Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 25 i DV Menning Látinn er í Reykjavík frumkvöðull úr hópi íslenskra tónskálda, Magnús Blöndal Jóhannsson. Hann var í framvarðarsveit þeirra sem hófu tilraunir með raftónlist og verður að teljast eitt merkilegasta tónskáld okkar á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Magnús Blöndal Jóhannsson lést að kvöldi nýársdags á Land- spítalanum á áttugasta aldursári. Hann var fæddur á Skálum á Langanesi þar sem faðir hans var kaupmaður. Hann hóf tónlistarnám á unga aldri en fór 1947 til framhaldsnáms í New York þar sem hann stundaði nám til 1954 þegar hann snéri heim. Við heimkomuna hóf hann störf á Vísi sem tónlistargagnrýnandi og sinnti þeim starfa til 1957; hann var starfs- maður tónlistardeildar Ríkisútvarps- ins frá 1955 til 1972 og vann jöfnum höndum við Þjóðleikhúsið sem píanóleikari og kórstjóri frá 1956 til 1961. Um nær tveggja áratuga skeið var hann afkastamikið tónskáld og liggja eftir hann hátt á annað hundrað verk af ýmsu tagi: sönglög, kvik- myndatónlist, tónlist fyrir leikverk og dansverk, auk hljóðfæraverka og verka fyrir hljómsveit. Þá var hann. virkur við hjómsveitarstjórn og beitti sér í ýmsum fr amfaramálum tónlistar, bæði innan samtaka tónskálda og innan þeirra menningarstofnana sem nutu starfskrafta hans. Frumherji í raftónlist Magnús var brautryðjandi í ís- lenskri tónsköpun. Um þátt hans segir Bjarki Sveinbjömsson í doktors- ritgerð sinni: „í íslenskri elektrómskri tónlist hefur Magnús Blöndal Jó- hannsson gegnt hlutverki frumherja. En það á ekki einungis við um elektrómska tónlist. Hann var fyrstur til að tileinka sér módernismann í íslenskri tónlist. Ekki bara á einn hátt heldur á svo mörgum sviðum - seriella tónlist, aleatóríska tónlist, elektrómska tónlist, elektróník og hefðbundin hljóðfæri." Hann hóf til- raunir með tólftónatónlist þegar á námsárum sínum í Juilliard og er tal- inn fyrstur íslenskra tónskáida til að tileinka sér tólftónatæknina í verki sínu Fjórar abstrakúonir frá 1950. Hann varð einnig fyrstur manna til að þreifa sig áfram með smíði elektrómskrar tónlistar með tilrauna- starfsemi á kvöldin og nóttinni í hijóð- stúdíóum Ríkisútvarpsins. Aftur er vitnað til Bjarka: „Fyrsta tónverkið sem hefur verið samið á íslandi og flutt á opinberum tónleikum þar sem elektrómskri tækni er beitt við tón- smíðina er verkið Elektrónísk Stúdía meö blásarakvintetti og píanói eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Verkið var samið í Reykjavík árið 1959 og ffumflutt á öðrum tónleikum Musica Nova þann 11. apríl 1960. Um er að ræða verk þar sem skiptast á hljóð- færaleikur og hljóð leikin af segul- bandi." Bjarki vísar til orða Bjöms Franzsonar gagnrýnanda að það verk hafi ásamt Leikum 3 eftir Þorkel Sigur- bjömsson, boðað „dómsdag tónlist- arinnar". Frumleiki hins útþvælda efnis Constellaúon eða Samstimi var flutt í desember 1961 og hefur verið flutt margsinnis, bæði heima og er- lendis: í grein í Birtingi 1964 sagði Atli Heimir Sveinson þetta um Samstimi: „Þegar ég dvaldi í Köln haustið 1964 átti ég tal við Stockhausen um Magn- ús. Stockhausen sagði, að eftir því að dæma, sem hann hefði heyrt eftir Magnús, virtist sér hann vera mjög at- hyglisvert tónskáld. Magnús kompón- eraði á þann hátt sem fæstum tón- skáldum öðrum væri tilætlandi. Menn veigruðu sér við að nota jafn einfaldar sjálfsagðar vinnuaðferðir og jafii „útþvælt" efni sem Magnús, en einmitt í því birtist frumleiki hans og þar með kæmi hann öllum á óvart.“ Bjarki Sveinbjömsson segir í fram- haldi af tilvimun þessari: „Þetta er eitt af vörumerkjum Magnúsar í tónsmíð- um. Hann notast við það sem „hendi er næst og fæst ekki um það sem ekki fæst". Hann vinnur út frá stuttum hugmyndum sem elta hver aðra. „Samstimi er ekki í sambandi við neitt sérstakt, það er byggt upp af andstæðum og til orðið frá sjálfu sér þ.e.a.s. ein einstök hugmynd leiðir af sér aðra sem svo leiðir af sér enn aðr- ar og svo frv...