Austurland


Austurland - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Austurland - 08.12.1983, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 33. árgangur. Neskaupstað, 8. desember 1983. 41. tölublað. Á námskeiði I Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað hefur verið boðið upp á námskeið í ýmsum greinum á yfirstandandi önn. Nýlokið er námskeiði í náms- tækni og skyndihjálp. Blaðamaður AUSTUR- LANDS leit inn á skólaverk- stæði málmiðna þar sem fram fór námskeið í málmsuðu og samsetningum. Nemendur voru þar önnum kafnir við að læra grundvallarvinnubrögð í notk- Orðsending Til vegagerðarinnar á Reyðarfírði Mig langar til að biðja ykkur að senda sannar fréttir af færð yfir Breiðdalsheiði til frétta- stofu Ríkisútvarpsins, þegar þið sendið fréttir um færð á fjallveg- um á Austurlandi. Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár, að ekki er getið um færð á heiðinni, þegar sagt er frá færi á öðrum fjallvegum á Austurlandi. Þá hefur einnig borið á því í vaxandi mæli, að rangar fréttir hafa komið í út- varpinu um færi yfir Breiðdals- heiði. Síðustu dæmin um það eru síðustu vikur. Á tímabilinu frá 10. nóvembertil5. desember hefur Breiðdalsheiði nokkrum sinnum verið sögð ófær, eða aðeins fær jeppum og stórum bílum. Allan þennan tíma hefur heiðin verið fær öllum bílum, sem búnir eru til vetraraksturs að sögn margra bifreiðastjóra, sem ekið hafa yfir hana á þess- um tíma. Þetta vona ég að komi ekki fyrir framvegis. Með vinsemd og virðingu, Gilsá 5. desember 1983, Sigurður Lárusson. Alþýðubandalagið leggur til á Alþingi: Lækkun húshitunarkostnaðar - Átak í orkusparnaði Húshitunarkostnaður meðal íbðúðar Iækki niður í um 23 þúsund krónur á ári frá næstu áramótum og í um 17 þúsund við lok næsta árs un og umgengni efna við málm- suðu, logskurð, gasskurð o. fl. Leiðbeinandinn var Björn Gígja kennari í málmiðngrein- um. Á myndinni hér að ofan sjáum við Sólveigu Örnu Jó- hannesdóttur frá Fáskrúðsfirði en hún stundar nám á Heilsu- gæslubraut en langaði til að kynnast því sem kennt er á þessu námskeiði sem gefur 1 einingu. Sjö þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa flutt tillögu í Sam- einuðu þingi um lækkun og jöfnun húshitunarkostnaðar og átak í orkusparnaði og lagt til að ríkisstjórninni verði falið nú þegar að gera ráðstafanir til þess að ná þessu fram, m. a.: 1. Ekki þurfí meira en 6 vikna laun á ári samkvæmt dag- vinnutekjutryggingu verkamanna til hitunar með- alíbúðar (400m3) miðað við lok ársins 1984 og því marki verði náð í áföngum fram að þeim tíma. 2. Ekki síðar en frá næstu ára- mótum verði hitunarkostnað- ur sambærilegs húsnæðis hvergi meiri en sem nemur Loðnan er komin Loðnuveiðarnar tóku mikinn fjörkipp um síðustu helgi og fór aflinn upp í 15 þúsund tonn einn sólarhringinn. Þessa vikuna hef- ur loðnan einkum fengist norð- austur af Langanesi og út af norðanverðurm Austfjörðum. Er hún óvenjulega austarlega um þetta leyti árs. Þetta hefur að sjálfsögðu komið okkur Austfirðingum mjög til góða, en miklu magni hefur verið landað á Austfjarða- höfnum nú í vikunni. Brúnin hefur lyfst á mörgum manninum við að sjá drekkhlaðin loðnu- skipin sigla inn til löndunar. í gærmorgun voru margir bát- ar á landleið með afla, en heildaraflinn var þá orðinn ná- lægt 100 þúsund lestum. Þá var búið að landa hátt í 30 þúsund lestum á Austfjörðum og skipt- ist aflinn þannig á milli staða: Neskaupstaður 9400 lestir Eskifjörður ....... 5300 lestir Reyðarfjörður .... 