Austurland


Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 06.08.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 5 Fæddlst í Indíum, dó á Djúpavogi Saga Hans Jónatans 1784-1827 Árið 1818 kom til Djúpavogs farskip Örum og Wulffs. Með því kom maður sem hafði ferðast langan veg til að ná áfangastað. Maður þessi hafði borist alla leið frá Vestur-Indíum til að taka við verslun Örum og Wulffs á Djúpavogi, hét Hans Jónatan og var fæddur á St. Croix árið 1784 af konu sem var hörundsdökk ambátt. Faðerni Hans Jónatans var umdeilt. Á fæðingarvottorði hans stendur að ritari Schimmel- manns landstjóra hafi verið faðir hans, en flestum heimildum ber saman að landstjórinn hafi verið faðirinn. Þótti koma hans hingað til lands sérstök að því leyti að maðurinn var ekki aðeins vel menntaður og siðfágaður, hann var einnig þeldökkur og hafði verið þræll í eigu landstjórans, Heinrich Ludwig Ernst von Schimmelmanns á eyjunni St. Croix í Vestur-Indíum. Eyjan var á þessum tíma nýlenda Dana, höfðu þeir keypt eyjuna þann 13. júní 1733 af Frökkum. Heinrich Ludwig var föðurbróðir Ernst Schimmelmanns sem var einn af auðugustu mönnum Danmerkur; má finna kafla um hann í bók- inni Þrælaströndin, bls. 150-157. Það segir sig sjálft, að St. Croix og Djúpivogur hafa verið ólíkir dvalarstaðir. Aðkomu- manninum virðist engu að síður hafa líkað vistin og fór fljótlega að læra íslensku. Eftir tveggja ára búsetu á staðnum bað hann sér konu. Hét hún Katrín Anton- íusdóttir og var frá Hálsi. Hafði Katrín bæði mannkosti og glæsi- leika til að bera. Giftu þau sig ár- ið 1820 og bjuggu þau lengst af í Borgargarði. Eignuðust þau tvö böm, Lúðvik Jónatan og Han- sínu Regínu. Barist fyrir frelsi Þegar rýnt er í fortíðina í gegn- um múra næstum tvöhunduð ára hlýtur sitthvað að vera móðu hulið. Sagnfræðilegar heimildir gefa það til kynna að Hans Jónatan hafi komið til Danmerk- ur með Schimmelmann-hjónun- um fyrir árið 1793, því það ár lést Heinrich Ludwig Schimmel- mann. Eftir lát hans varð Hans Jónatan lögmæt eign ekkjunnar. Enginn veit með vissu hver var ástæða þess að Schimmelmann- hjónin tóku hann með sér til Danmerkur. Má telja heimildir nokkuð öruggar sem eru skráðar í dómsbækur í Dan- mörku af málaferl- unum sem Hans Jónatan átti yfir höfði sér af hálfu Frú Schimmel- mann. Thorkild Hansen fjallaði um vist Hans Jónatans hjá frú Schimmel- mann í ritröð sinni um þrælahald. Thorkild Hansen þrælahald. Heita Þrælaeyjan, danska sjóherinn og munstraðist á herskipið Charlotte Amalie, sem sökkt var í bardaganum í höfninni. Þá var hann munstrað- ur á herskipið Elephanten. Hans konunglega hátign krónprins Friðrik vissi um hlutdeild negr- ans, lýsti skriflega viðurkenn- ingu sinni og óskaði eftir að hann yrði frjáls maður. ” Ekkjan vildi hins vegar ekki láta sig og krafðist eignarréttar síns yfir ‘múlattanum’ með (Skrifaði ritröð um bækurnar: Þrælaströndin og Þrælaskipin). Tók Elín Pálma- dóttir, blaðamaður, saman um- fjöllun um Hans Jónatan sem hún byggði á bókaflokki Han- sen. Eftirfarandi er tilvitnun í grein hennar sem birtist þann 09/01 1994 í Lesbók Morgun- blaðsins: “Ekkjan hélt Hans Jonathan hjá sér í vist sinni þar sem hún bjó í Marien-borg hverfinu í Kaupmannahöfn og lét ferma drenginn 17 ára gamlan. Hann var nú orðinn baldinn strákur. Ekkja Schimmelmanns lét refsa honum fyrir nœtursvall. Daginn eftir hljóp hann að heiman, kvaðst vilja berja á Englending- um. Hvað hann gerði, gekk í lauk árið 1802 þar til hann kom til Djúpavogs árið 1818. Það sem vitað er þó með vissu er það að þegar Hans Jónatan kom til Islands var hann vel menntaður. Samkvæmt sögusögnum átti hann að hafa kunnað sjö tungu- mál. Hann kenndi íbúum Djúpa- vogs meðal annars smíðar, reikn- ing og siglingarfræði, lærði ís- lensku og var mjög vel liðinn af íbúum Djúpavogs. Vakti það ekki síður athygli að hann var mikill bindindis- maður og ólíkt öðrum verslunar- stjórum komnum frá Danaveldi hélt hann brennivíni frá fólki. Þegar Hans Jónatan lést árið 1827, 42 ára að aldri, var hann harmdauði flestra af sveitungum sínum. Talið er að hann hafi verið grafinn í gamla málaferlum. Gaf Hans Jónatan kirkjugarðinum að Hálsi. Grein- sig fram við lögregluna en arhöfundur leitaði að legsteini óskaði eftir því að verða