“ sagði Magnús þremur áratugum síðar um verldð. Bjarld seg- ir höfundinn hafa fengið hugmyndir að verkinu „gegnum hlustun af tón- listarböndum sem bámst RUV frá er- lendum útvarpsstöðvum". Verkið var unnið á tæki Rfldsútvarpsins. Leikur og dans Magnús sýndi aflan áratuginn mifli 1960 og 1970 að hann var í fremstu röð tónskálda: hann er frumkvöðull í að draga nútímatónflst inn í leikhúsið á vegum Grímu og fylgja þeir Jón Ás- geirsson, Atli Heimir og Leifur Þórar- insson í kjölfarið; hann semur 1968 gagnvirka tónlist fýrir hljómsveit, seg- ulband og dansara sem flutt var af dansflokki Félags íslenskra listdans- ara við Frostrósir, dans Ingibjargar Bjömsdóttur. Hann semur víðkunna tónlist við heimildarmyndir Ósvalds Knudsen, Sveitina millisanda og Surt- ur fer surman. Sönglag hans úr Sveit- inni er þjóðareign. Adagio Hlé verður á einstökum ferli hans mifli áranna 1972 til 1980, en þá tekur hann upp þráðinn og semur verk á ný, en í öðrum anda, segir Bjarki Svein- bjömsson: „...tók hann upp þráðinn að nýju og samdi nokkur verk, bæði sönglög, kórtónlist, einleiks- oghljóm- sveitarverk. Lfldega stendur verkið Adagio frá árinu 1980 upp úr - há- punktinum náð öðm sinni í upphafi ferils. Þetta verk var upphaflega samið á lfljóðgerfil og leikið inn á tölvu en síðar umskrifað fyrir hljómsveit. Þá er einnig útsetning af verkinu fyrir orgel," segir hann í sinni ágætu doktorsrit- gerð sem hér hefur nokkrum sinnum verið vitnað til og er aðgengileg á musikds en hefur enn ekld komið út á bók og er eina aðgengilega gagnið um þessa hreyfingarmiklu tíma í tónlistar- sögu okkar. Bjarki lýsir því í riti sfnu hvernig frumherjaverk Magnúsar vom nánast glötuð. Magnús var þríkvæntur og er eftir- lifandi kona hans Hulda Sassoon. Hann lætur eftir sig þrjá syni. Páil Baldvin Baldvinsson Á miðvikudagskvöld efnir Hispánica, menn- ingarfélag spænskumælandi á íslandi, og List- vinafélag Seltjarnarneskirkju til gítartórileika í suðrænum anda í Seltjarnarneskirkju, kl. 20. Þar mun Arnaldur Arnarson gítarleikari leika tónlist frá Argentínu og Spáni. Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður verkum spænsku tónskáldanna Narváez, Sor og Albéniz en eftir hlé verða kynnt verk 20. aldar tónskáldanna Ayala og Guastavino sem báðir voru frá Argentínu. Arnaldur fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann hóf gítarnám f Svíþjóð tíu ára og lauk nárni vor- ið 1977 hjá Gunnari H. Jónssyni frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann tók lokapróf frá Royal Northern College of Music í Manchest- er árið 1982. Þá stundaði hann framhaldsnám hjá José Tomás í Alicante á Spáni. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppn- um, meðal annarra fyrstu verðlaun í XXI alþjóð- legu Fernando Sor-gítarkeppninni í Róm 1992. Sama ár komst hann einn gítarleikara af um hundrað keppendum í úrslit East and West Artists-keppninnar í New York. Með flutningi sínum á Concierto de Aranjuez eftir Rodrigo með Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1990 og einleikstónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 1992 skipaði hann sér á -------- bekk með fremstu hljóðfæraleikurum íslands. Arnaldur hefur búið í Barcelona frá 1984. Þar er hann aðstoðarskólastjóri Luthier-tónlistarskólans og kennir jafnframt gftarleik alþjóðlegum hópi nem- enda. Hann er umsjónarmaður fyrstu fram- haldsgráðu í Hljóðfæraleik sem nýtur opinberrar viðurkenningar á Spáni, en hún er veitt af Ramón Llull-háskólanum í Barcelona í sam- vinnu við Luthier-skólann. Hann hefur haldið námskeið í gítarleik og kammertónlist víða urn heim, m.a. í Wigmore Hall í Lundúnum, við há- skólann í Boston og Alfred Schnittke-tónlistar- háskólann í Moskvu. Hann hefur enn fremur setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistar- keppnum. Arnaldur Arn- arsson Býrí Barselóna en erl hópi helstu gítar- leikara okkar. » >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.