Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Björgvin Guðmundsson heima og að heiman að fólki fannst stórmannlegt af ritstjóra Morgunblaðs- ins að birta gagnrýni rithöfundarins Hallgrims Helgasonará hann sjálfan. Það ætti samt ekki að koma neinum á óvart. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur alltaf haldið því fram að blaðið sé opið þeim sem vilja gagnrýna ritstjórnarstefnu blaðsins. Eru mörg dæmi um slíkar greinar. Hins vegar verður gagnrýnin auðvitað að vera málefnaleg. Gagnrýni Hallgríms varfull persónuleg. Kannski vegna þess að sumir líta á Styrmi Gunnarsson og Morgunblaðið sem eitt. Kosningarétturinn er hverjum ' frjálsum manni mikilvægur. Annar réttur er ekki síður mikilvægur. Það er að kjósa með fótunum. Fólk býr þar sem best er að búa, verslar þar sem . best er að versla og fjárfestir þar sem ávöxtunin er best. Segja má að skynsam- legustu ákvarðanir flestra, óháð stjórnmálaskoð- unum, snúi að fjármálum. Þá er oftast lítið svigrúm fyrir tilfinningar. Nú virðist sem fjárfestar séu farnir að hlaupa frá fjárfestingu f fslenskum skuldabréfum. Vilja þeir að minnsta kosti fá hærri ávöxtun f verðlaun fyrir meiri áhættu en áður, í Financial Times f gær segir að þetta endurspegli áhyggjur margra af íslenska hagkerfinu. Vfsbendingu er oft varpað skemmtilegri sýn á málefni líðandi stundar. Benedikt Jóhannesson ritstjóri er beittur þjóðfélagsrýnir. f sfðasta tölublaði skrifar hann: „Brotthvarf hersins er slæmarfréttirfyrir lopapeysuframleið- endur og skiltagerðir. Aldrei aftur munu fúlskeggjaðir hernámsandstæðingar þramma frá Keflavík með skiltin á lofti. Kannski var búið að stela glæpnum fyrir löngu. Ég man ekki eftir slíkri göngu eftir að Þjóðviljinn gaf upp öndina..." Leiðari Eirikur Jónsson Hann œtti að vera öðrum fyrirmynd, hvortsem þeirheita Markús Örn íKanada, Tomaslngi íParíseða Guðmundur Árni í Stokkhólmi. Sendiherra með stíl Lengi hefur farið í taugarnar á lands- mönnum þegar verið er að dubba afdankaða pólitíkusa upp sem sendiherra. Og svo lifa þeir í vellystingum praktuglega á framandi slóðum á kostnað skattgreiðenda. Gremja almennings er sldljanleg. Oftar en ekki heyrist lítt ffá þessum sendiherrum nema á sérstökum hátíðar- stundum og sýna þeir þá svo sem engin sérstök tilþrif. Yfirleitt endar þetta með því að þeir fara á eftirlaun og hverfa. Því er gleðilegt að sjá þegar sendiherra, með klassíska fortíð sem þingmaður og ráðherra, lætur til sín taka erlendis svo eftir er tekið. Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, gerði sér lítið fyrir og skrifaði grein í danska viðskiptablaðið Börsen, þar sem hann rak allt bullið um íslensku útrásina ofan í Dani og gaf ekki tommu eftir. Þetta eru ekki venjuleg vinnubrögð í sendiráðum íslands erlendis. Ogýmsir hafa spurt hvað sendiherrann sé að vilja upp á dekk. Sjálfur svarar hann því til að hann sé að verja hagsmuni íslands erlend- is. Sem er grunnhlutverk hans. Svavar Gestsson er líklega fýrsti sendi- herrann úr íslenskri pólitík sem hefur réttlætt ráðningu sína og það með stæl. Hann ætti að vera öðrum fyrirmynd, hvort sem þeir heita Markús Öm í Kanada, Tomas Ingi í París eða Guðmundur Árni í Stokkhólmi. Höfum við heyrt af þeim eftir að þeir fóra? Taka ber ofan fýrir Svavari Gestssyni og tiltæki hans í Kaupmannahöfn. Allt í einu höfum við eignast flinkan sendiherra sem lætur í sér heyra - og það úr röðum stjórnmálamanna. Því miður er Svavar unantekningin sem sannar regluna. En hann á hrós skilið. I Sendiherrann í Kaupmannahofn Svavar I Gestsson hefur réttlætt pólitiska ráörtingu I sina meö því að vinna fyrir kaupinu. ' ' l--------*------- Folix & Bryndis Þá gætu allir foftur horft í. BALTASAR & LILJA BUBBI & BRYNJA LINDA & FJÖLNIR