Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 130

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 130
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 90 BÆKUR ★★★ ★★ Íslenskir kóngar Einar Már Guðmundsson MÁL OG MENNING Í Tangavík hafa Knud- senarnir ráðið lögum og lofum í meira en tvær aldir. Ættfaðirinn er Ástvaldur Knudsen en sá sem mest kveður að í sögunni er Arnfinnur Knudsen, sem fæddur var við upphaf heimskreppunnar miklu en dó í fjármálakreppunni stóru. Saga 20. aldarinnar endur- speglast í þessu tilbúna sjávar- plássi Einars Más Guðmunds- sonar. Heimskreppan, fasisminn, kommúnisminn og styrjaldirnar tvær. Því má því kannski segja að Íslenskir kóngar sé aldarspegill, en sagan streitist á móti slíkum skilgreiningum og hoppar aftur til átjándu aldar þegar henni sýn- ist svo. Sennilega er illmögulegt að segja sögu Íslendinga nema hverfa aftur til þess tíma þegar þeir þurftu að beygja sig undir raunverulega kónga. Sögumaður er gamall nem- andi Arnfinns Knudsen, en hann segir frá í rammíslenskum kjafta- sagnastíl. Hann slær ýmsa var- nagla: „gott ef ekki“, „eða ég man það ekki, þetta kom í blöðunum“ (36). Þetta veitir höfundi heil- mikið frelsi til þess að fara fram og aftur í tíma og velja sér ótrúlegustu hluti að umfjöllunarefni. Og allt er leyfilegt. Mestu púðri er eytt í að lýsa spillingunni sem fylgir hinum athafnasömu Knudsen- um, sem allir tilheyra Flokknum eða Bænda- flokknum. Klíku skapur, frændhygli, kvótabrask, svindl og svínarí – þetta er aldrei langt undan þegar Knudsenarnir eru annars vegar, enda standa þeir fyrir það sem er rotið í íslensku samfélagi. Því hefur löngum verið haldið fram að íslenskir lesendur fái mikið út úr því að lesa skáldsögur með símaskrána á lofti og Íslend- ingabók opna í tölvunni. Þessi saga Einars Más er ekki beint lykilsaga, þar sem hver persóna á sér fyrir- mynd í raunveruleikanum, heldur er það frekar þannig að hverri persónu megi finna margar fyrir- myndir. Og í Íslenskum kóngum eru fjölmargar kunnuglegar pers- ónur. Þar er tannlæknirinn og flugdólgurinn sem lenti í óskiljan- legum vandræðum í háloftunum, auðmaðurinn sem sagði „Ég á það, ég má það“ að ógleymdum mann- inum sem var dæmdur í fangelsi, sat af sér dóminn, hlaut glimr- andi kosningu til þings að lokinni afplánun og vann síðan að því að koma Tangavíkursinfóníunni á fjárlög. Íslenskar flökkusögur í gaman- samari kantinum, sem höfundur mótar eftir smekk, eru margar í bókinni. Sumar eru góðar en aðrar missa marks vegna þess hve oft maður hefur heyrt þær áður. Ég nefni sem dæmi nokkrar sem byggja á tilsvörum Halldórs Laxness, þó að nú séu þau tilsvör eignuð öðrum. Sögupersónurnar eru ótal- margar. Það sem einkennir þær flestar, fyrir utan hversu frjáls- lega þær höndla með annarra fé, er að þær eru óskaplega drykk- felldar. Fylliríið í þessari bók er gríðarmikið og nánast á hverri síðu er talað um drykkjuskap, blakkát, skandala, slagsmál og framhjá- höld, alltaf með gamansömum for- merkjum. Mikið sprell er í frásögn- inni og sjaldan dauður punktur. Höfundurinn hefur bersýnilega mjög gaman af því að skemmta fólki. Í þessari bók er hann nánast óðamála og pundar út bröndunum eins og úr hríðskotariffli. Og jú, margt er fyndið. Það er þó eitthvað við karlagrobbið, neðanmittis- brandarana og fylliríssögurnar sem gerði það að verkum að ég fékk það þrásinnis á tilfinninguna að ég væri ekki „í markhópnum“ – þótt aldrei hafi mér beinlínis leiðst við lesturinn. