Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 4
Hafnarstræti 21 Sími 10-9-8-7 SEtMDUIVS UJU ALL/UM HEIIU: Islenzkar jólagjafir GÆRUR ULLARVÖRUR KERAMIK SILFURV ÖRUR LOÐHOFUR Islenzkar vörur SEIMDUIVS UIU ALLAIM HEIIU: Simi 10-9-8-7 Hafnarstræti 21 Hjörtur Eldjárn Þórarinsson: ÞRIÐJA AFLIÐ Fyrir skemmstu var ég aö blaða í gamalli „Vöku“ í'rá 1929. Þar rakst ég á erindi, sem Ágúst H. Bjamason hafði haldið í Reykjavik í tilefni 10 ára afmæl- is íullveldisins 1. des. 1928. í lok erindisins ber hann fram nokkrar árnaðaróskir landi og þjóð til handa: öfluga eigin landhelgisgæzlu, fullkomnar al- mannatryggingar, almenna raf- væðingu, landsútvarp o.s.frv. Að lokum óskar hann þess, að sem ílestir Islendingar gengju í einn allsherjarflokk, sem hvorki kenndi sig við framsókn né íhald heldur viðreisn lands og þjóðar „svo að Island verði í sannleika frjálst og fjárhagslega sjálf- stætt ríki“. Og hann biður að þjóðin megi halda upp á 700 ára afmæli sjálfstæðisafsalsins og 300 ára afmæli Kópavogssvardaganna í slíku riki. Ég gat ekki varizt brosi, þegar ég las þessa ágætu grein því að ílestar hafa óskirn- ar rætzt og nú síðast einnig viðreisnin á sinn sérstæða hátt. En því sárara er til þess að hugsa, hve óbjörgulega lítur út með hina siðustu og mestu ósk- ina þ.e. um frjálst og fjárhags- lega sjálfstætt ríki 1962. Því hver getur í sannleika sagt að þaö ríki sé frjálst, sem heldur dauðahaldi í erlendan her sér til verndar eða fjárhagslega sjálf- stætt, sem þiggur árlega stórfé að láni og að gjöf írá útlend- ingum? Eða hvernig er komið menningarlegu sjálfstæði þess ríkis, sem, þótt það hafi ríkis- útvarp, veitir erlendri herstjórn einkaleyfi til að senda sjónvarps- dagskrá á sínu máli inn á heim- ili meirihluta þjóðarinnar? Mikið vatn er til sævar runn- ið síðan 1928 og ekki allt tært bergvatn. Gruggað leir og litað blóði hefur það runnið í ald- anna skaut. Það er ekki von að Ágúst H. Bjarnason og aðra hans samtíðarmenn óraði fyrir því, sem nú er orðið, að ekki einasta okkar litla ríki verst í vök með sjáifstæði sitt, heldur grúiir ógn tortímingar yfir öllum rikjum og mannkyni. En það er staðreynd, sem híýtur að vera ofarlega í huga okkar allra í kringum þessa íullveldishátið. Fyrir skemmstu byrjuðu Rúss- ar aftur að sprengja atómbomb- urnar sínar til að prófa sig á- íram, hvernig þær megi þénan- legast nota til að drepa með aðra menn og e.t.v. verja með sjálfa sig og hafi þeir skarpa skömm fyrir tiltækið. Hvernig eigum við nú að bregð- ast við slíkum atburðum ó- breyttir menn úti á íslandi. Því er ekki auðsvarað og von það vefjist fyrir ýmsum. Til eru þeir þó, sem ekki eru í vafa um hvernig við skuli brugðizt. Það eru mennirnir, sem trúa á valdið og vígbúnaðinn. Nató- mennirnir íslenzku. Þar barst sá hvalreki á þeirra fjörur, sem á öldungis ekki að láta úr greipum ganga og rotna niður í sandinn. Nú fengu þeir hið gullna tækifæri til að vinna aft- ur til handa sinni stefnu, valda- stefnunni, eitthvað af því landi, sem heilbrigð skynsemi og friðar- vilji hafa frá þeim unnið á síð- ustu missirum. Undaníarnar vikur hafa þessir menn farið hamförum í ræðu og riti til að bergmála og út- breiða fagnaðarboðskap