Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 25
DV Menning MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 25 Þrái; Þráinn Bertelsson. Dauðans óvissi timi JPV útgáfa Verð: 4680 kr. Dagur Jónasar á morgun Á morgun er dagur íslenskrar tungu og veröur þá fagnað stöðu timgumálsins með ýmsum hætti. Menn geta litið á skiltin, hlustað á auglýsingamar og getið sér til hver er orðinn íslandsmeistari í enskum framburði á Bylgjunni og dætrum hennar. Ráðherramenntamála verður á landsbyggðinni og veitir þar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í rituðu máli. Tölum saman í tilefni dagsins. Rússneska mafían kemur til fslands Þetta verða, sýnist manni, reyfara- jól. Útkomnir reyfarar eru áreiðan- lega töluvert fleiri þetta árið en mörg undanfarin ár og það er aftur lagt meira í útgáfu þeirra en tíðkast hefur um skeið. Og íslenskir höfundar eru famir að láta sífelltmeira að sér kveða á þessum markaði. Rússneskan mafían fylgir auðmanni til íslands Þráinn Bertelsson er ekki alveg ný- græðingur á reyfarasviðinu en þó er eitthvað við Dauðans óvissa tíma sem ber með sér einhverja nýlundu. Ein- hvern nýjan og fnsklegan tón. Hann skrifar aJf fjöri og þrótti og söguefnið leikur í höndum hans. Og skemmst frá því að segja að þetta er dúndrandi skemmtileg bók. Söguefnið hefur reyndar þegar komist í fréttir, eða eigum við að segja bakgrunnur söguefnisins. Því tengsl sögunnar við íslenskan veruleika eru augljósar og skýrar. Hér segir frá auð- manni sem stofiiar skipafélag til að ganga á hólm við Guftiskipafélagið sem áratugum saman hefur verið miðpunkturinn í fjármálaveldi þeirr- ar klíku sem ræður íslandi en hann fer á hausinn og lendir í fangelsi en nær svo á strik þegar hann flytur gos- drykkjaverksmiðju út til Rússlands þar sem einkavinavæðingin er á fullu og á ótrúlega skömmum tíma verður hann forríkur... auðvitað kemur rúss- neska mafi'an við sögu. Og fylgir svo hinum íslenska auð- manni þegar hann flytur auðæfi sín aftur heim til íslands. Björgólfur er fyrirmyndin Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að hér er Björgólfur Guðmunds- son fyrirmyndin, enda hefur Þráinn heldur ekki farið í felur með það í við- tölum. Og það mun áreiðanlega verða góð skemmtun fyrir marga lesendur að heimfæra atburði og persónur bókarinnar upp á raunverulega at- burði og raunverulegt fólk. Ég er svolítið óviss um hvort og þá hvernig þessi saga Þráins mun verða til að breyta viðhorfum fólks tii Björg- ólfs Guðmundssonar. Mér finnst þrátt fyrir allt ekki að þama sé svo nærri honum gengið að hann muni verða knúinn til einhverra andsvara. Er rússneska mafi'an komin tif ís- lands í kjölfar Björgólfs, sem sagt? Flestaflar þær hugleiðingar um veldi og framgang söguhetjunnar í Dauðans óvissa tíma hafa svo sem heyrst áður í tengslum við Björgólf. Og ekki náð að komast ýkja langt af hugleiðingastiginu. Og ég held þessi bók muni kannski heldur ekki breyta því. En þetta er sem sagt bráð- skemmtileg saga og djarfleg á sinn hátt. Hressandi hvað aðallöggan er í góðu hjónabandi Frásöguþráðurinn um Björgólf er reyndar ekki nema annar meginþráð- ur bókarinnar. Hins vegar segir Þrá- inn sögu tveggja ísfenskra smá- krimma sem ræna banka með hörmulegum afleiðingum. Þeir heita Þormóður og Þorgeir og eru augljós- lega byggðir á hetjum Fóstbræðra- sögu og þótt bankarán þeirra endi með meiri ósköpum en ennþá hafa átt sér stað við raunveruleg bankarán á íslandi, þá virðist frásögnin skugga- lega sannferðug - og er reyndar mjög