undir- með nafni hans en fann engan. Þrœlaliald var enn við lýði á St. Croix þegar þessi mynd var tekin árið 1915. Myndin sýnir þrœla á eigninni Anguilla og er tekin af D. Hamilton. ar Kjartansson sýndi svart á hvítu að ættartengsl þessara tveggja manna væru ekki til staðar í grein sem birtist í DV 29/01 1994. Niðurstaða hans var að “ ‘kynblendingskenningin’ eigi hvorki við rök né gamlar gróusögur að styðjast.” Enn- fremur fann bróðir Davíðs Oddssonar, Olafur Oddsson, sig knúinn til að svara þeim getgát- um sem hafði verið haldið á lofti í fjölmiðlum á þá leið að Davíð Oddsson væri kominn af ‘svert- ingjakyni’ í lítilli grein sem birt- ist í Morgunblaðinu þann 30/06 1994. Orð hans um viðbrögð fólks við grein Elínar Pálmadótt- ur voru á þessa leið: “Eftir birtingu fyrmefndrar greinar í Morgunblaðinu var í ýmsum fjölmiðlum farið að fjalla um ‘þeldökku’ ömmuna, sem ‘var nánast svört’, eins og sagt var á einni útvarpsstöðinni.“ Er skemmst frá því að segja að Olafur Oddsson kom því á framfæri í grein sinni um ættir forfeðra sinna, að hann væri með engum hætti tengdur Hans Jónatan. Það er ekki ætlunin hér að rekja niðja hans, þó að ástæða hafi þótt til að nefna ritdeiluna um uppruna forsætisráðherra. Þeir sem vilja fræðast frekar um afkomendur Hans Jónatans ættu að líta á fyrrnefnda grein Verslunarhúsið á Djúpavogi árið 1835. Hluti af teikningu úr leiðangri Paul Gaimards Merkir fornleifafundir á Seyðisfirði í sumar hefur hópur fomleifa- fræðinga og fleiri fræðimanna unnið að uppgrefti að Þórarins- stöðum við Seyðisfjörð. Stein- unn Kristjánsdóttir, fomleifa- fræðingur, hefur stjómað upp- greftinum en auk hennar hefur að starfinu komið hópur ísl- enskra og erlendra fræðimanna. Við uppgröftin hafa ýmsir merk- ir hlutir komið í ljós. Alls hafa 10 beinagrindur fundist og í flestum grafanna lágu þær á hliðinni. Það er greftmnarsiður úr heiðni og merkilegt þykir að slíkir siðir hafi lifað fram yfir kristnitöku. Einnig hafa fundist stoðarholur sem klæddar eru innan með gijóti og hafa hellu í botninum. Fomleifafræðingamir telja að hér sé um að ræða leifar af stafkirkju. Slíkar leifar hafa ekki fundist áður á íslandi en stafkirkjur hafa fundist í Fær- eyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Noregi. Hér er því um afar merka fornleifafundi að ræða sem veita mikilvægar upplýs- ingar um tímann áður en ritöld hófst á íslandi. foringi í sjóhemum. Mælti her- stjómin með því að gefa honum frelsi vegna góðrar frammistöðu í sjóhemum, en ekkjan neitaði að gefa Hans Jónatan frelsið nema hann yrði keyptur fyrir 400 ríkis- dali. Flotastjómin sá sér ekki fært að borga svo mikið fé fyrir Hans Jónatan og fékk þann úrskurð að engin lög væru í landinu sem ónýttu eignarrétt á þrælum í Danmörku. Dómur féll í málinu 31. maí 1802. Var dómarinn einn lfemsti lögfræð- ingur Dana, Anders Sandoe Örsted. Var ekkjunni dæmdur eignarrétturinn og réttur til að senda Hans Jónatan aftur til Vestur-Indía sem þræl. Hver sem ástæðan var fór Hans Jónatan ekki aftur til St. Croix og ekki var hann hnepptur aftur í þrælahald. Það er á huldu hvað á daga Hans Jónatans dreif á milli þess sem málaferlunum Login tengsl við forsætisráðherra Islands Stefán Jónsson hélt því fram fyrstur manna á prenti að Hans Jónatan hefði verið forfaðir Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Tók Elín Pálmadóttir, blaðamaður, upp fullyrðingu hans - í blindni virðist vera - og birti í blaðagrein Lesbók Morg- unblaðsins þann 09/01 1994. Reyndist fullyrðing þessi ekki hafa við nein rök að styðjast. Ættfræðingurinn Kjartan Gunn- Kjartans Gunnars Kjartanssonar sem ber heitið “Davíð Oddsson og dularfulli kynblendingurinn.” Má geta þess að „sagnir“ af miklum ættboga Hans Jónatans á Djúpavogi eru stórlega ýktar því hann eignaðist aðeins tvö böm. Fullyrðingar gárunga um að dökkt yfirbragð íbúa í Djúpavogshreppi sé komið frá Hans Jónatan eiga því ekki við nein rök að styðjast. Höfundur: Rannveig Þórhallsdóttir >a Ó sonur ástríóunnar! Ljá eyra þessum orðum. Dauólegt auga mun aldrei bera kennsl á fegurð ina eilífu né líflaust hjarta hafa unun af neinu öðru en visnuðu blómi. Því að líkur scekir líkan heim og unir sér í félagsskap hans. ffb' -

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.