Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 1
w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 19. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 12. maí Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Haukar luku handknattleiksver- tíðinni með Íslandsmeistaratitli, bæði í kvenna- og karlaflokki. Þetta er einstaklega glæsilegur árangur og töpuðu liðin ekki leik í úrslitakeppninni. Það var því mikil hátíð á Ás- völlum þegar karlarnir lönduðu sínum bikar og ljóst var að liðið hafði sigrað tvöfalt. Þeir sigruðu lið ÍBV í þriðja sinn sl. fimmtudag eftir nokkuð sveiflukenndan leik. Þá sigruðu Íslandsmeistarar FH í fótbolta bikarmeistara Keflavík 2-0 og voru krýndir meistarar. Sörli býður bæjarbúum skemmtun Fjölskyldudagur á laugardag Hestamannafélagið Sörli heldur fjölskyldudag á laugar- dag kl. 13-16 þar sem boðið verður upp á glæsilega sýningu sem sýnir fjölbreytni í reið- mennsku. Söðlasmiður verður að störfum og járningamaður við iðju sína og sýndar verða hundakúnstir á hestbaki. Teymt verður undir börnum og grillpylsur verða fyrir alla. Sannkallaður fjölskyldudagur og eru bæjarbúar hvattir til að þiggja gott boð Sörlafélaga. Hátíðin verður á Sörlavöll- um við reiðskemmuna við Kaldárselsveg. Boltahátíð í bænum Haukar sigruðu tvöfalt - FH meistarar meistaranna Vignir Svavarsson, fyrirliði Hauka tekur við bikarnum. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar hreinsa úr „lækjarrörinu“ áður en það er framlengt. Lj ós m .: G uð ni G ís la so nOpinn fundur í kvöld Um skólastefnu Árni Sv. Mathiesen og María Kristín Gylfadóttir hvetja foreldra til að mæta á opinn fund um skólastefnu Hafnarfjarðar og tjá hug sinn en átelja um leið að foreldrar hafi ekki fengið að vera með í gerð draga að skólastefnu. Fundurinn verður í Víðistaða- skóla, (aðkoma frá Víðistaða- kirkju) í kvöld kl. 19.30-22 þar sem bæjarbúum gefst kostur á að taka þátt í umræðuhópum og ræða drögin en þau verða kynnt í upphafi fundar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þar sem lækur og sjór mætast Ekki voru allir jafn kátir með fagnaðarlætin í lokin. Freyr Brynjarsson með son sinn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.