lífleg lika. Persónusköpun bókarinnar er satt að segja sterkasti þáttur hennar - þótt persónur séu margar og litríkar, góð- ar og vondar og allt þar á milli, tekst Þráni að gera þær flestallar lifandi í huga lesanda og í sambandi aðallögg- unnar við konu sfna (og víðar) er margt fallega skrifað. Það er raunar hressileg nýlunda í reyfarageiranum hvað þessi aðallögga lifir í góðu hjónabandi - hitt er orðin helst til mikil klisja í reyfarabransanum. Æsilegt uppgjör á exótískum stað Þetta er altso bók sem maður les sér til góðrar skemmtunar, alveg burtséð frá elementi sannleikans og samlíkinga við hann, sem ég held að tíminn verði að skera úr um. Þann galla sé ég á bókinni að undir lokin er eins og Þráinn hafl freistast til að fylgja of nákvæmlega þeirri formúlu spennusögum sem kveður á um æsi- legt uppgjör á exótískum stað - þá flyst atburðarásin út á eyju nokkra og þótt allt það sé þokkalega af hendi leyst, þá flnnst mér þar Þráni fipast örh'tið - maður sér soldið naglaförin í smíðinni þar. En þessi galli verður bara umtalsverður af því fram að því hafði ffásögnin öll runnið svo áreynslulaust og lipurlega. Og nær engan veginn að skemma skemmtunina. niugi Jökulsson Finnur Arnar Arnarson mynd- listarmaður er einn þeirra tuttugu myndlistarmanna sem eiga verk á stórsýningu Listasafns íslands, þar á hann þrjú myndbandsverk. En á sama tíma og unnið var að uppsetningu sýningarinnar á Frí- kirkjuveginum tók annað verk eftir Finn að trufla gangandi fólk í mið- bæ Reykjavíkur, fjölrituð ljósmynd af Jóni Sigurðssyni með nýleg fórn- arlömb vestrænnar menningar í forgrunni. Margir staðnæmdust þar sem myndinna hafði verið klastrað á auglýsingaskerma, fólk varð flóttalegt og sumir gengu lengra, litu í kringum sig og rifu síð- an myndina niður. Við leituðum til Finns og feng- um skýringar á ferðum Jóns Sig- urðssonar. Hann hafði fengið fyrst amerískan pípuhatt. „Það var 1994 og ég man ekki lengur hvað tilefnið var annað en þessi ameríkanisering sem stundum gengur alveg ffam af manni. Síðan hefur hann lifað áfram og tekið á sig ýmsar myndir. Grunnhugmyndin með sjálfstæðis- hetjuna er að spyrja hversi sjálf- stæð erum við? Við eltum oft af- stöðu annarra, stundum eins og í blindni, stundum af peningahags- munum. Þessi útgáfa kom til eftir morðin í Kabúl. Mér ofbauð þegar friðargæslumennimir sluppu. Það var ógeðslega hrokafullt hvað öll- um var sama þó að þarna hefði dáið lítil stelpa og bandarísk kona. Það skipti engu máli,“ segir Finnur. Við spurðum hvernig myndun- um af Jóni hefði verið dreift? „Stundum fer ég og dreifi honum á 17. júní. Þennan lét ég prenta og lét dreifa honum á plakatastaði. Ég setti upp sýningu með Jónunum sem em orðnir tíu á menningar- barnum í Aðalstræti í fyrra. Það hélt einhver útvarpsstöð þar árshá- tíð og rústaði öllum myndunum, sem mér fannst svolítið fyndið." Eru þeir orðnir tíu? „Já, en ég bý líka til annars kon- ar myndlist. Mér finnst að mynd- listarmenn eigi að segja meira í myndlist sinni, segja skoðanir sínar á ýmsu sem gengur á. Þegar við emm tekin í viðtöl erum við oftast spurð um verkin okkar, aldrei hvaða skoðanir við höfum á því sem skiptir okkur öll máli, verðinu í búðunum og stríðinu sem við tök- um þátt í.“ Agitprop - áróðurslist - hefur fylgt vestrænum samfélögum svo langt sem menn muna. Hún blómstraði á umrótstímabili sjö- unda og áttunda áratugsins og virðist á síðustu ámm hafa náð at- hygli myndlistarmanna á ný. ■} X S' X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.