Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 14
1 I 14 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 75 Pétur Kristiáns er faUinn frá, langt um aldur fram. Pétur var goðsögn i lifanda lffl, holdgervingur hms íslenska stórhljðmsveitarrokks,hl3ómsveitostjóriogson^sem kunni alla taktana. Og þvilikir taktar. Petur w tyrft og fremst litríkur karakter sem setti svip smn a íslenskt samfélag - og skemmtilegur svo af bar. Pétur W. Kristjáns- son, einn ástsælasti poppari lands- ins, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær. Pétur fékk hjartaáfail og kransæðastíflu fyrir rétt rúmri viku og vaknaði aldrei til lífsins eftir það. Pétur Wigelund íCristjánsson var 52 ára þegar hann lést. Hann átti að baki frækinn feril með reyk- vískum popphljómsveitum þar sem hann stóð jafnan fremstur meðal jaötingja. Hin síðari ár sneri Pétur sér í auknum mæli að hljóm- plötuútgáfu og sölu á hljómdiskum og skapaði sér þar sérstöðu líkt og annars staðar þar sem hann fór. Pétur var kvæntur Önnu Lind Skúladóttur og áttu þau tvö börn, írisi Wigelund og Kristján Karl, sem bæði eru liðlega tvítug. Þá er kjörsonur Péturs og Önnu Gunnar Eggert Gunnarsson sem er 15 ára. Foreldrar Péturs eru tónlistar- maðurinn Kristján Kristjánsson, sem gerði garðinn frægan með KK- sextettinum, og Erla Wigelund, en saman reka þau hjónin Verðlistann við Laugalæk. Pétur Kristjánsson átti tvær systur, Þorbjörgu og Sig- rúnu Júlíu. Stórbrotin persóna „Pétur W. Kristjánsson er að öðrum ólöstuðum tákn íslenska rokksins á 8. áratugnum. Hann byrjaði í bítlasveitinni Pops skömmu eftir fermingu 1966 og Pé- unum á ferli hans átti eftir að fjölga. Eftir Pops réðst hann í Náttúru, en þaðan fór hann og stofnaði hljóm- sveit í byrjun árs 1972. Sú var skírð í höfuðið á bardömu í Glaumbæ: Svanfríður. Hljómsveitin Ævintýri hafði skömmu áður sprungið vegna tónlistarlegs ágreinings; Björgvin og Arnar höfðu laðast að rólegri tónlist, en Birgir og Sigurður voru enn í rokkskapi og komu því í Svanfríði til Péturs. Bassaleikarinn Gunnar Hermannsson úr Tilveru var svo punkturinn yfir i-ið í þessari hráustu rokkhljómsveit klakans í þá tíð.“ Þessi orð má lesa í bók Dr. Gunna „Eru ekki ailir í stuði“ en Pétri er vitaskuld helgaður stór kafli í þeirri sögu. Ekki er þetta orðum aukið því Pétur átti svið hinnar ís- lensku rokk- og poppmenningar árum saman. Það er ekki síður að þakka stórbrotinni persónu en tón- listargáfunni þó að hún hafi vissu- lega verið til staðar. Farinn til Breiðfirðingabúð- ar á stóru æfinguna Magnús Kjartansson kynntist Pétri strax þegar þeir voru strákfingar að hasla sér völl á sviði rokktónfistarinnar. „Já, vorum að byrja að spila í Breiðfirðingabúð. Við átum þá ófáa hammarana á Hressó og Sælkeranum," segir Magnús sem starfaði með Pétri allt þar til reiðarslagið dundi yfir. „Sannarlega litskrúðugur samferð- armaður sem óneitanlega setti svip sinn á lífið í landinu. Allar þessar grúppur sem hann var í forsvari fyrir voru mjög áberandi enda Pét- ur mjög atkvæðamikill og fram- takssamur. Hann hélt þessu gang- andi meðan hann gat - þangað til allt splundraðist og menn héldu í sitt hvora áttina. Pétur gerði sem mest hann mátti svo árangur næð- ist. Það lýsir honum vel að ef hann taldi það til tekna fyrir samstarfs- menn sfna þá var hann vel opinn fyrir því að fá annan söngvara með í bandið. Sumir söngvarar hefðu ekki tekið jafn vel í þá hugmynd. Afar gefandi og vann alltaf fyrir