Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 10
70 kílómetra gekk strokufanginn Matthías Máni Erlingsson frá sumarbústað í Árnesi yfir í Þjórsárdal þar sem hann gaf sig fram. Jólahald á barnmörgu heimili Ólesnar jólabækur í hillu A nnað hvort á ég svona ofboðslega ódæl börn að eðlisfari eða við hjónin erum bara svona lélegir uppalendur. Eða sitt lítið af hvoru. Um leið og rútínan á heimilinu fer úr skorð- um taka börnin völdin. Hin yngstu ástunda svokallaða vælustjórnun og eru meistarar í þeirri list. Í jólafríinu hafa þau fengið að vaka lengur, horfa meira á sjónvarpið, spila meiri tölvuleiki og borða meiri sætindi en venju- lega. Samanlagt er þetta uppskrift að vandræðum – og við ráðum ekki neitt við neitt. Ég gleymi þessu samt alltaf. Að sjónvarpsgláp, sykurneysla og óreglulegur svefntími sé eitt það versta sem ég get gert börnunum mínum. Að með því að láta þetta eftir þeim sé ég að skapa þeim vanlíðan og óöryggi. Maður þarf nefnilega að vera vondur til þess að vera góður – eða þannig. Ég þarf oft að minna mig á það. Að með því að neita börnunum um meira sælgæti og slökkva á sjón- varpinu sé ég í raun að standa mig sem foreldri. Það er bara svo krefjandi að taka þennan slag. Ég passaði mig sérstaklega á því að fær- ast ekki of mikið í fang þessi jólin. Hætti við skötuveisluna – því ég treysti mér ekki til að halda hana – en lagði þess í stað í að hafa gæs- ir í jólamatinn á aðfangadag en gætti þess að vera með einfalt meðlæti. Allir hjálpuðust að. Ekkert stress, bara jólagleði og tilhlökkun eftir pökkum. Og aðfangadagur var einn sá besti í sögu fjölskyldunnar fyrir vikið. Á jóladag fórum við út með góðum vinum í þriggja tíma leik- og gönguferð um skóginn í Öskjuhlíðinni (það er hægt að ganga þar um í þrjá tíma ef maður er fjögurra ára og þarf að klifra upp á hvern stein). Ég man ekki betur en að börnin hafi hagað sér vel allan þann daginn. Það er nefnilega enginn leikur að vera for- eldri. Maður gerir ekkert annað á meðan. Ég er löngu hætt að láta mig dreyma um jólabóka- lestur og konfektát í rúmi á jóladag. Maður fær það nefnilega í margfalt í hausinn aftur ef maður leyfir sér að stelast til að planta börn- unum fyrir framan sjónvarpið og kaupa sér þannig stundarfrið. Glöð börn eru hlýðin börn. Það er mín reynsla. Og á þessum aldri eru börnin glöðust þegar þau leika við mömmu og pabba, þegar þeim er sinnt af athygli – en þá gerir maður ekkert annað á meðan. Ég safna bara jólabókum síðustu ára í bóka- hilluna og veit að það kemur að því einn góðan veðurdag að ég mun fá tækifæri til þess að lesa þær. Ég er löngu hætt að láta mig dreyma um jólabókalestur og konfektát í rúmi á jóladag. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónArhóll VikAn í tölum 700 kílómetra hefur Vilborg Gissurardóttir gengið á Suðurskautslandinu . Hún á eftir að ganga 430 kílómetra til að ná takmarki sínu. 8 sætið fellur Gunnari Nelson í skaut í umfjöllun bandaríska blaðdins New York Post um bardagakappa sem gætu náð miklum frama í blandaðri bardagalist eða MMA árið 2013. Strokufangi gaf sig fram Matthías Máni Erlingsson, strokufangi af Litla Hrauni, gaf sig fram á aðfangadag á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Hann