðir að áfengisgjaldið hafi þegar ýtt undir heimabrugg. „Áfengisgjaldið er orðið það hátt að heimabrugg og smygl er orðið áberandi vandamál. Það þarf ekki annað en að horfa á sölutölur hjá ÁTVR en þær sýna að neysla á vodka hefur hrunið og margfalt á við aðra flokka. Það skýrist einfaldlega af því að heimabruggið er sú vara sem kemur í staðinn.“ Athygli vekur að í ársskýrslu ÁTVR fyrir síðasta ár fjallar Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, á opinskáan hátt um áhrif áfengisgjaldsins. „Fyrir hrunið voru Íslendingar með fullar hendur fjár. Áfengisverð fylgdi ekki verðlagsþróun, varð sí- fellt ódýrara samhliða því að kaup- máttur almennings jókst, enda jókst salan hjá ÁTVR frá ári til árs. Góðu fréttirnar voru þær að við þessar að- stæður nenntu fáir að brugga og landi var nánast ófáanlegur. Nú virðist sem brugg og smygl sé farið af stað aftur. Við þurfum því að vera sérstak- lega á varðbergi og passa upp á ung- lingana okkar því unga fólkið er markhópur bruggaranna. Sölumenn þeirra spyrja ekki um lágmarks- aldur,“ skrifar forstjórinn ÁTVR í varnaðarorðum. baldura@mbl.is Gífurlegur munur á verðinu hjá Fríhöfninni og ÁTVR  Áfengisgjöld á Beefeater-gin tvöfalt hærri en útsöluverð Jón Erling Ragnarsson Morgunblaðið/Heiddi Miklu dýrara Miklar álögur eru lagðar á sterkt áfengi í verslunum ÁTVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.