ÞÓRHILDUR & INGVIHRAFN Sögustund meö fallegu Þá yrði fyrst gaman. Bannað innan 18. Börnin leika sér úti á meftan. yfirbragði. Rettlæti fyrir almenning og aðra Fyrst og fremst JÓHANNES KAUPMAÐUR í Bónus var argur í gærmorgun þegar hann mætti í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Hæsti- réttur var búinn að fá hluta mála gegn Baugi inn á borð til sín. Jóhannes sá ekki fyrir endann á íjögurra ára mála- stappi. Hann er ekíd þeirrar gerðar hann Jóhannes, eins og maður man eftir honum af gólfinu í Sláturfélag- inu, að lilutimir dragist áffam. Hann viH að þeir gangi. Það gustaði frá hon- um þegar upp sviptist vængjahurðin að bakrými Sláturfélagsins og hann stóð skyndilega á gólfinu á sloppn- um. Maður hálf kinokaði sér við að spyrja hann einföldustu spuminga. Það er langt síðan. Víst hefur sést til hans grípa inn í hilluröðun í Bónus- búðum. Krakkarnir em fyrir þegar hann tekur til hendinni. GREMJA HANS er svo sem skiljanleg: hver sá sem lendir í stappi við lögin finnur á sér seigdrepandi hægagang skriffinnskunnar. Kvarnir þar mala hægt og sekir og saklausir koma báð- ir marðir úr þeim kvörnum. Seina- gangurinn í dómskerfinu er ekki samkvæmt nútímalegu gæðamati. Býr ekki við rómaðan afgreiðslu- hraða dómsmálaráðherrans. Þar er allt meira sló. EKKIVERÐUR Jóhannes sakaður um bokkaskap og stórlæti. Hann er þvert á móti réttur og sléttur múgamaður og er þess vegna í dálæti alþýðu manna. Hún þekkir í honum sjálfa sig sem hann kannast líka vel við. Veraldlegur auður hans nú og krakk- anna hans á ekki að skapa þeim neina sérstöðu. En gremja hans er sprottin af þeirri vissu að hann er ranglega borinn sökum og allt hans fólk. Stjórnvöld hafa reyndar látið þær ávirðingar sem vind um eyru þjóta. EKKERTER eins sárt og að vera hafð- ur fýrir rangri sök. Merin geta unað seinagangi fjársoltinna dómstóla - sem er pólitísk stefna sem lengi hefur verið við lýði hér á landi. Ekld er það skárra í útlöndum segja þeir löglærðu eins og það sé afsökun. En menn una illa að sitja árum saman undir áburði rangra sakargifta. ÞAÐ SÉR hver sjálfan sig í því. Hafi menn fjárhagslega burði og andlega burði til að þola rangindi ár eftír ár er það gott. Saga okkar geymir marga slíka menn. En hafi ákærðir það ekki - hvorki fjárráð né andlegan styrk. Hvar er réttlætinu þá fyrir komið? BAUGSMÁUÐ er nú komið fyrir nýtt dómstig og á endanum fæst úr því dómur. Það þarf sterkt bak og digra sjóði til að standa í slíku. Og fari svo að málið reynist apaspil, eins og Jó- hannes kallaði það, er rétt og skylt að þeir sem ábyrgðina bera axli sín skinn og hypji sig. Þá er aðeins eftir að grafast fyrir um sannindi þess að málið allt sé af annarlegum rótum. Komumst við nokkum tíma að því? Venjuleg heimili „Það væri frískandi að sjá innlit á venjuleg íslensk heimili, þar sem tekið væri hús á nægjusamara fólki sem er óhrætt við að sýna eðlilegt heimilislíf með tilheyrandi rúi og stúi, en hjartað og góðan heimilis- anda á réttum stað," segir Þórdís Lilja Gunnarsdóttír í Fréttablaðinu í gær í gagnrýni á Innlit/útlit-þættina í sjónvarpinu. Svo sem gott og blessað. En hver myndi nenna að horfa á svoleiðis sjónvarpsþátt? Innlit/útlit Vill einhver sjá venjuleg heimili? Myndin af okkur „Við þoram ekki að vera ffjáls. Enginn dagur er runninn fyrr en við höfum séð hann nefindan í haus Morgunblaðsins. Sjálf höfum við engu áorkað fyrr en við sjáum mynd af okkur í Morgunblaðinu," segir Hallgrímur Helgason í grein í Morgunblaðinu um Morgunblað- ið. Þetta er rosaleg gréin hjá Hall- grími. Hefur Mogginn ekkert kontr- ól á því lengur hvað birtist í blaðinu? Hallgrímur Helgason Skrifar tímamótagrein um Moggann íMoggann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.