Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 20
20 Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 SKÓGAR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjálfsáinn birkiskógur er að spretta upp á Skeiðarársandi á svæði sem spannar 40-50 fer- kílómetra. Útbreiðslusvæðið er að mestu ofan þjóðvegarins yfir sandinn og á milli Gígjukvísl- ar og gamla farvegar Skeiðarár. Einnig er komið töluvert birki á kafla neðan við þjóðveg- inn og austan við miðjan sand. Útbreiðslusvæði birkisins virðist vera að stækka auk þess sem það er að þéttast og sjást framfarir á hverju ári. Talið er að landnám birkisins hafi byrjað um 1980 með vindbornum fræjum, líkast til frá Skaftafellsheiði eða jafn- vel úr Bæjarstaðaskógi. Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Þóra Ellen Þórhalls- dóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hafa fylgst með vexti birkisins og leiðbeint há- skólanemum við rannsóknir á birkinu á sand- inum. Bryndís Marteinsdóttir, þá líffræðinemi, rannsakaði landnám birkisins á Skeið- arársandi árið 2004. Hún taldi árhringi í völd- um trjám og var meðalaldur trjánna áætlaður með hliðsjón af því 8,6 ár. Meðalhæð birkisins var þá 12,9 sentimetrar og hæsta plantan að- eins 72,2 sentimetrar. Næsta víst er að birkið sem þá var á sandinum hafi verið af fyrstu kynslóð. Örfáar plöntur voru farnar að mynda rekla. Vöxtur birkisins er ótrúlega góður „Síðan gerist mjög mikið fram til 2008,“ sagði Þóra Ellen en þá var næsta rannsókn gerð. Magdalena Hiedl líffræðinemi vann að henni undir leiðsögn þeirra Þóru Ellenar og Kristínar. „Þá voru plönturnar orðnar miklu stærri og við fundum þær á mun fleiri stöðum. Miklu hærra hlutfall bar fræ,“ sagði Þóra Ell- en. Hæsta plantan var þá orðin 121 sm há en meðalhæðin var mun minni. Rannveig Ólafsdóttir líffræðinemi gerði síð- an þriðju rannsóknina haustið 2009. Þá var birkið farið að framleiða verulega mikið af fal- legum fræjum. Gallinn var sá að þau spíruðu mjög illa. Ekki er vitað hvers vegna spír- unarhæfnin er svo léleg sem raun ber vitni. Það á að rannsaka nánar í haust. „Almennt er vöxturinn þarna ótrúlega góð- ur. Við höfum mælt 20 sentimetra lengdarvöxt á sprotum að hámarki ár eftir ár. Þetta er fal- legt birki, beinvaxið og ekki kræklótt. Það er mjög gaman að sjá þetta,“ sagði Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Morgunblaðið/RAX Nýr skógur Dæmi eru um meira en tveggja metra há birkitré á sandinum. Mörk merkir skógur og leiðir nýi skógurinn hugann að Breiðamerkursandi í sömu sveit og ástæðu þeirrar nafngiftar. Breið mörk að vaxa upp  Sjálfsáinn birkiskógur sprettur nú upp á 40-50 ferkílómetrum á Skeiðarársandi  Skógurinn er aðallega ofan þjóðvegar á milli Gígjukvíslar og gamla farvegar Skeiðarár  Almennt séð er vöxtur trjánna ótrúlega góður 1983 Rannsóknarreitur á uppblásnum moldum við Heygil á Hruna- mannaafrétti þegar byrjað var að fylgjast með gróðurfarinu þar. Aukinn gróður má rekja til hlýrra loftslags og minni beitar. Uppgræðsla lands og skóg- rækt hafa líka lagt mikið af mörkum, að mati Sigurðar H. Magnússonar, gróðurvistfræð- ings hjá Náttúrufræðistofnun, og munu einn- ig breyta ásýnd lands á komandi árum. Hann kvaðst hafa farið víða um landið í fyrrasumar til að skoða gróður og séð ýmsar breytingar. „Það hefur