Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 4

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 4
Gullöld atvinnuleysisins Ivar Jónsson og Sonja Jónsdóttir þýddu. Sautján milljónir manna í iðnvæddu löndunum eru nú atvinnulausar. I Danmörku, Belgíu, Irlandi og mörgum öðrum löndum eru atvinnuleysistölurnar nú sambæri- legar við þær frá þriðja áratug aldarinnar. Launþegahreyfingin verður fyrir djúpstæðum gernýt- ingaraðferðum innan sífellt fleiri atvinnugreina. Mann- mörg fyrirtæki loka og í staðinn rísa upp sjálfvirk fyrir- tæki með fáa starfsmenn. í nýju fyrirtæki „De Forenede Bryggerier’s" í Frederi- cia sparar ný tækni 550 starfsmenn (færri en 150 starfsmenn geta þar annað framleiðslu sem krefst 700 í ölgerðarhúsum Kaupmannahafnar). Innan prentiðnaðarins hafa skermar gert vinnu prentaranna algerlega óþarfa, hún er einfaldlega sögu- lega úrelt iðn. Á komandi árum munum við reyna svip- aða þróun í ýmsum greinum. Númerískt stýrðir renni- bekkir geta gert faglærða vélsmiðinn óþarfan. Örtölv- urnar munu geta gert skrifstofuvinnuna alsjálfvirka, þannig að milljónum starfsmanna í þjónustugreinum verður ofaukið. Kapitalíska skipulagið notar tækniþróunina til að skapa „samfélag atvinnuleysisins”. Þess í stað er launþegahreyfingunni og hinum sósíalísku öflum nú mikilvægt að skapa samfélag þar sem tæknin gefur mönnum tíma til að lifa og lífsfyllingu. Fyrir meira en 150 árum sögðu fyrstu ensku þjóðhag- fræðingarnir fyrir um komandi gullöld, þá myndu vél- arnar frelsa mennina. Nú er við stöndum á þröskuldi þeirrar aldar, skiljum við slík loforð aðeins sem ógnanir. I stað þess að vera frelsuð frá vinnunni, eigum við á hættu að verða rænd henni. Um þetta efni fjallar franski sósíalistinn André Gorz í eftirfarandi grein, sem sótt er í „Le Nouvel Observateur" (4. des. 1978). Vélmennin koma íhópum. Verkafólkið getur setið heima, en hvað á það að hafa fyrir stafni? Fjóröi hlutinn af samsetningar- iðnaðarmönnum Toyota bifreiða- verksmiöjunnar í Japan víkur nú fyrir „vélmennum”, sjálfvirkum samsetningarvélum. Vélmenni, sem starfa á við 30 verkamenn, hafa ver- ið tekin í þjónustu Citroén í Aul- nay-sous-Bois og setja saman Citroén CX. í sömu verksmiðju sitja 5 forskrifarar viö eitt stjórnborð og leysa 50 vörubifreiðastjóra af hólmi. Lager verksmiðjunnar er sjálfvirkur og vörubifreiöarnar sem sækja og flytja bifreiöahlutana eru tölvustýrö- ar. Hjá IBM setur alsjáandi vélmenni saman átta ritvélar á 45 sekúndum. í úraiðnaðinum hverfur skífuúrið sem er samsett af 100 einingum fyrir raf- eindaúri, sem samanstendur af að- eins fjórum einingum. Starfsmönn- um hefur fækkað um helming á ör- fáum árum og fínsamsetningarfólk (finmontarerne) er horfið af sam- setningarverkstæðunum. í prentsmiðjunum raða rafeinda- vélar saman 8 milljónum tákna á sama tíma og vél af eldri gerð gat í besta falli lokið 25 þúsund. Ef einhver heldur að þrátt fyrir allt, séu not fyrir heilmarga vélvirkja, samsetningarfólk, rafvirkja og teiknara viö að framleiða nýju vél- mennin og nýju sjálfvirku vélarnar, þá skjátlast honum hrapallega. í Japan þar sem nú þegar starfa yfir 70 000 vélmenni er hönnun alsjálf- virkrar verksmiðju sem mun fram- leiða sjálfvirkar samsetningarvélar komin á lokastig. Teiknararnir sjálfir víkja smátt og smátt fyrir „potters” eða teiknivél- um, sem hver um sig vinnur á við 25—30 teiknara. „Sú iðngrein er vandfundin sem ekki hefur tilhneigingu til að fækka störfum", mátti lesa nýlega í Fin- ancial Times. Battelle-stofnunin í Frankfurt upplýsti eftirfarandi með tilvísun til rannsóknar á áætlunum iönfyrirtækja í sambandsríkinu Baden-Wurtenberg: Hinar sjálfvirku vélar gera það að verkum, að hægt er að losa framleiðsluna við 30% af verkafólkinu, þ.e.a.s. 13% af starfs- mönnum venjulegs fyrirtækis. Inn- leiðing samsetningarvélmenna hefur enn meiri áhrif; 80—90% verkafólks, þ.e. 50—60% af núver- andi heildarmannafla mun geta set- ið heima. En hvað um millistéttirnar (funktionære)? Hefur þeim ekki fjölgað svo á síöustu 20 árum að þær eru orðnar mikilvægasti hluti starfandi fólks hvað fjölda snertir. Enn halda margir hagfræðingar því fram að fjölgun í „þriðja geiranum'' (þjónustugeiranum) sé jafn mikil eða meiri en fækkun verkafólks. En þeim skjátlast. Allar nýrri athuganir og rannsóknir opinberra aðila jafnt sem einkaaóila á „örtölvubylting- unni" sýna, að vegna sjálfvirkninnar mun skrifstof ufólki fækka a.m.k. jafn mikið og verkafólki. Nákvæmasta rannsóknin á auk- inni sjálfvirkni skrifstofustarfa var unnin á vegum Siemens-hringsins í nóvember 1976.1 þessari rannsókn, sem bar heitið „Project Kontor 1990", var metin þýðing örtölvunnar (fram til 1990) fyrir skrifstofuvinnuna 2 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.