var vopnaður en lagði frá sér vopn sín. Hann hefur verið yfir- heyrður af lögreglu en er annars í einangrun í fangelsinu. Ekki ný öryggisgirðing Ný öryggisgirðing verður ekki reist við fangelsið á Litla Hrauni í nánustu framtíð segir innanríkisráðherra. Hún er of kostnaðarsöm. Peningum verður þó veitt til að bæta öryggis- mál í fangelsinu á næsta ári. Gunnari spáð frama Bandaríska blaðið New York Post setur Gunnar Nelson í átt- unda sæti yfir þá bardagakappa sem gætu náð miklum frama í blandaðri bardagalist eða MMA árið 2013. Blaðið telur ekki útilokað að Gunnar geti gert atlögu að heimsmeistaratitlinum í veltivigt á árinu. Í ESB eða út úr EES Íslendingar eiga ekki að framselja vald sitt öðrum án þess að geta sjálfir haft áhrif á gang mála, segir Mörður Árnason alþingismaður. Þjóðin eigi að segja upp samningnum að Evrópska efnahagssvæðinu eða ganga í Evrópusambandið. Skepnur á Snæfellsnesi fengu jólasíld Mikið tjón varð vegna síldardauða í Kolgrafarfirði en bændur á Snæfellsnesi hafi nýtt sér þá síld sem safnaðist þar á fjörum. Skepnur fengu því jólasíld á fengitímanum. Slitastjórn krefur PWC um 100 milljarða Slitastjórn Landsbanka Íslands krefur PriceWaterhouse Coo- pers um tæplega 100 milljarða króna í skaðabætur vegna tjóns sem hún telur að endurskoðendur bankans hafi valdið tjóni með athöfnum sínum, athafnaleysi og rangri ráðgjöf fyrir hrun. Tveggja vikna frestur til að skila andmælum Jón Pálmi Pálmason, sem var starfandi bæjarstjóri á Akranesi, hefur fengið tveggja vikna frest til að skila andmælum. Honum var vikið úr starfi eftir sex vikna starf en í tilkynningu bæjarstjórnar kom fram að grunur léki á að hann hefði gerst brotlegur við starfsskyldur sínar. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi fyrir 14 árum, fer að öllum líkindum til Frakklands í mars til að búa sig undir langþráða handaágræðslu. Sigmar B. Hauksson látinn Sigmar B. Hauksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi formaður Skotveiðifélagsins, lést á Landspítalanum á aðfangadag eftir stutt veikindi og baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. Sigmar lætur eftir sig tvo uppkomna syni og sex barnabörn. Tæring í burðarköplum Ölfusárbrúar Tæring er komin í burðarkapla Ölfusárbrúar og mikilvægt er að fylgjast betur með ástandi hennar að mati verkfræðinga. Hún er þó sögð örugg. Brúin á að þola tvöfalt meiri umferð en nú fer um hana. r eykvíkingar þurfa að losa sig við núver- andi borgarstjórnar- meirihluta. Því þetta fólk var að enda við að fremja trúðslegasta skemmdarverk gegn miðborg Reykjavíkur síðan Fjalakötturinn var rifinn – með því að samþykkja ósmekk- leg og galin áform um að reisa stærsta risa- sjúkrahús Íslandssög- unnar á eftirsóttustu og dýrustu lóð miðborgarinnar – þar sem fólk þráir að eiga sér heimili. Fangelsislegt og verksmiðjulegt ferlíkið á að verða ca. 290.000 fer- metrar með öllu og ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Ígildi 81 Perlu – 12 Harpa – 25 Orku- veituhúsa – 67 ráðhúsa – 73 Þjóð- minjasafna – 149 Þjóðarbókhlaða – 248 Innanríkisráðuneyta – 5 Flug- stöðva Leifs Eiríkssonar – 5 Smára- linda eða 12 herstöðva eins og þeirri sem var á Keflavíkurflugvelli! Og í stað þess að finna