Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 37

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 37
TÓNLISTIN 27 sem minnisstæðastan. Efnt var til sam- keppni meðal ljóðskálda og tónskálda um bezta ljóð og lag við nýjan þjóðveldis- söng. Svo tókst þó til, að hvorug dóm- nefndin — en í sönglaganefndinni sátu þeir Árni Kristjánsson, Páll ísólfsson og -dr. Urbantschitsch — sameinaðist um eitt ljóð og eitt lag, er henni þætti tví- mælalaust skara fram úr öllum öðrum innsendum. Ljóðanefndin skipti verð- laununum, 5000 krónum, jafnt milli Unn- ar Bjarklind c-of Jóhannesar úr Kötlurn, en laganefndin veitti að vísu Emil Thor- oddsen einum verðlaunin öll fyrir lag hans Hver á sér fegra föðurland, en taldi þó lög Þórarins Guðmundssonar (Land míns föður) og Árna Björnssonar (Syng, frjálsa land) verðskulda opinbera viður- kenningu nefndarinnar á öðru og þriðja sæti, án verðlauna. Lúðrasveit Reykja- vikur aðstoðaði með ágætum við öll há- tíðahöldin, og hafði hún gagngert verið aukin að einum kór saxófóna, sem mýktu blástursblæ hljóðfæranna eigi alllitið und- ir stjórn Alberts Klahns. Páll ísólfsson stóð á Þingvöllum frammi fyrir þeim mesta þjóðkór, sem hann enn hefir stjórn- að, þar sem öll Fangbrekkan var þakin fólki, og var hmn æfði og þjóðfrægi út- varpskór hans dreifður innan um j)yrp- inguna. Hann ávarpaði mannf jöldann, hress i bragði sem hans er vandi, og bað menn taka vel undir. Þetta tókst ekki alveg upp á ])að bezta i upphafi. En fljótt söng öll brekkan, eins og hlýðinn kór undir tilþrifamikilli stjórn jæssa vinsæla stjórnenda. Það var lyfting í þeim söng. Allir höfðu ánægju af að taka þátt í hon- um. Hér var virk jmtttaka almennings i j)vi að gera stundina hátiðlega, hlýlega, skemmtilega. Eftir því sem fleiri lög voru sungin, dreif fleira fólk að og sett- ist í brekkuna, svo að hún varð öll lif- andi. Einhverjum varð máske á að hugsa til þess fólks, sem komið hafði um lang- an veg og oft hefir hlýtt á jjjóðkór Páls í útvarpinu en aldrei séð hann sjálfan. hve ánægjulegt væri fyrir það að sjá hann Jjarna á j)essum víða palli í fyrsta sinni stjórna þúsundunum i brekkunni. Um leið og fáninn var hylltur og rann að hún tók Páll ísólfsson til söngstjórnar og söng mannfjöldinn ])á Rís þú, unga ís- lands merki, þrjú erindin. Enn söng mannfjöldinn nokkur ættjarðarljóð og Páll stjórnaði. Næsti ])áttur dagskrárinn- ar var söngur j)jóðhátiðarkórs Sambands íslenzkra karlakóra. Um 200 manns voru i kórnum, sem var samsteypa frá Karla- kórnum Fóstbræður, Karlakór Reykjavík- ur, Kátum félögum og Karlakór iðnað- armanna. En ])essir stjórnuðu söngnum til skiptis : Jón Halldórsson, sem var aðal- söngstjóri, Sigurður Þórðarsoon, Hallur Þorleifsson, Robert Abraham og Þórar- inn Guðmndsson, er stjórnaði hátiða- lagi sinu. Pétur Jónsson söng einsöng með kórnum í ágætu íslands lagi Björg- vins Guðmundssonar við kvæði Gríms Thomsens, Heyrið vella á heiðum hveri. Var j)ví lagi tekið svo vel, að J)að var endurtekið, en mannfjöldinn klappaði í takt við marzinn, er lúðrasveitin spilaði ])egar söngmenn gengu fylktu liði út af pallinum. Hið islenzka þjóðlag Ar vas alda i útsetningu Þórarins Jónssonar vakti og mikla athygli. Þessi afrek ís- lenzkra tónlistarmanna gefa fyllstu vonir til þess, að hjá því hvorki geti né megi fara, að þjóðarmetnaður okkar vakni til heilbrigðs starfs og stríðs, ])ar sem sá stóri og langþráði atburður hefir gerzt, að við erum aftur fullvalda lýðveldi. Úr Árnessýslu. Ungmennafélag Gnúpverja hefir síð- astliðinn vetur æft blandaðan kór. Úr Rangárvallasýslu. Ungmennafélagið Hekla á Rangárvöll- um hafði forystu um söngnámskeið í samráði við söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar, og var hann leiðbeinandi félagsins. Frá Húsavík. Fyrir forgöngu Sigurðar Birkis söng- málastjóra hefir nýlega verið stofnaður kirkjukór á Húsavík, og eru meðlimir hans 26 að tölu, en formaður kórsins er Auður Aðalsteinsdóttir. Undirleik fyrir

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.