heildina," segir Magnús sem nú saknar sárt kærs vinar. En það var kannski gleðin sem einkenndi Pét- ur umfram allt. „Ef eitthvað er þá var Pétur of skemmtilegur því að þær stundir sem við höfum átt saman síðustu misseri voru þannig að það var varla hægt að vinna fyrir hlátri og sögum sem þurfti að segja, upprifj- unum og vingjamlegum, smelln- um athugasemdum um menn og málefni. Hann kunni að hlæja að „Efeitthvað er þá var Pétur of skemmti- legur því að þær stundir sem við höfum áttsaman síðustu misseri voru þannig að það var varla hægt að vinna fyrir hlátri og sögum sem þurfti að segja." sjálfum sér, ekki síst. Oftar en ekki var hann aðalpersóna í grínsögunum sem voru ófáar. Það var endalaust." Magnús bendir á eitt sem alls ekki má gleyma þegar Pétur er annars vegar en það eru öll orða- tiltækin, stytting- arnar og taktarnir sem komu frá honum. „Pétur hefur búið til fyrir heila kynslóð, al- veg safn af þessu, sem vert væri að setja í bók. Eitthvað af þessu kom fram í laginu ‘Krókurinn’ með Sálinni en þar voru bara fleyttar kerlingar. Hann hafði einhvern veg- inn lag á því að setja fram ákveðna takta og ósjálfrátt fóru menn að tileinka sér þá. Maður var farinn að tala öðruvísi bara eftir nokkrar mínútur væri hann nálægt. Óhemjuskemmtilegt. Nú er hann farinn til Breiðfirðingabúðar á stóru æfinguna. 68 kynslóðin verður aldrei söm.“ Alvörurödd Enn er vitnað f bók Dr. Gunna. „Við stofnun Pelican um sumarið 1973 urðu skil í íslenska rokkinu. Síðasta hippasveitin, Náttúra, hafði verið lögð niður og þaðan kom Björgvin Gíslason, sem ásamt Gunnari Þórðarsyni var talinn fær- asti gítaristi landsins, en spilaði jöfnum höndum á hljómborð í Pelican. Úr hinni skammlífu Ástar- kveðju komu Ásgeir trommari Ósk- arsson og gítarleikarinn Ómar Ósk- arsson. Fljótíega urðu bassaleik- araskipti þegar Jón Ólafsson tók við af Gunnari." Upp úr 1973 og þann áratug hlýtur Pétur að heita konungur rokksins á íslandi eða allt þar til hin dauða hönd diskósins kom og lamaði tónlistarlíf landsmanna. Hver stórhljómsveitin sem hann leiddi leit dagsins ljós. Bubbi Morthens fylgdist með Pétri og þessum súpergrúppum sem svo Pétur er þessi lífsgleði og röddin. Þessi djúpa rödd sem einhvern veginn náði manni. Einhver tónn sem var alvörudjúpur. Alvörurödd." voru nefndar. „Hann var að mínu mati fyrstí popparinn sem hafði þessa bresku hefð - að vera svona glamúrtýpa. Síðan kynnist ég Pétri og þá kemur í ljós að þetta var einn fi'fsglaðastí, skemmtilegasti popparinn í brans- anum. Gífurlegur húmoristi. Ekki besti söngvarinn en hafði eitthvað sem enginn annar hafði. Einhver óútskýranlegur sjarmi. Við áttum alltaf mjög góðar stundir saman þegar ég var að túra útí á landi, á hljómleikaferðalagi, og hann var að ferðast með plötulagerinn sinn. Mjög minnisstæð er yndisleg stund sem við áttum saman á Djúpavogi í fyrra. Hann var svo á tónleikun- um hjá mér um kvöldið. Það sem stendur upp úr í minningunni um ur rokksins Bubbi segir engan vafa á því leika að Pétur hafi fyrir löngu skip- að sér á stall sem goðsögn í íslensk- um tónfistarheimi. „Sérstaklega fyrir það að á sínum yngri árum lifði hann út í ystu æsar ímynd rokkstjörnunnar. Mínus - notaði aldrei fíkniefni. Hann var þekktur fyrir það. Það eru til sögur um Pét- ur sem einhvern tíma kannski verða sagðar en ekki á þessari stundu. Blessuð sé minning hans.“ Pelican var hljómsveitin og Pétur holdgervingur rokksins. