Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 174. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Madonna óþekkjanleg 2. Kærar þakkir, Ísland 3. Pippa og Harry í ástarhug? 4. Stúlkurnar fundust óskaddaðar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitirnar Brother Grass og Illgresi halda tónleika á Café Rosen- berg í kvöld og á morgun. Bluegrass og suðurríkjatónlist verður á boð- stólum með banjó- og þvottabalaleik. Það kostar 1500 kr. inn á tónleikana sem hefjast kl. 21 í kvöld en kl. 22 annað kvöld. Brother Grass og Ill- gresi á Rosenberg  Órafmögnuð tónleikaröð gogo- yoko heldur áfram á Hvítu perlunni í kvöld. Í þetta skipti ætlar hljómsveitin Bloodgroup, sem er þekktust fyrir dansvæna raf- magnstónlist, að taka upp kassagít- arinn. Þau hafa auk þess fengið til liðs við sig strengjasveit og píanó- leikara. Bloodgroup á gogoyoko wireless  Í kvöld mun hljómsveitin Ferlegheit standa fyrir tónleikaveislu á Sódómu Reykjavík. Einnig munu Eldberg og The Vintage Caravan koma fram. Ferlegheit er blússveit, skipuð ungu tónlistarfólki, og gaf út sína fyrstu plötu, You can be as bad as you can be good, fyrr á þessu ári. Við- tökur hafa verið góðar. Ferlegheit á Sódómu Reykjavík í kvöld Á föstudag Norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað með köflum. Hiti 5 til 14 stig, mildast á Suður- og Vesturlandi. Á laugardag Austlæg átt og víða bjart veður, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, víða 3-8 m/s en hæg breytileg átt eða hafgola sunnantil. Stöku skúrir, einkum síðdegis, þurrt nv- lands, en þokubakkar við norðurströndina. Hiti 5 til 15 stig. VEÐUR Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir, besti varnarmaður- inn í körfuboltanum hér á landi undanfarin tvö ár, hef- ur ákveðið að skipta um íþrótt. Hún er hætt að spila með KR-ingum og hefur snúið sér alfarið að kraft- lyftingum. „Ég ætla mér að gera þetta almennilega og komast í heimsklassa,“ seg- ir Guðrún Gróa. »1 Úr körfuboltanum í kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari hefur glímt við eftirköst matareitrunar sem hún fékk þegar hún keppti á móti í Marokkó fyrr í þessum mánuði. Veik- indin hafa sett keppnistímabilið úr skorðum. „Ég er búin að fá svima- köst, höfuðverkjaköst og finna fyrir ógleði á hverjum einasta degi,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið en hún hefur gengist undir ým- iss konar rann- sóknir. »2 Matareitrun í Marokkó gerði strik í reikninginn André Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en er þó orðinn knatt- spyrnustjóri hjá enska félaginu Chelsea. Hann er sigursæll á stuttum ferli og vann allt sem hægt var að vinna með Porto á síðasta keppnis- tímabili. Villas-Boas hefur áður verið í röðum Lundúnaliðsins og gerðist landsliðsþjálfari þegar hann var 22 ára gamall. »4 Kornungur knatt- spyrnustjóri Chelsea ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Ný götumynd er risin úr ösku húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis, fjórum árum eft- ir að þau eyðilögðust í stórbruna. Eldarnir log- uðu enn í hjarta miðborgarinnar á síðasta vetr- ardegi 2007 þegar því var lýst yfir að húsin yrðu endurreist með hraði til að umhverfið liði ekki um of fyrir brunann. Það dróst hins vegar á langinn og þegar við bættist hálfklárað tónlistarhúsið auk yfirgefins verslunarhúsnæðis á Laugavegi varð yfirbragð miðborgarinnar heldur dapurlegt um langt skeið. En í dag er loks búið að græða brunasár- ið og líf farið að færast í nýju húsin sem auk Hörpunnar setja sannarlega setja svip sinn á nágrennið. Miðborg Reykjavíkur hefur því tekið Miðborgin komin með nýjan svip Morgunblaðið/Ernir Eymundssonarhornið Miðpunktur gamla bæjarins. Húsið er í upprunalegri mynd með eina hæð til. Á jarðhæð eru verslanirnar Leonard og Nordic Store. „Við opnuðum 17. júní, á þjóðhátíðardag- inn. Okkur þótti það við hæfi í þessu ynd- islega fallega húsi,“ segir Lukka Páls- dóttir, einn eigenda veitingastaðarins HaPP í Austurstræti 22. Þegar blaða- maður rak nefið inn á HaPP í hádeginu í gær var mikill ys og þys og greinilegt að staðurinn er vel þegin viðbót í veitinga- staðaflóru miðborgarinnar. Lukka segist ánægð með hvernig staðið var að uppbyggingu reitsins. „Mér finnst frábært að þessi leið var far- in og byggð svona falleg hús hérna, það er mikil prýði að þeim í mið- bænum.“ Húsin mikil prýði LANDSYFIRRÉTTARHÚSIÐ OPNAÐ miklum stakkaskiptum þetta vorið. Þegar haf- ist var handa við að byggja upp úr brunarúst- unum var ákveðið að hina sögulegu götumynd á horni Austurstrætis og Lækjargötu skyldi endurbyggja í meginatriðum. Það hefur gengið eftir. Landsyfirréttar- húsið sem byggt var í upphafi 19. aldar var endurgert sem stokkahús og Lækjargata 2 var endurgerð í upprunalegum anda en hækkuð um eina hæð. Húsið að Lækjargötu 2b hefur form og yfirbragð Nýja bíós en er málað í skærrauðum lit sem grípur augað. Hvort vel hefur tekist til fer eftir smekk hvers og eins en heyra mátti á vegfarendum í gær að almenn ánægja ríkti með andlitslyftingu miðborgar- innar. »16-17  Almenn ánægja með nýju húsin á brunareitnum  Verslanir og veitingahús gæða húsin lífi Lukka Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.