stóra og flotta lóð með nóg af plássi þar sem risasjúkrahúsið getur notið sín full- komlega – sem er nóg af í Reykjavík – og nýta byggingarlandið á þessum eftirsótta, dýra og gullfallega stað fyrir fullfrískt og lífsglatt fólk – er ætlun borgarstjórnar- meirihlutans að fórna þessum möguleika miðborgar Reykjavíkur til að vaxa og þroskast eðlilega fyrir fangels- isleg verksmiðjumann- virki fyrir fársjúka sjúklinga og endalausa spítalalyktandi sjúkra- húsganga. Beint ofan í miðborginni! Reykjavík er útbíuð í ljótum afglöpum. Borg- in er í aðra röndina eitt stórt minnismerki um hryllileg og forljót mistök í byggingarmálum og skipulagsmálum. Það má sjá rúst- irnar af slíku hvert sem augað eygir í Reykjavík. Á undanförnum áratug- um hefur byggðin auk þess þanist út um holt og hæðir í útjaðri borgarinn- ar – með allri þeirri sóun á tíma og peningum sem af þessu hlýst. Og á meðan er miðborg Reykja- víkur ennþá nánast eins og hún var í upphafi 20. aldar – eins og einhvers konar grotnandi smáþorp í niður- níðslu. Vegna þess að hún er svo að- þrengd að hún getur alls ekki vaxið og þroskast eðlilega sem miðborg höfuðborgar Íslands. Verslanir loka, hús grotna niður og fólk fer upp í Kringlu og Smáralind. Og á meðan liggja tveir ómetan- legir fjársjóðir í miðborginni undir skemmdum. Annar er þakinn stein- dauðu flugvallarmalbiki. Og núna á að sóa hinum fyrir lóð undir risa- sjúkrahús á stærð við 25 Orkuveitu- hús með fárveikum sjúklingum! Þ.e. á meðan miðborg Reykjavíkur þráir að vaxa og dafna á eigin for- sendum sem höfuðborg Íslands – sem staður fyrir frjóa og skemmti- lega starfsemi þar sem lífsglatt fólk af öllu landinu þráir að búa – þá er í vinnslu sú klikkaða hugmynd hjá harmrænu trúðunum í Ráðhúsinu að troða þangað á dýrustu fermetra landsins – stærsta risasjúkrahúsi Ís- landssögunnar sem mun njóta sín allra síst einmitt þarna – og getur verið hvar sem er! Hvernig dettur trúðunum í hug að eyðileggja svo dýrmæta lóð í miðborg Reykjavíkur undir fang- elsislegar verksmiðjubyggingar sem anga af sjúkdómum og spítalalykt? Hve mörgum fjölskyldum mætti koma fyrir á 290.000 fermetrum? Hve mörgum verslunum, kaffi- húsum, galleríum og smáhótelum? Hve margir Íslendingar skyldu þrá að búa þarna? Og hvað skyldi rík- ið fá fyrir lóðina ef hún yrði seld? Milljarðatugi? Væri e.t.v. hægt að reisa fjórðung risasjúkrahússins á réttum stað fyrir andvirðið ef ríkið seldi þessa rándýru og eftirsóttu lóð í stað þess að sóa henni undir enda- lausa illa lyktandi spítalaganga? Ragnar Halldórsson ráðgjafi 100 milljarða króna krefur slita­ stjórn Landsbanka Íslands PriceWaterhouse Coopers um í skaðabætur vegna tjóns sem hún telur fyrirtækið hafa valdið Landsbankanum fyrir hrun. 32 mörk skoraði Al- freð Finnboga- son í 42 leikjum fyrir félagslið sín á árinu. Að landsleikjum meðtöldum skoraði Alfreð 34 mörk í 48 leikjum. 45 milljónir króna hljóðuðu kröfur í bú Vídeóhallarinnar í Lágmúla upp á. Engar eignir fengust upp í kröfuna. Risasjúkrahús á dýrustu lóð miðborgarinnar Skemmdarverk gegn miðborginni K A K A Á R S I N S 2 0 1 2 Kveðjum árið með stæl! Svakaleg 190 skota terta! 10 fréttir Helgin 28.­30. desember 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.