Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 Lífsstíll DV FJÓRIR KEPPENDUR ERU EFTIR í IDOL-STJÖRNULEIT EFTIR AÐ ALEXANDER DA TT ÚT íSÍÐUSTU VIKU. ÍKVÖLD TAKA KEPPENDUR TVÖ LÖG. FYRRA LAGIÐ VERÐUR AMERÍSKT POPP EÐA ROKK. SEINNA LAGIÐ ER KÁNTRÍ. 3. Bríet Sunna Valdemarsdóttir (Sími: 900-9003 / Sms: idol 3 í 1918) Hin brosmilda Bríet Sunna byrjar sinn fluttning á laginu Always On My Mind sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Höfundatríóið Johnny Christopher, Mark James og Wayne Carson Thompson samdi lagið og Brenda Lee söng það upprunalega árið 1971. Elvis tók það svo upp á arma sína ári seinna og gerði það ódauðlegt. BB King sagði fyrir nokkrum árum að þetta væri hans uppáhaldslag. Iseinni hlutanum ætlar Bríet að taka lagið Blue með LeAnn Rimes. Lagið Blue er fyrsta lagið sem hún gafút afsamnefndri plötu. Það var árið 1996 og Rimes var aðeins 13 ára gömul. 1. ína Valgerður Pétursdóttir (Sími: 900-9001 / Sms: idol 1 í 1918) Ina stígur fyrst á svið og tekur smellinn I Want to Dance With Somebody með Whitney Houston. Lagið kom út í maí árið 1987 og varð þá Whitney Houston fyrsta konan til að eiga lag og plötu samtímis í fyrsta sæti á Billboard-listanum. Lagið komst einnig á topp vinsældarlista úti um allan heim og er löngu orðið klassískt. Ikántriinu ætlar ína að tækla lagið Something To TalkAbout með Bonnie Raitt. Bonnie er fædd í Bandaríkjunum árið 1949 og hefur gefið út heilar 16 breiðskífur. Lagið Something to Talk Aboutkom útáplötunniLuckofthe Drawárið 1991 ogvann Bonnie meðal annars Grammy-verðlaun fyrir það. msmmm Platdoktor hengtr dverga upp á löppunum ísraelskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir að þykjast vera læknir og bjóða upp á lengingu. Maðurinn varmeð nokkra tugi kúnna sem höfðu borgað honum Furðufrétt a' fóstudegi m 2. Ragnheiður Sara Grímsdóttir (Sírrii: 900- 9002/Sms: idol 2 í 1918) Ragnheiður Sara er önnur í röðinni og byrjar hún á því að taka lagið Ben með Michael Jackson. Lagið kom út á samnefndri plötu árið 1972. Ilaginu syngur Jackson um rottuna Ben úr samnefndri mynd. Lagið er fyrsta lag Jacksons sem fór á topp- inn í Bandaríkjunum án þess að hann nyti bræðra sinna við. I kántríinu ætlar Ragnheiður Sara að syngja Joleen eftir kán- trídrottninguna Dolly Parton. Lagið kom út á samnefndri plötu árið 1974. Það hafa margir tónlistarmenn fært þetta lag í sinn búning og núna síðast blés hljómsveitin White Stripes nýju lífi í slagarann. 4. Snorri Snorrason (Sími: 900-9004 / Sms: idol 4í1918) Snorri ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar að taka rokkslagarann Sweet Child O'Mine með hinni goð- sagnakenndu Guns'N'Roses. Lagið er á fyrstu plötu þeirra kappa sem heitir Appetite for Destruction og kom hún út árið 1987. Lagið varð ekki vinsælt fyrr en ári eftir að platan kom út. Slash vildi fyrst ekki nota gítarriffið sem einkennir lagið og fannst það glatað. Það hefur seinna verið valið besta gítarriff allra tíma. Snorriætlarsvo að syngja Annie's Song eftirJohn Denver. Lagið fór á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi árið 1974. Denver samdi lagið á 10 mínútum á meðan hann sat í skiða- lyftu eftir að hafa rifist við þáverandi eiginkonu sína. LEÐURSVUNTI0G ARÍSKU GÓGÓPÍURNAR Laibach á Nasa Eins og skriðdeki. DV-mynd Heiða legum rúss- neskum aðferðum sem fólust íþví að hengja fólkið upp á löppun- um og festa á það þung lóð. Einnig varsjúk- lingum gefin fæðubótaefni sem áttu að flýta meðferð- inni. „Aðeins hálfvita myndi láta sér detta I hug að hengja fólk upp á löpp- unum til að lengja það/'stóð í dómsorðinu. Þar stóð líka að plat- læknirinn hafi stórlega hætt heilsu kúnna sinni og að enginn árangur hafi náðst af meðferðinni. Dómur- um þótti tveggja ára fangelsi hæfilegt fyrir svikadoktorinn og tóku inn í myndina að hann átti engan sakaferil að baki og bjó með mömmu sinni. Ég mætti allt of snemma á tón- leikana. Þurfti að hlusta á Leroy Anderson á fullu blasti í klukku- tíma eða svo, þar á meðal á „Vélrit- unarlagið" tvisvar. Ekki skemmti- legt. Á meðan stappaðist í kofann, áberandi karllægur skari og menn settu sig í stellingar fyrir taktfast hernaðarrokkið. Einhverjir voru í nasistabúningum, eða einhverju sem líktist þeim. Sjálft mætti band- ið á svið undir gamla evrópska sjónvarpsstöðvar-laginu í þykkri reykjarmóðu. Allt reffilegir menn í rauðbrúnum búningum, í poka- buxum og alvarlegir að sjá. Laibach eru lítið fyrir að brosa á sviði. Sköll- óttur bassaleikari, gítarunglingur, töffaralegur trymbill og skoffínskur hljómborðsleikari, sem minnir á brjálaðan vísindamann. Djúpradd- aður söngvarinn, sem lítur út eins og Begbie í Trainspotting, tók sér stöðu í fremstu röð; svalur í leður- svuntu með einskonar nunnu- skuplu úr leðri á hausnum. Svo fór Laibach á Nasa 22. mars Tónleikagagnrýni Dr. Gunna skriðdrekinn af stað. Taktfast og töff og skarinn var ekki lengi að taka við sér og gjuggaði sér í mjöðmum, og þeir hressustu sendu eitthvað sem líktist hitlers- kveðju á slóvenska bandið. Stund- um hefur verið sagt að fjöldafundir nasista hafi verið fyrstu rokktón- leikarnir og Laibach taka það konsept alla leið, nema þeir æsa ekki til stríðs heldur til friðs með textum sínum og yfirlýsingum. Eftir þrjú lög birtust arísku gógópíurnar, spengilegar mjög með fez-hatta á höfðinu sem alpalegar fléttur gægðust undan. Mér skilst að þetta séu afrekskonur frá Slóveníu og þær báru það með sér, voru óhugn- anlega samhæfðar í framkomu, grafalvarlegar á svipinn, lömdu á snerla og sýndu taktfastar leikfimi- æfingar eins og upptrekkt vél- menni. Ofurtöff. Laibach tók öll sín þekktustu lög í bland við margt eðalefnið af nýj- ustu plötunni. Þótt aðeins hafl maður verið farinn að þreytast á einhæfninni þegar á leið voru þetta magnaðir tónleikar enda tók skar- inn ekki annað í mál en að fá meira eftir lokalagið. Laibach mættu því aftur og tóku helstu smellina, m.a. Life is Life og Geburt einer Nation. Þá má segja að tryllingurinn hafi fyrst tekið völdin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.