Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 14

Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 14
■ * VICTORIA — Framh. af bls. 9. á hann — hreykinn af því, að hún skyldi hafa kallað á hann ... — Hvað heiturðu, spurði hann. Hvað heiturðu, unga, töfrandi Móna Lísa? — Victoria, sagði stúlkan og nuddaði sér utan í hann. Hann færði hana úr skónum og afklæddi hana uppi í herbergi. Hún var í eintómum prjónuðum golftreyjum yzt sem innst — og stuttum og víðum pilsrudda. — Kysstu mig, pabbi gamli, betl- aði hún og lá nakin ofan á sæng- inni — Og hann kyssti hana og strauk hana, og hún hneppti frá honum vestinu, sleit af honum skyrtuna og buxurnar og dró hann uppí til sín. Hann hafði rekið hana fram úr skömmu fyrir fótaferðatíma, legið með verki í öllum beinum og horft á hana tína á sig leppana einn eftir annan. Andlitið var blakkt og húðin farin að hrokkna kring um augun og munnvikin. Hún var lítil og sem ég gat munað, var hreinleik- inn, innileikinn, sársaukinn í þess- ari ást minni. Mér fannst fyrst í stað eins og ég hefði verið svikinn. „Þegar öll kurl eru komin til grafar, á Lóla alls ekki svo illa heima hér á þessum stað,“ sagði ég við sjálfan mig. ... En síðar um nóttina, þegar ég los- aði Lólu úr örmum mínum og hún var soínuð, byrjaði ég að gera mér grein fyrir hinu djúpa sakleysi, sem fólst í þessari teikningu. Ég hafði í góðri trú teiknað eitthvað, sem táknaði óviðjafnanlegt og fallegt; það var aðeins nú, þegar ég hafðl lifað þrjátíu ár af ævi minni, að myndin virtist saurug. Stgr. Sig. ísl. framsett, og hún þvoði sér ekki og greiddi sig ekki — en beygði sig yf- ir vaskinn og svolgraði af kalda vatninu eins og hestur um leið og hún gaf honum kankvislegt horn- auga. — You are not sick, are you? stundi liann og sá um leið, hvað þetta var bjánaleg og tilgangslaus spurning. Hann fékk þá flugu í höfuðið, að fá nafn hennar og heimilisfang — til frekara öryggis. — Victoria, krotaði hún á blað, sem hann rétti henni, með stórri og klaufalegri barnaskólarithönd — ekkert nema Victoria! Heimilisfang: Alls staðar og hvergi. Hann hafði borgað henni, það, sem hún setti upp, og læst á eftir henni hurðinni. Nátttreyjan límd- ist við brjóstið á honum og hann stóð grafkyrr í sömu sporum, ber- fættur og berlæraður — stóð, þang- að til hnén fóru að gela eftir og skjálfa, og þarna skulfu þau og skulfu cins og í hitasótt. — Ég verð að jafna mig, tautaði hann. — Ég verð að jafna mig. Niðri — langt niðri skall útidyra- hurðin í lás með dimmum smelli, sem bergmálaði lengi í auðum göngunum. VIÐTAL VIÐ JÓN STEFÁNSS. Framhald af bls. 5. á sínar myndir en viðhorf manns sjálfs, jjví að Jjað útilokar ein- hæfni. Nauðsynlegt væri, að hinir skástu ísl. málarar gætu haldið sam- an, ekki í klíkum þó, því að menn verða oft ekki eins vandlátir á myndir klíkukunningja sinna og myndir þeirra, sem þeir eru á kant við. Þannig gætu liinir yngri og eldri málarar bezt kynnzt hvorir annarra vinnubrögðum, jafnvel jsó að þeir séu ekki á einu og sama máli um list. Stgr- LEITIN Ég leitaði að þér lengi um löndin mörg og stór. Og alls staðar fann ég ilm þinn leggja, er um ég fór. Eggjagrjót hins ókunna iljar minar hjó. Ég hafði þó lagt af stað með nesti og nýja skó. Ég leitaði ei til einskis, að endingu þig ég fann. Þú beiðst min þar, sem litla, káta lindin rann. Ég þekkti þig strax á hlátrinum, sem hljómaði til min nú, og xjíssí af eldi augna þinna, að það varst ÞÚ. En hláturinn, sem liljómaði, var harður eins og stál. Hafði þessi hljómur túlkað hjartna mál? Og augu þin, sem eldur brynni undir hvassri brá, báru þau vitni um elskendanna innstu þrá? Hv’er varstu? Hilling? Huldumey? Ég hirði ei um það nú, þvi þú, sem stóðst mér andsþœnis, varst ekki ÞÚ. Kannske ertu eltki til. — Ég áfram leita að þér. Leilin að þér er orðin markmið i sjálfu sér. Sv. B. 14 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.