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Uppteknir. Hún seldist í 11 þús- undum eintaka sem var íslands- met og í vinsældarkosningum Vik- unnar fyrir árið 1974 unnu Pelican ustu fulltrúum hins óslökkvandi rokk- þorsta og hefur lýst því yfir að „ Wild thing" verði leikið í jarðarförinni sinni" og meðlimir hennar svo yfirburða- sigur í nánast öllum flokkum. Þjóð- in fylgdist svo agndofa með þegar Pétur var óvænt rekinn úr hljóm- sveitinni, um það leyti sem platan Lítil fluga leit dagsins ljós. En sá hlær best... Pétur stofnaði hljóm- sveitína Paradís sem var stór- hljómsveit að hætti Péturs. Pelican leið undir lok meðan Paradfs varð stórveldi. Hins vegar hrönnuðust skýjabakkar upp við sjóndeildar- hringinn og Pétur var ómyrkur í máli þegar hann tjáði sig um ástandið á markaðnum í Vikuvið- tali árið 1977 en þá var Paradís hætt og við tekin hljómsveitín Póker. „Ríkið hirðir tæp fimmtíu pró- sent af brúttóverði hvers aðgöngu- sveitaball. Þá eigum við eftir að greiða fyrir leigu á samkomuhús- inu, dyravörslu, auglýsingar, ferðir og aðstoðarmenn," sagði Pétur þungur á brún - ætíð að berjast fyrir rokkið. Frá þessu greinir í bók- inni „Eru ekki alfir í Stuði?" Þar er einnig vitnað í viðtal sem Helgar- pósturinn áttí við Pétur en þá var verið að ræða það að slá í gegn í út- löndum, nokkuð sem Pétur horfði eðlilega til og sagði hljómsveitina Póker gagngert stofiiaða með það fyrir augum. En það gekk ekki eftír og Pétur segir 1981: „Það að meika það erlendis er ekki farið að skipta neinu máli eftir að maður er orð- inn íjölskyldumaður." Stórt skarð höggvið Og diskótekin höfðu tekið öll völd á skólaböllunum sem var mik- ilvægur póstur í innkomu hljóm- sveita. í áðurnefndu viðtali segir Pétur sjálfur: „Mér hefur stundum dottið í hug að hætta þessu helvítí, og þá aðallega þegar einhverjar breytíngar hafa orðið á hljómsveit- unum. Ef ekkert stórt gerist á næstu mánuðum, þá er ég ákveð- inn í að hætta. Ég er löngu búinn að prófa allt sem íslenskt tónlistar- fi'f hefur upp á að bjóða, og enginn nennir að halda þessum eilífðarrúnti hér áfram, sem þar að auki fer versnandi með hverju ár- inu sem líður." En Pétur átti ekki eftir að leggja árar í bát enn um sinn. Raunar aldrei því hljómsveitin Pops hefur nú um langt skeið komið saman árlega til að leika á dansleik 68 kyn- slóðarinnar um hver áramót. Hjörtur Howser hljómborðsleikari var einn helsti aðdáandi Péturs og varð fyrir gríðarlegum áhrifum frá honum strax í barnaskóla. Hjörtur minnist Péturs: „Ég spilaði með Pétri í Dúndr- inu,“ segir Hjörtur en það er ein margra hljómsveita sem Pétur kom við í eftir að gullárum stórsveit- anna lauk. „Pétur var þannig mað- ur að það var alltaf orðið gaman í herberginu tveimur til þremur mínútum eftir að hann var kominn inn. Hann bar alltaf með sér gleði, var alltaf í stuði og gerði alla menn að vinum sínum. Enda elskaður, dáður og virtur. Það er stórt skarð höggvið í okkar raðir. Pétur var um tíma allt í öllu í íslensku popplífi. Þó svo að hann hafi dregið sig að mestu úr spilamennskunni á seinni árum þá sneri hann sér að hinu, að gera veg tónlistar sem mestan í gegnum sína frægu markaði í Perlunni sem menn biðu gjarnan eftir til að kaupa tónfist af Pétri. Hans verður sárt saknað." 