Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 64
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 40 Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann. Birna Valgarðsdóttir Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda & COKE PIZZA 399kr. stk. Tvöfalt pepperóní 399kr. stk. Pizza með fajitakjúklingi 399kr. stk. Pizza með skinku og osti 399kr. stk. Fjögurra osta pizza Ótrúlegt verð 899kr. ks. Coca Cola 33cl 12 dósir Aðeins75 kr. dósin!ef þú kaupirkassa KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir var jafnvel að hugsa um að hvíla lúin bein í lokaumferð Dominos- deildar kvenna í kvöld og safna kröftum fyrir komandi úrslita- keppni en það breyttist fljótt þegar blaðamaður Fréttablaðs- ins lét hana vita af því í gær að hana vantaði bara 17 stig til þess að bæta stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna hefur líklega bara einn leik til þess að ná því – hér er aðeins um stig í deildarleikjum að ræða en stig í leikjum í úrslita- keppni eru ekki talin hér með. Birna er orðin 37 ára gömul og var plötuð til að taka eitt ár í viðbót. Það er því allt eins líklegt að hún sé að spila sinn síðasta deildarleik í kvöld. Deildarmeistarar Keflavíkur spila þá lokaleik sinn í deildar- keppninni þegar liðið mætir Fjölni í Toyota-höllinni í Keflavík. Það er þegar ljóst að liðin enda í 1. og 8. sæti og því ekkert undir í leiknum nema kannski það að Birnu takist að slá metið. Búin að missa af síðustu leikjum Birna ætti kannski að vera komin með metið en hún hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Birna lék síðast á móti KR 16. mars og var þá með 26 stig. Síðasta stig hennar í þeim leik var númer 4.984 frá því að hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna með Tindastóli 9. október 1992. „Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann,“ sagði Birna hlæjandi þegar hún var búin að frétta af því hvað væri undir í leik kvöldsins. Birna lék með Keflavík þegar Anna María Sveinsdóttir kom til baka í einn leik 1. mars 2006 til þess að ná þeim fjórum stigum sem hana vantaði upp í 5.000 stigin. „Ég man það. Við vorum þarna allar þvílíkt að láta hana skjóta,“ rifjar Birna upp og bætir við: „Ég hugsaði bara þá að ég yrði nú löngu hætt áður en ég næði þessu. Ég bjóst ekki við að þrauka svona lengi,“ sagði Birna sem var þá 1.810 stigum á eftir Önnu Maríu. Nú, tæpum sjö árum síðar, er bilið næstum því brúað. „Nú fer ég bara og segi við stelp- urnar í liðinu: Stelpur, nú þurfið þið bara að hjálpa mér, þetta er ekki flókið,“ sagði Birna og ef ein- hver hefur unnið sér það inn að fá eitthvað af stoðsendingum í kvöld þá er það hún enda búin að fórna ýmsu fyrir körfuboltann á liðnum árum. Græt þetta ekki núna Birna var eiginlega hætt eftir síð- asta tímabil en segir að Sigurður Ingimundarson hafi kjaftað hana til og á endanum var hún bara mætt á æfingu. „Ég græt þetta ekki og ég væri löngu hætt ef að mér þætti þetta ekki svona svaka- lega gaman. Það er svo erfitt að ákveða að hætta og það er meira en að segja það að ég sé hætt,“ segir Birna sem hefur bætt deildar- meistara- og bikarmeistaratitlum í safnið í vetur og Keflavíkur liðið er síðan með heima vallar rétt út alla úrslitakeppnina. Birna segist hafa gaman af að sjá unga leikmenn Keflavíkur- liðsins blómstra en margar þeirra voru ekki fæddar þegar Birna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Birna viðurkennir alveg að hún sé allt annar leikmaður í dag en þegar hún var „aðeins“ yngri. Ekki eins frek á boltann núna „Ég er ekki eins frek á boltann og ég var því einu sinni fannst mér ég eiga hann. Nú hugsar maður kannski meira um að þær geti þetta kannski líka þessar elskur sem eru með manni. Ég verð því aðeins að gefa hann á þær,“ sagði Birna í léttum tón. En verður þetta síðasti deildarleikur hennar í kvöld? „Nei, ég er ekki búin að gefa það út að þetta sé síðasta tímabilið en maður er að undirbúa sig hægt og rólega. Maður er alltaf að fara að hætta en svo er maður alltaf svo góður í skrokknum eftir sumar- pásuna að maður er tilbúinn í slaginn aftur. Ef ég næ þessu ekki í kvöld, þá kem ég aftur þó að það væri ekki nema í einn eða tvo leiki,“ sagði Birna skellihlæjandi að lokum. Birna hefur skoraði stigin sín fyrir fjögur félög: Tindastól (419 stig í 28 leikjum), Breiðablik (169/18), Grindavík (203/15) og Keflavík (3.865/260). ooj@frettabladid.is Stelpur, nú þurfi ð þið að hjálpa mér Birnu Valgarðsdóttur vantar sextán stig til að komast í 5.000 stigin í efstu deild kvenna og jafnframt bara eitt stig til viðbótar til að slá stigametið í deildinni. Hún fær kannski síðasta tækifærið í lokaumferðinni á móti Fjölni í kvöld. BIRNA VALGARÐSDÓTTIR Hefur skorað 4.984 stig í 339 leikjum frá 1992 til 2013 eða 14,7 stig að meðaltali í leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið hóf undankeppnina fyrir EM 2015 af miklum krafti þegar strákarnir unnu 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi ytra í gær. Jón Daði Böðvars son og Emil Atlason komu Íslandi í 2-0 forystu en Hvít-Rússar minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu, eftir að fyrirliðinn Sverrir Ingi Ingason hafði verið dæmdur brotlegur innan teigs. Sverrir Ingi fékk einnig að líta rauða spjaldið og því lá talsvert á íslenska liðinu síðustu mínútur leiksins. En strákarnir héldu út til leiksloka og fögnuðu góðum sigri. Þetta var fyrsti sigur U-21 liðsins í eitt og hálft ár eða síðan að það hafði betur gegn Belgíu, 2-1, í fyrsta leik undan- keppni EM 2013. Liðið tapaði hinum sjö leikjunum í riðlinum með markatölunni 2-20, auk þess sem það tapaði fyrir Wales í vináttuleik, 3-0. Strákarnir mæta næst Armeníu á útivelli þann 6. júní næstkomandi. Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U-21 liðsins og hefur verið síðan í árslok 2008. Hans helsta afrek var að koma því í úrslitakeppni EM sem fór fram í Danmörku árið 2011. Lykilmenn liðsins þá eru margir hverjir í aðalhlutverki A-landsliðsins í dag. - esá Frábær byrjun strákanna í Hvíta-Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.