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Gamansöm ádeila á gerspillt íslenskt samfélag. Slagsmál, ríðingar og fyllirí í ofurskömmtum. Alíslenskar þjóðsögur Einars Más TÓNLIST ★★★★★ Vetrarferðin Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson Mögnuð útgáfa, bæði stúdíóupptaka og líka DVD-diskur með frábærum tón- leikum. - js ★★★★ ★ Prammi Stafrænn Hákon Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar. - bt ★★★★ ★ Himinbrim Nóra Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. -tj ★★★★ ★ Dream Central Station Dream Central Station Dúett sem púllar að vera með sólgler- augu innandyra með flotta plötu. - bt ★★★★ ★ Bastards Björk Þrettán ólíkar en áhrifamiklar endur- gerðir af lögum af Biophiliu. - tj ★★★★ ★ Klarinettukonsertar Einar Jóhannesson Vandaður geisladiskur; líflegur, tilfinn- inga þrunginn flutningur. ★★★ ★★ Í huganum heim Magni Ágætis sólóplata frá Magna sem hefði þó mátt hafa þrengri fókus. - bt ★★★ ★★ Latínudeildin Ingvi Þór Kormáksson og ýmsir flytjendur Vel unnin latín-plata. Öll lögin eru bæði á íslensku og ensku. - tj ★★ ★★★ Bak við fjöllin Þjóðlagasveitin Korka Þjóðlög geta verið mun girnilegri en boðið er upp á hér. - js BÍÓ ★★★ ★★ Rise of the Guardians Hress og skemmtileg, en mögulega ein- nota. - hva MYNDLIST ★★★★ ★ Mæting Kristinn G. Harðarson Kristinn er listamaður með heillandi nálgun, og það er kærkomið að fá þessa yfirsýn yfir ferilinn. Hægt hefði verið að lyfta sýningunni sem heild enn frekar upp með meiri afmörkun og úrvinnslu einstakra hluta hennar. - þb BÆKUR ★★★★ ★ Steinskrípin Gunnar Theodór Eggertsson Stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna. - bhó ★★★ ★★ Stekk Sigurbjörg Þrastar- dóttir Frumleg bók og fallega skrifuð, en tíðinda leysið í sög- unni nálgast það að vera yfirþyrmandi á köflum. - þhs ★★★ ★★ Endimörk heimsins Sigurjón Magnússon Vel unnin og sterk nóvella um óhugnan- legan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar dregur þó úr áhrifamættinum. - fsb ★★★ ★★ Gísli á Uppsölum Ingibjörg Reynisdóttir Falleg saga af óvenjulegu og einmana- legu æviskeiði. - kóp ★★★ ★★ Bjarna-Dísa Kristín Steinsdóttir Bjarna-Dísa er fallega skrifuð og af samúð með fólki í erfiðum aðstæðum. Á köflum rennur þó samúðin út í væmni. - þhs ★★ ★★★ Hlaupið í skarðið J.K. Rowling Ansi klisjukennd ensk þorpssaga með kunnuglegum persónum. Daufleg og óáhugaverð lengi framan af en nær sér á strik í lokin. - fsb ★★ ★★★ Fjarvera Bragi Ólafsson Saga um sögur þar sem persónur og viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar birtast á fjölbreyttan hátt. - jyj DÓMAR 8.12.2012 ➜ 14.12.2012 SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR MEZZOSÓPRAN ANTONÍA HEVESI PÍANÓ HÁDEGISTÓNLEIKAR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 18. DESEMBER KL. 12.15 WWW.OPERA.IS ALLIR VELKOMNIR AÐGANGUR ÓKEYPIS SÖNGVAR PÁLÍNU EFNISSKRÁ TILEINKUÐ PAULINE VIARDOT Mótettukór Hallgrímskirkju Stjórnandi: Hörður Áskelsson Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VI ELDBORG, HÖRPU Í E LD BO RG Villa Bergshyddan Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga. Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni í eina eða tvær vikur yfir sumartímann. Dvalargjald fyrir eina viku eru 800 sænskar krónur. Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2013 til: Stockholms Kulturförvaltning, Nordiskt kultursamarbete, Hanan Haidari, Box 16113 SE - 103 22 Stockholm Einnig er hægt að skila umsókn rafrænt í gegnum heimasíðuna www.stockholm.se/nordisktsamarbete Nánari upplýsingar veitir Kristjana Nanna Jónsdóttir verkefnastjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1527, netf. nanna@reykjavik.is og Hanan Haidari hjá Stokkhólmsborg netf. hanan.haidari@stockholm.se MÆTING Kristinn G. Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.