heilmikið gerst á undanförnum árum,“ sagði Sigurður. Hann segir að margir hafi nefnt minnkandi beitarálag, hækkað hitastig og meiri ræktun. Allt hjálpist þetta að við að auka gróðurinn. Snjóléttir vetur geta hins vegar haft neikvæð áhrif á landnám plantna vegna aukinnar frostlyftingar sem getur valdið skemmdum á gróðri. „Ég hef verið með rannsóknarreiti inni á Hrunamannaafrétti og fylgst með þeim frá 1981. Þar hafa sums staðar orðið miklar gróðurbreytingar. Gróður hefur einkum auk- ist á moldum en mun minna á melum, enda er það eðlilegt,“ sagði Sigurður. Hann segir að ekki sé um að ræða að nýjar tegundir séu að nema þarna land en gróður á svæðinu er að teygja sig inn á land sem hafði blásið upp. Þróunin er miklu hraðari þar sem jarðraka er að finna en þar sem landið er þurrt. Sigurður segir að haldist veðurfar svipað og í fyrra, þegar var mjög hlýtt, eða haldi áfram að hlýna megi búast við breytingu á tegundasamsetningu. Tegundir sem eru vel aðlagaðar hlýju loftslagi spjara sig þá betur en þær sem ekki eru eins vel aðlagaðar. Gróf þumalfingursregla segir að hitastig lækki að jafnaði um 0,6°C fyrir hverja 100 metra sem farið er upp frá sjávarmáli. Með hlýnandi loftslagi ættu gróðurmörk því að færast ofar. Því má búast við breytingum á gróðurfari á hálendinu. Beit hefur mikil áhrif Sigurður segir að breytingar í úthaga svo sem í mólendi muni ráðast að verulegu leyti af því hvort þar er beit eða ekki. Hann telur að beit viðhaldi óbreyttu mólendi t.d. á lág- lendi. „Ef það er friðað þá kemur upp birki eða víðir fyrr eða síðar. Það tekur oft ekki langan tíma. Öll þessi holt, t.d. á láglendi á Suðurlandi, væru vaxin birki ef ekki væri sauðfjárbeit. Sauðfé er mjög öflugt í að stjórna gróðurfari. Kindurnar halda sér- staklega niðri trjágróðri,“ sagði Sigurður. Víða má sjá birki nema land þar sem sauð- fjárbeit hefur minnkað. Sigurður kvaðst hafa alist upp í Hrunamannahreppi. Þá sást þar varla sjálfsáin birkiplanta. Eftir að beit- arálag minnkaði sjást þær mjög víða. Með hlýnandi loftslagi má reikna með að sumar tegundir sem nú eru í görðum og sumarbústaðalöndum geti fært sig út í hina villtu náttúru. Sigurður segir að sumar þess- ara tegunda séu taldar vera ágengar og það valdi nokkrum áhyggjum. Þeirra á meðal er ígulrós (Rosa rugosa), sem er víða ágeng ann- ars staðar á Norðurlöndunum en hefur ekki verið talin vera það hér. Hún er nú aðeins farin að fara út í villta náttúru. Þá má nefna bjarnarkló (Heracleum mantegazzianum), sem er mjög stórvaxin sveipjurt og ættuð frá Kákasus. Hún er talin geta orðið ágeng hér enda álitin mjög ágeng í Evrópu og víðar. Húnakló (Heracleum persicum) er annar ætt- ingi bjarnarklóar sem einnig er viðsjárverð. Sumar tegundir munu hörfa undan aukn- um hlýindum. Sem dæmi má nefna fjallkræk- il, sjaldgæfa háfjallaplöntu, en talið er að hún sé nú á undanhaldi í flóru landsins vegna hlýnunar. Heilmikil breyting á gróðri  Hlýrra loftslag og minni beit hafa stuðlað að auknum gróanda  Uppgræðsla og skógrækt leggja mikið af mörkum  Tegundasamsetning breytist ef áfram hlýnar Ljósmyndir Sigurður H. Magnússon 2010 Sami reitur eftir 27 ár. Land hefur gróið utan og innan girðingar og jarðvegur þykknað. Háplöntum innan girðingar fjölgaði úr 17 í 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.