Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  147. tölublað  99. árgangur  REIÐMENN VINDANNA SNÚA AFTUR TÓNLISTIN ENDIST MANNI ÆVINA FEGURÐIN VIÐ FÓTBOLTANN SUNNUDAGSMOGGINN SIGURSÆLL ÍÞRÓTTIRÞRIÐJA PLATAN Á LEIÐINNI 38 Strákar Guðjóns Þórðarsonar léku Íslandsmeistarana grátt Morgunblaðið/Einar Falur  „Það kom sól hérna fyrir nokkr- um dögum og ég hélt að ég væri kominn til himna. Ég hef ekki séð hana í næstum heilan mánuð,“ segir Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey. Óvenjuleg kuldatíð hefur nú staðið yfir á norðanverðu land- inu og hefur haft margvíslegar af- leiðingar í för með sér, svo sem kal í túnum, litla gróðursprettu og samdrátt í ferðaþjónustu. Í Gríms- ey hefur kuldinn einnig haft áhrif á fuglalíf eyjarinnar. Menn muna vart eftir svipuðu kuldakasti á þess- um árstíma en til samanburðar hef- ur Trausti Jónsson veðurfræðingur borið saman meðalhita á Akureyri á tímabilinu 19. maí til 23. júní allt frá árinu 1949. Á lista yfir tíu köld- ustu tímabilin er árið 2011 efst á lista en meðalhitinn á Akureyri á þessu tímabili í ár, eða síðustu fimm vikur, hefur verið 5,51 gráða. »12 „Sólin kom og ég hélt að ég væri kominn til himna“ Engir gildandi samningar eru á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræði- lækna. Það hefur einkum áhrif á tvo þætti: Í fyrsta lagi er greiðsluþátt- taka Sjúkratrygginga nú miðuð við úreltar kostnaðartölur en þjónusta sérfræðilækna hefur hækkað sem nemur 4 til 6% að meðaltali frá því í apríl. Mismunurinn lendir alfarið á sjúklingunum. Í öðru lagi ber lækn- unum nú engin skylda til að senda reikningana til Sjúkratrygginga held- ur þurfa sjúklingarnir oft og tíðum að leggja út fyrir öllum kostnaði. Dæmi er um að sjúklingar hafi þurft að borga tugi þúsunda fyrir læknisverk og bíða svo í sex vikur eft- ir að fá hluta kostnaðarins til baka. Þótt samningar við sérfræðilækna séu ekki lengur í gildi eiga sjúklingar þó áfram rétt á tryggingavernd í sam- ræmi við lög. Steingrímur Ari Ara- son, forstjóri Sjúkratrygginga Ís- lands, segir ástæðu samnings- leysisins vera þá að Sjúkratryggingar geti ekki boðið betur miðað við núver- andi fjárlög. Stórt bil sé á milli fjár- laga og rauntölunnar. Hann segir samningaviðræður við sérfræðilækna árangurslausar. hjaltigeir@mbl.is »4 Sjúklingar borga  Enn er ósamið við sérfræðilækna Morgunblaðið/Jim Smart Húsið Eigendur vilja byggja lágreist fjölbýlishús á lóðinni. Andri Karl andri@mbl.is „Þegar maður veltir fyrir sér þessari atburðarás, kúvendingu skipulags- ráðs gagnvart okkur, breyttri afstöðu til þess hvort rífa megi steinbæinn á Klapparstíg 19, hótun um dagsektir og afskiptum Húsafriðunarnefndar þá finnst mér stundum eins og allt kerfið vinni gegn okkur,“ segir Stefán S. Guðjónsson, talsmaður eigenda lóðarinnar á Klapparstíg 19, en hún er nú í eigu dánarbús. Á lóðinni eru þrjú hús sem eigend- ur vilja rífa og byggja á reitnum fjöl- býlishús á tveimur hæðum með risi. Unnið hefur verið að verkefninu und- anfarin ár í fullu samráði við borgar- yfirvöld og eftir að hafa fengið leið- beiningar frá skrifstofu skipulags- stjóra borgarinnar var ráðist í kostnaðarsama deiliskipulagsvinnu. Tillögunni var hins vegar synjað, borgin fór langt fram yfir frest úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna kæru eigenda og fer svo fram á úrbætur á ónýtu húsi á lóðinni eða dagsektum verði beitt. »16 Kerfið vinnur gegn okkur  Engin uppbygging vegna neikvæðrar afstöðu borgarinnar Starfsmenn garðyrkjustöðvarinnar Mela við Flúð- ir unnu hörðum höndum að gróðursetningu spergilkáls er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Eigendur Mela, Guðjón Birgisson og Sig- ríður Helga Karlsdóttir, segja ræktun almennt ganga vel, en kalt tíðarfar í byrjun sumars hafi þó seinkað útirækt. Guðjón segist vongóður um að landsmenn geti bragðað á fyrstu uppskeru sperg- ilkáls um tíunda dag júlímánaðar. Garðyrkjubændur láta kuldatíð lítið á sig fá Morgunblaðið/Árni Sæberg  Menn sem héldu til veiða á Arnarvatnsheiði um sl. helgi sáu hátt í 100 dauða silunga í vatns- borðinu á Arn- arvatni litla. Höfðu þeir sem báru ábyrgð á þessum sóða- skap greinilega skorið besta bitann úr fiskunum og hent þeim síðan í vatnið. „Ég er búinn að hafa uppi á þeim sem þarna átti í hlut og messa yfir honum,“ segir Snorri H. Jóhann- esson veiðivörður. »8 Skildu eftir um 100 dauða fiska í vatninu Unnið Fiskarnir hreinsaðir upp. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Bráðadeild Landspítalans í Fossvogi starfar langtímum saman á „rauðu“ eða „svörtu“ álagsstigi samkvæmt nýjum mæli sem tekinn hefur verið í notkun á deildinni. Læknar sem blaðamaður hefur rætt við, en vilja ekki láta nafns síns getið, segja þetta staðfestingu á því sem vitað hafi ver- ið um nokkurn tíma, að ástandið á deildinni jaðri oft við glundroða og það sé bara tímaspursmál hvenær það kemur niður á heilsu sjúklinga. Sjúklingar liggi þar á öllum göngum og starfsfólk sé á hlaupum við að anna álaginu. Kalla þeir svarta stigið „hamfarastigið“. Þeir kenna engu einu um, heldur niðurskurði og und- irmönnun, sameiningu deilda og óviðráðanlegum straumi sjúklinga. Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðadeildinni, staðfestir að mælir- inn hafi verið tekinn í notkun á deild- inni en leggur áherslu á að hann sé í þróun fyrir þessa tilteknu deild og ekki séu komnar neinar niðurstöður af mælingum hans um raunverulegt ástand deildarinnar. „Spítalinn vill byggja sína starf- semi á staðreyndum. Þetta er bara ein leið til að safna gögnum,“ segir Elísabet. Tilgangurinn sé að búa svo til aðgerðaáætlun til að bregðast við rauðum og svörtum álagstoppum, þegar þeir koma. Svört staða á bráðadeild  Álagsmælir sýnir rautt og svart álagsstig á bráðadeild LSH langtímum saman  Enn í prófun, segja stjórnendur  Staðfestir það sem er vitað, segja læknar Litakerfi notað » Rauður litur þýðir að deildin sé mjög yfirfull. » Svartur litur þýðir að deildin sé mjög alvarlega yfirfull. » Mælirinn miðar við raun- tímaskráningar í afgreiðslu- kerfi LSH og sjúkraskrá. MBráðadeildin er alvarlega »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.