Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 4

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 4
 NORDISK FORUM Samnorræn samvinna í klúðri! okkar úti. Svo virtist sem ein kona sæi um allan und- irbúninginn af Flugleiða hálfu og því kannski ekki við öðru að búast en eitthvað gleymdist í öllum hamaganginum. Fyrsti dagurinn fór ofan garðs og neðan hjá flest- um sem var synd því þá var nóbelsverðlaunahafínn Rigoberta Menchu einmitt í bænum. En ijölbreyti- leikinn var mikill. Erindi voru flutt um allt milli him- ins og jarðar. Sum voru ósköp ámátleg en innan um Það var ótrúlega gaman á Nordisk Forum þrátt fyrir ítarlegar tilraunir skipuleggjenda til að gera konum dvölina óbærilega. Við vorum látnar ganga í gegnum þvílíkar raunir að hvert meðalmenni hefði lagt upp laupana og grátbeðið um að vera sent heim á eigin kostnað - en ekki við. Við þrifúm skítugar íbúðir, umbárum fínnska sambýlismenn, létum okkur hafa lélegar strætisvagnasamgöngur (enda ekki góðu van- ar) og fáránlegt skipulag á ráðstefnu. Margar gáfúst fljótlega upp á því að fylgja hinni velútlítandi dagskrá, sem var í þremur heftum, því fátt stóðst sem þar stóö. Iðulega var búið að aflýsa fyrirlestrum eða flytja þá milli bygginga eða breyta tímasetning- unni. Það var því fremur til- viljanakennt á hverju konur lentu. Auk þess var svo langt á milli bygginga og ráð- stefnusala að nær ómögulegt var að ætla sér að ná á milli þeirra á þeim nauma tíma sem var milli dagskrárliða. Oflar en ekki gleymdist svo að auglýsa þá fyrirlestra sem féllu niður. Stór hópur kvenna sem ætlaði að nota tækifærið og fínna villidýrið í sjálfum sér með aðstoð Guðrúnar Bergmann, mátti fara heim dýrlaus. Einna helst virtist sem ráðstefnan hefði verið ákveðin með nokkurra sólarhringa fyrirvara, svo mikið fór úrskeiðis. Gildir það jafnt um það sem gert var hér heima og úti í Finnlandi. Biðraðirnar og þjón- ustan á Flugleiðum gáfu tóninn um það sem beið voru sannkallaðar perlur. Ein þeirra var fyrirlestur um mátt kvenna í þróunarlöndunum. Þar flutti Vandana Shiva ógleymanlegt erindi um baráttu ind- verskra kvenna við afleiðingar umhverfisslysa. Hún var mjög gagnrýnin á Alþjóðabankann og lánapólitík hans. Helga Jónsdóttir starfsmaður bankans flutti einnig erindi sem hún nefndi Hlutverk Alþjóðabank- ans og möguleikar kvenna. Nawal El Saadawi, eg- ypski rithöfúndurinn, geðlæknirinn og kvenréttinda- konan, fjallaði um stöðu kvenna í íslömskum löndum og gagnrýndi Sameinuðu þjóðimar harkalega. Fjöldi íslensku kvennanna vakti töluverða at- hygli. Við vor- um margspurðar að því hvemig stæði á þessu og flestar virtust telja ástæðuna þá að íslenskar konur væm meðvitaðri en kynsystur þeirra á öðram Norðurlöndum. Við töldum að ein skýr- ingin væri sú að ráðstefnan var svo vel auglýst og hamrað á því að allar gætu komið og fúndið eitthvað við sitt hæfi. Það er hins vegar umdeilanlegt hvort sú var raunin. Það jákvæðasta við ráðstefnuna var kannski að fá tíma fyrir sjálfa sig og vinkonumar, lita á hinar fjöl- mörgu listsýningar og kynna sér hvað norrænar kon- ur eru að spá og spekúlera. a Myndir og texti: RV

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.