Atlanz- hafsbandalagsins, en hann er í stuttu máli þessi: Nú er að fylkja liði, bræður og systur, nú má ekki láta bilbug á sér finna. Nú er að efla vígbúnaðinn til varnar og sóknar, stórkostlegri herstöðvar, meiri vopn, fleiri og stærri sprengjur og sýnum Rússunum að við munum hætta á stríð heldur en að hvika um þumlung frá stefnu okkar og stöðu. Nú á sem sagt með hams- lausum áróðri að hertaka hugina og rígbinda við bandalagið svo aldrei bili. En eru þetta við- brögð skynsamra og frjálst hugsandi manna? Rússar hafa framið svívirðilegan verknað, víst er það, en eigum við þar fyrir að hlaupa eins og hræddir kjúklingar upp í fangið á þeim, sem engu eru betri, eða hverjir voru það, sem fyrstir smíðuðu sér atómsprengjur og einir allra þjóða hafa enn kastað þeim á lifandi fólk? Það er næsta vandalítið að segja ljótt um valdamenn Rússa, lífs og liðna, á’n þess að Ijúga, en hvað má ekki segja um koll- ega þeirra í bandalaginu okkar, í Tyrklandi, i Portúgal, í Frakk- landi, já eða í Þýzkalandi? Á þeim grundvelli getum við ekki kosið okkur stöðu, því ávirðing- arnar eru næsta líkar í hvoru- tveggja liði. Hinsvegar eykst spennan í heiminum jafnt og þétt og vígvélarnar hrannast upp á báða bóga, hernaðarbandalögin sjá fyrir því, svo að öllum kem- ur saman um að ástandið sé hættulegra í dag en nokkru sinni fyrr. Slíkur er árangur vígbún- aðar- og valdastefnu. .Og hví skyldi hann vera nokkur annar? Getur hann orðið nokkur annar eðli sínu samkvæmt? Því riður nú á að skynsamari og frjást hugsandi menn um heim allan þar á meðal hér á íslandi, varðveiti skynsemi sína, en láti ekki æra sig til að ganga á hönd öðru hvoru atómtröll- inu, sem nú steyta sprengjurnar hvort framan í annað í blindu ofstæki og gagnkvæmum ótta. Nú ríður á, að allir, sem ekki eru þegar ofurseldir tröllunum, fylki sér í sveit þeirra, sem reyna að ganga á milli og koma vitinu fyrir mennina, sem sitja á atomsprengjunum. Það er þriðja aflið svokall- 1 aða, sem friðarvonir heimsins eru nú bundnar við. Það afl er ekki nógu sterkt í dag til að i skakka leikinn, en það er í ör- uggum vexti og lætur æ meira til sín taka. Þar og hvergi ann- arsstaðar samir að við tökum okkur stöðu sem viti gæddir menn og óvopnuð þjóð. Það var hörmulegt ólán, að Norðurlönd skyldu láta lokka sig inn í Atlanzhafsbandalagið og fórna með því aðstöðu sinni til að vinna fyrir heimsfriðinn. Síðan hafa þau, að Svíþjóð und- , anskilinni, verið honum álíka gagnlegur bandamaður eins og sá maður sem situr f dýflissu fjötraður á höndum og fótum. Fjötrar okkar fslendinga eru gerðir úr gulli að öðrum þræði og munu reynast sterkir. Eigi að síður verðum við að losa okk- ur úr þeim með einhverju móti, ef við eigum að búa sem frjáls þjóð í landinu og gerast fullgild- ir liðsmenn í hersveitum heims- friðarins. Og þó að við náum ekki því marki árið 1962 hlýtur baráttan að halda áfram meðan vonin lifir. Fullveldisdagurinn og þær minningar, sem við hann eru tengdar mega vera okkur hersetuandstæðingum hvatning til að sofna ekki á verðinum, því hvað sem ofan á verður strið eða friður mun holiast að vaka. Tjörn 19. nóv. 1961. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.