Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 2
Mislagðar hendur. MARGIR HAFA apað sig á því að reyna að skopstæla hinn nýja skáldskap, sem oft er kallaður atóm- kveðskapur, þ. e. atómaldarskáld- skapur. Sumir fávísir menn ganga fram í þeirri sjálfsblekkingu, að hver sem er geti leikið eftir að yrkja þess konar kvæði, svo að ekki sé talað um að mála óhlutrænar mynd- ir eins og yngstu málarar vorir, oft nefndir abstraktmálarar eða jafnvel klessumálarar. Telja margir sig ekk- ert skorta annað en heimsku til þess að mála slíkar myndir, og sælir eru þeir, sem vita, hvar þeim er helzt áfátt. En víkjum að skáldskapnum og skopstælingunum. Dögum oftar sér maður misheppnaðar og kauðsk- ar skopstælingar af þessu tæi, og þó nokkrar hafa borizt á fjörur Lífs og listar, líklega vegna þess, að ritið hefur talið sér sóma að birta atóm- kvæði og reynt með því að hlúa að „fyrsta gróðri vors nýjasta skóla“. Góður tengdasonur. STUNDUM ERU nothæfar spækj- ur innan um fúaraftana. Vér birtum hér til gamans dálítið atómkvæði, sem oss var sent nýlega. Virðist kveðið í alvörugamni, höfundar- merki aq, sem gæti verið haus og háls af aquila, og leyfum vér oss að kalla skáldið svo. Er hér kvæðið; sem heitir list og líf; endalausa vegi án tilgangs skrölta vagnarnir skeggjaSir ökumenn vita engan áfanga blár logi bmn skruSningar bomsalaboms fimm orS í fyrstu linu eitthvaS um óreeSa dul slatti í annarri fáein t þeirri fjórSu tvírœS orS og undirmáls 6 ólafur eliot rifinn kjóll kampavín hálfsköllóttur haus istra ó ásta min hnullungar höfuS á leerin í skónum sumir bera vatn aSrir ekkert Creófíat’ flötur andlit rauS klessa auga efst i horninu annaS neSst strik punktur greenn hringur frr'tr handleggir list einn langur skreekur tveir stuttir fimmt'm ferleg vcin allt þetta i einu ó hálsnefogeyrnalæktiar ó hindemith ó jón en þó er lífiS list og IjóSin eiga tilgang leerin eru ofan viS hné aSeins tveir handleggir i tizku fegurstu lögin eru hin gömlu góSu lög ó þiS hinir glötuSu hverfiS aftur heim til tengdamúttu ALL-ÁKAFLEGA yrkir sjá mað- ur, mundi einhvem tíma hafa verið sagt, en varla hitt, að hann kvæði betur en páfinn. En vér tökum hæ- versklega ofan fyri herra aquilu og þökkum honum þá fyndni, sem í kvæðinu er. í niðurlaginu kemur hann til dyranna eins og hann er klæddur, ef oss skjátlast ekki, eins og heiðarlegum manni br, og hvílík- rr tengdasonur er ekki sá, er þannig yrkir, hvílík fró hærugráu höfði að 2iga slíkan hauk í homí. sinni var hún líka ung blómaros. æskudjörf og ögrandi og jafnvel a sumum kölluð léttúðug, af því 8 menn héldu, að æskufjörið vaíl'1 lauslyndi, og þeir hneyksluðust, en þetta var nú áður en vér og herra aquila skriðum úr eggi. í broddi lífs' ins var tengdamútta óviðjafnanlcff' höfðingjar gerðust til að þjóna hennn og hún var sæl í almætti sínu, tne an hún átti engan keppinaut. En svo ergist hver sem eldist. Nn er tengdamútta hnigin á efri ár, hop urinn þynnist við fótskör hennar. höfðingjarnir, sem undir hana þí°n' uðu, fallnir eða sárir til ólífis, °S konur, sem kalla hana ömmu c®a langömmu, oma sér nú við þann eld, sem hún þykist enn eiga einka- rétt á. Tengdamútta er afbrýðissöm- Hún veit ekki, hve gömul hún er orðin, en hún finnur, að hún stendur höllum fæti í samkeppninni og tek- ur þá óviturlegu afstöðu að neita nýjabruminu um blessun sína. þess stað herðir hún grimmilega ÞaU tök, sem hún hefur enn, og sendir sveina sína út með trómet og básun- ur. Og köll þeirra bergmála fjalla1 milli; Ó, þið hinir glötuðu, hverfio heim, hverfið heim til tengdamúttu. Synjun og tilboð. NEI, HERRA AQUlLA, vér hverf- um ekki heim. Vér óskum tengda- múttu góðrar og hófsamrar elli, og það gleður oss að vita yður og fleiri góða drengi við ökustól hennar. En vér hverfum ekki heim að sinni. Ef Tengdamútta, blessuð Kerlingin. TENGDAMMÚTTU er oss öllum skylt að minnast með virðingu. Hún var mikil kona. Vér munum hana aðeins sem roskna konu, en einu Kólumbus hefði snúið við, þegar skipverjar hans gerðu hróp að hon- um í miðju Atlantshafi, hefði hann aldrei fundið Ameríku. Vér erum Framh. á bls, 19- 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.