Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.01.1963, Blaðsíða 20
Prjónaíöf í vetrar- kuldanum Húsfreyjunni hafa borizt ósk- ir um prjónauppskriftir, og birt- ir heimilisþátturinn því nokkrar mismunandi peysur, svo að hægt sé að velja úr. Alls konar prjóna- flíkur eru mjög í tízku og ís- lenzki lopinn er mjög eftirsóttur og fallegur til að prjóna úr hon- um. Vel þykir fara á því nú á dögum að hlutirnir hafi sinn náttúrulega lit, og því njóta sauðarlitirnir einnig mikilla vin- sælda. Hæfilegt er að prjóna tvö- faldan lopa á prjóna nr. 3-3V2, en þrefaldan lopa á prjóna nr. 4- 4Y2, sé prjónað hæfilega þétt. Bezt er að vinda lopann sam- an nokkrum sinnum, svo að smá- snúningur komi á hann. Sumir snúa jafnvel upp á hann á hala- snældu. — Sumir þvo lopann áður en prjónað er úr honum. Það er þá gert í volgu sápuvatni og síðan skolað vel. Forð- ast verður að sjálfsögðu að láta hann flókna, og bezt er að kreista vatnið var- lega gegnum lopaplöturnar, svo að þær gangi sem minnst úr skorðum. En lopinn verður mýkri, gljáameiri og fallegri áferð- ar við þvottinn. Falleg kvenpeysa og húfa Stærð: Brjóstvídd — 96 sm eða 88 sm (tölurn- ar í svigum). Litir: Aðallitur er grátt (eða ljósdrapplitt). ° brúnt X mosagrænt (eða ólívugrænt) / blátt (fremur ljóst) Efni: 350 (300) g grátt, 150 g mosagrænt — 150 g brúnt og 50 g blátt — meðalgróft og mjúkt garn, eða þrefaldur, fremur fínn lopi — Prjónar nr. 3 og 4, rennilás 12 sm langur 21 1 á prj. nr. 4 — 10 sm Peysan er prjónuð fram og aftur á tvo prjóna með sléttu prjóni, en auðvitað má einnig prjóna á hringprjón upp að handveg. — Peysan er sí- munstruð og eitt munstur sést á milli örvanna neðst á myndinni á bls. 24. Ef prjónað er á tvo prj. er 1 aukalykkja á báðum jöðrum, sem ekki er talin með í munstrinu. Þegar búið er að prjóna munstrið einu sinni, er byrjað á ný. Bak: Fitjið upp 121 (109) 1. með gráu garni á prj. nr. 3 og prj. 4 prj. stuðlaprjón 1 sl. og 1 br. (1 sl. og 1 snúin). Prj, síðan 1 prj. á prj. Framhald á bls 24. 20 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.