Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 58
58 bækur Helgin 18.-20. nóvember 2011 Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is FJÖR OG MANNDÓMUR Einstakir þjóðlífsþættir Vilhjálms Hjálmarssonar og þá ekki síst kaflinn um Guðrúnu Hjálmarsdóttur konu sem ekki mátti sín mikils en lifði þó lengi og allir ættu að lesa. Ferð í Eymundsson er hluti jólahalds Verslanir Eymundsson hafa verið hornsteinn bókmennta í tæp 140 ár. Frá í byrjun september hafa selst fleiri rafbækur en pappírsbækur. V erslanir Eymundsson rekja sögu starfsemi sinnar allt aftur til ársins 1872. Ey- mundsson er því elsta bóksala landsins. „Það má segja með sanni,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdótt- ir, markaðsstjóri Eymundsson, „að verslanir Eymundsson hafi í tæp 140 ár verið hornsteinn íslenskra og er- lendra bókmennta. Verslanirnar eru á landsvísu og í þeim er margvíslegt úrval; bóka, tímarita, gjafavara, tón- listar og fleira mætti nefna.“ Allt árið um kring er boðið upp á mikið úrval bókmennta og árlega er tekið á móti tæplega 1000 nýjum ís- lenskum barna-, unglinga- og fullorð- insbókatitlum. Verslanir Eymunds- son eru þannig samkomustaður bókaútgefanda, rithöfunda og bóka- unnenda. Nú fyrir jólin er sérlega blómleg jólabókaútgáfa en einkum mikill vöxtur í útgáfu skáldsagna, mat- reiðslubóka og handbóka. „Við tök- um á móti nánast öllu útgefnu ís- lensku efni og viljum með því leggja okkar að mörkum við að styðja við íslenska tungu og lestur þjóðarinnar. Það eru engin jól án bóka, stendur einhvers staðar, og má til sanns veg- ar færa þegar bókaþjóðin sjálf er ann- ars vegar. Það eru margar fjölskyldur sem lesa sér til gagns og gaman yfir jólin, það stór partur þess að slappa af á aðventunni og þá gefast fleiri gæðastundir til lestrar. Hjá sumum er það síðan sérstakur jólasiður að geyma gersamarnar þangað til seint á aðfangadagskvöld. Aðrir eru síðan bókelskir allt árið um kring. Starfs- fólk Eymundsson er boðið og búið til að veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu varðandi val á lesefni. Við bjóðum upp á innpökkun og síðan er auðvitað hægt að fá skiptimiða á þær vörur sem keyptar eru hjá okkur. “ En hvort sem á að dekra sig með góðu lestrarefni eða finna góða gjöf handa vinum og ættingjum ættu allir  Kynning eymundsson elsta bóksala landsins að finna eitthvað við sitt hæfi í versl- unum Eymundsson. „Fyrir jólin er síðan haldin ýmis útgáfuboð vegna jólabóka í verslunum Eymundsson, þar sem rithöfundarnir mæta á stað- inn og lesa upp úr og/eða árita nýj- ustu verk sín. Við auglýsum slíkar uppákomur inn á Eymundsson-Fa- cebook síðunni okkar,“ segir Ingi- björg Ásta. Sala á rafbókum hafin Þó svo að Íslendingar séu í senn íhaldssöm og fastheldin bókaþjóð erum við aftur á móti fljót að til- einka okkur nýjungar af öllu tagi. „Eymundsson hóf sölu á rafbókum í byrjun september og frá þeim tíma hafi fleiri rafbækur selst á vef fyrir- tækisins en hefðbundnar pappírs- bækur. Sem sætir tíðindum. Fram- boð erlendra bókatitla er núna um ríflega 100.000 og þar af um 12.000 titlar sem kosta innan við eitt þús- und krónur, svo það er ekki að undra að margur hafi gripið gæsina um leið og hún gafst. Fyrir jólin verða í boði á vefnum okkar fyrstu íslensku rafbókatitlarnir og er markmiðið sett á að eymundsson.is verði með mesta úrval heims íslenskra bóka á rafrænu formi. Nýlegar breyting- ar á virðisaukaskattslögum gefa rafrænni bóksölu byr undir báða vængi,“ segir Ingibjörg Ásta. „Í haust voru samþykkt lög sem tóku gildi í byrjun mánaðarins. Með setningu þeirra lækkaði virðisauka- skattur á rafrænum bókum úr 25,5 prósentum í 7 prósent, eða sama skattstig og hefur verið á prentuðum bókum. Bók er því alltaf fyrirtaks gjöf, hvort heldur sem hún er lesin af pappírssíðum eða á lesskjá.“ Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Hanna María Karlsdóttir les Komnar í verslanir og á tónlist.is Einvígið Nýjar hljóðbækur eftir Arnald Indriðason Ingvar E. Sigurðsson les Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson Stefán Hallur Stefánsson les www.skynjun.is Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.