'Wild thing'við jarðarförina Leiðir Guðmundar Jónssonar gítarleikara og Péturs hafa legið saman lengi og með reglulegu millibili. Guðmundur segir þetta erfiða tí'ma, hann hefur nú með stuttu millibili misst tvo mentora sína í tónlistinni: Pétur og Rabba Jóns. „Þegar ég kom í bransann 18 ára með hljómsveitina Kikk ásamt öðrum þá var það Pétur sem kom í bflskúrinn og bjargaði plötusamn- ingi við Steinar. Stór stund. Þá vann Pétur þar, Uppfrá því tókst með okkur vinskapur. Ég hafði þá fylgst grannt með honum í P-önd- um sínum sem hann rak með glæsibrag. Það var alltaf gæða- stímpill sem fylgdi Pétri. Góður söngvari og mikill foringi." Arið 1993 bauð Pétur Kristjáns- son Guðmundi að vinna með sér að sólóplötu sinni sem síðan varð að endurreisn Pelican sem flestir héldu að væri löngu dauð. „Við spiluðum saman þá og frá því tímabifi á ég mjög góðar minning- ar. Svo kom Pétur reglulega og tók lagið með okkur í Sáfinni. Krókur- inn er saminn í kringum sérstakt tungumál sem Pétur talaði og bara innvígðir skildu." Guðmundur segir Pétur hafa verið afskaplega góða sál, fallega manneskju sem vildi engum illt. Og umfram allt afskaplega skemmtilegur. „Pétur bjó yfir ein- lægri tónlistarástríðu og það skemmtilegasta sem hann gerði var að tala um tónlist, selja tónlist og umgangast fólk. Mikill karakter sem verður sárt saknað, harm- dauði, og bransinn verður ekki samur." í bókinni „Eru ekki allir í stuði?" segir í lok kaflans um Pétur. „Hann er einn af glæsilegustu fulltrúum hins óslökkvandi rokkþorsta og hefur lýst því yfir að „Wild thing" verði leikið í jarðarförinni sinni." Pétur kom oft upp á svið þar sem Sálin var að leika og Guðmundur segir að þá hafi ætí'ð verið tekin þrjú lög. „Það var hinn heilagi þristur: Seinna meir, Krókurinn og Wild Thing. Og aldrei mundi hann textana. Bara rokk alveg inn að merg." jakob@dv.is 1. Pétur í kurmuglegri stellingu með mikrófóninn og kunni ekki textana. Það skipti engu máli. 2. Hér eru strákarnir með Óla blaðasala. Pétur og hljómsveitir hans voru oftar en ekki umfjöllun- arefni blaðanna. 3. Pelican sneri óvænt aftur árið 1993 en flestirtöldu hljómsveitina löngu dauða. 4. Hljómsveitin Poker. Valinn mað- ur I hverju rúmi. Enda hljómsveitin stofnuð gagngert til að slá í gegn I útlöndum. 5. „Það að meika þaö erlendis er ekki farið að skipta neinu máli eftir að maður er orðinn fjölskyldu- maður.'sagði Péturl viðtaliásfn- um tima. 6. Langflottastir. Pétur og félagar á kynningarmynd. 7. íátján grflnajakkanum. 8. Gleðigjafinn Pétur Kristjánsson. Aöalsöngvari eða bassaleikari. 9. Þessir tveir félagar höfðu ýmis- legt saman að sælda I gegnum tfðina. Tróðu stundum upp sem dúó og Bjartmar samdi texta fyrir Pétur. 10. Skólahljómsveit Péturs en hann fetaði strax I fótspor föður sfns, sjálfs KK. Pétur heldur utan um félaga sína, fyrir miðju. 11. / hljómsveitinni Paradls voru helstu töffararsfns tfma. 12. „Fyrstl popparinn sem hafði þessa bresku hefð - að vera svona glamúrtýpa,' segir Bubbi Morthens. 13. Tískan fer í hringi. Pétur var alltaf samkvæmur sjálfum sér og datt reglulega í tísku. 14. Gunnar, Pétur, Ásgeir og Björg- vin. Félagar f gegnum súrt og sætt. Iblfðu og strföu. 15. Pétur Kristjánsson bar meö sér gleöi, var alltaff stuði og gerði alla menn að vinum sfnum. 16. Pellcan átti sviðið meðan hún var og hét. Hér er Pétur með gull- plötu. 17. Pétur og Kristján Hreinsson voru góðir vinir. Kristján semur einmitt textana á plötu sem Pétur var að vinna þegar hann féll frá. 18. Pétur kom inn I tónlistina á Bftlaárunum en nærþroska sem tániistarmaður þegar hippamenn- ingin erallsráöandi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.