2300 lestir Seyðisfjörður S. R. . 6500 lestir Seyðisfj. Isbjörninn . 5400 lestir Fituinnihlad loðnunnar er hátt miðað við árstíma, en það er á bilinu 15 - 16% og þurrefn- isinnihald hennarernálægt 15% Verð loðnunnar er því nálægt viðmiðunarverði, en í því er miðað við 16% fitu og 15% fitu- frítt þurrefni. Viðmiðunarverð er 1330 kr. fyrir tonnið eða 1.33 kr. fyrir kílóið. Þ. J. 2.5 földu vegnu meðalverði samkvæmt gjaldskrá hjá veitufyrirtækjum og í Iok árs- ins 1984 hvergi meira en tvö- faldur. 3. Komið verði á sérstakri ráð- gjafarþjónustu í orkusparn- aði er veiti ráðgjöf og sam- hæfí aðgerðir opinberra að- ila á þessu sviði m. a. um hag- kvæma nýtingu fjármagns sem er til ráðstöfunar hverju sinni. Endurmetnar verði kröfur um frágang nýbygginga til að draga úr orkunotkun. Við fjáröflun til lækkunar á húshitunarkostnaði verði höfð hliðsjón af áliti nefndar á vegum iðnaðarráðuneytisins frá 28. janúar 1983 sem í áttu sæti full- trúar þingflokka. ítarleg greinargerð fylgdi til- lögunni og 11 fylgiskjöl, þarsem dreginn er saman mikill fróð- leikur um stöðu þessara mála og þann árangur sem unnt væri að ná á grundvelli þessarar tillögu. í upphafi greinargerðarinnar segir að enginn einn þáttur valdi eins jafnmikilli mismunun í kjörum fólks hérlendis og ójafn húshitunarkostnaður. Á sama tíma og tæp 60% landsmanna búi við ódýrar hitaveitur þurfi 40% þjóðarinnar að greiða margfaldan kostnað fyrir hitun húsnæðis. Sú viðmiðun um lækkun hús- hitunarkostnaðar sem fram kemur í tillögunni hefði það í för með sér, að niðurgreiðsla á raforku hjá dýrari veitum yrði aukin verulega, þannig að áætl- aður árlegur hitunarkostnaður 400 rúmmetra íbúðar lækkaði úr um 30 þúsund kr. í 23 þúsund á næsta ári og í rúm 17 þúsund á árinu 1985. Gjaldskrár hjá dýr- um hitaveitum (t. d. Hitaveitu Egilsstaða og Fella) og fjar- varmaveitum (Höfn og Seyðis- fjörður) yrðu jafnframt lækkað- ar að sama skapi. Eftir þessar aðgerðir yrði munurinn á dýrum og ódýrum veitum hvergi meiri en 1.8 fald- ur en er nú 3 faldur eða meira samkvæmt gjaldskrá. í tíð síðustu ríkisstjórnar var byrjað á öllum þeim jöfnunarað- gerðum sem tillagan gerir ráð fyrir, svo sem niðurgreiðslu á raf- orku og lánum og stuðningi til orkusparnaðar. Hins vegar er afar brýnt að halda þeim skipu- lega áfram en síðan núverandi ríkisstjórn tók við hefur mismun- urinn aukist verulega og húshit- unarkostnaður hækkað til muna. Greiðum tíu sinnum meira en Alusuisse Hjörleifur Guttormsson upplýsti m. a. í umrœðum áAlþingi um bráðabirgðasamninginn við Alusuisse: Að verðmunurinn á raforku milli erlendrar stóriðju og inn- lends iðnaðar er nú tífaldur og fer stöðugt vaxandi. Á sama tíma og ísal hefur samning um 6.5 mill á kílóvatt- stund (kWh) og greiðir tímabundið 9.5 mill borgar innlendur iðnaður um 100 mill og meira fyrir sama orkumagn. Staðan hjá viðskiptavinum Rafmagnsveitna ríkisins eftir gjaldskrárhækkun 1. ágúst sl. er nú þessi (meðalverð): Almenn heimilisnotkun, miðað við tæpar 4000 kWh/ári .......................... 156 mill Frystihús (fiskiðnaður) ..................99 mill Mjólkurstöðvar ........................ llOmill Gróðurhús .............................. 106 mill Grasmjölsverksmiðjur ................... 117 mill Fiskimjölsverksmiðjur .................. 138 mill Skólar og sjúkrahús .................. 80-90 mill Skipasmíðar ............................ 124 mill Til samanburðar: Álverksmiðja Alusuisse (tímabundið) .... 9.5 mill

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.