Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 46
 TónlisT HljómsveiTin HjalTalin Heldur Tónleika Hjaltalínplötur í bílveltu Stórsveitin Hjaltalín heldur óvænta tónleika á Rósenberg í kvöld. Platan þeirra, Enter 4, seldist upp fyrir jól. Það er skammt stórra högga á milli hjá hljóm- sveitinni Hjaltalín. Söngvari sveitarinnar Högni Egilsson greindist með geðhvörf í sumar. Í kjölfar þess gaf sveitin út óvænta plötu, Enter 4, meðal annars sem uppgjör við veikindi Högna. Platan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og seldist svo upp fyrir jólin. Annað upplag var væntanlegt hingað til lands á mið- vikudaginn fyrir jól en það fór ekki líkt og ætlað var vegna bílveltu í Austurríki. P lata stórsveitarinnar Hjaltalín, Enter 4 seldist upp í vikunni fyrir jól eða alls í um þrjú þúsund eintökum. Von var á nýju upplagi hingað til lands á miðvikudeginum en það fór ekki eins og ætlað var þar sem flutningabíll sem flytja átti eintökin valt í Austurríki. Að sögn Steinþórs Helga Arnsteinssonar, umboðsmanns sveitarinnar, slasaðist bílstjórinn blessunarlega ekki alvarlega en slysið varð til þess að sendingin tafðist um nokkra daga og allar verslanir voru Enter 4 lausar rétt fyrir jólin. Þrátt fyrir óhappið seldist plata sveitarinnar þó í um þrjú þúsund eintökum og er ofarlega á lista yfir bestu plötur ársins. Útgáfa plötunnar kom flatt upp á marga og kom jafnvel einhverjum aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu þar sem hana bar óvænt að. Platan var, líkt og síðar kom í ljós, á meðal annars gefin út sem uppgjör við sálræn veikindi söngvarans Högna Egilssonar. Hann greindist með geðhvörf í sumar. Sveitin er, að sögn Steinþórs Helga, hvergi nærri hætt að koma aðdáendum sínum á óvart og mun slá upp óvæntum tónleikum í kvöld, föstudagskvöld á Rósenberg. „Við ákváðum að halda bara upp áður uppteknum hætti og koma aðdáendum að óvörum,“ segir Steinþór Helgi kíminn. Hjaltalín treður upp á svokölluðum JólaGÓ tónleikunum sem haldnir hafa verið um nokkurra ára skeið að frumkvæði Guð- mundar Óskars tónlistarmanns. En hann er einnig meðlimur Hjaltalín. Fullt var út úr dyrum á útgáfutónleikum Hjalta- lín um síðustu helgi og komust færri að en vildu. „Þetta er ákveðin svörun við því,“ útskýrir Stein- þór. Sveitin mun síðan koma til með að flytja tónlist sína á landsbyggðinni, en þau verða meðal annars á Akureyri þann þrítugasta desember. Miðasala fer fram við innganginn og mælir Steinþór með því að fólk mæti tímanlega, vilji það tryggja sér sæti. Húsið opnar klukkan 20 og tónleikar Hjaltalín hefj- ast klukkan 22. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  myndlisT sTór sýning á verkum kjarval Óvænt samhengi nær 200 verka Nú stendur yfir svokölluð salon-sýning á hátt í 200 af verkum Jóhannesar Kjarval á Kjarvalsstöðum. Veggir safnsins eru þá þaktir með verkum listamannsins, ekki eftir neinni sérstakri reglu eða röð. Með sýningunni er leitast við að fanga óvænt samhengi verkanna þrátt fyrir að vera unnin á ýmsum tímabilum. Þannig getur áhorfandinn nálgast verk meistarans á sínum eigin for- sendum. Jóhannes Kjarval er einn ástsælasti listamaður Ís- lendinga en hann skipar veigamikinn sess í menn- ingarsögu þjóðarinnar. Hann var til að mynda sæmdur stórkrossi hinnar íslensku Fálkaorðu, en afþakkaði. Að sögn aðstandenda Listasafns Reykjavíkur hefur safnið löngum leitað leiða við að gera verk Kjarvals aðgengi- leg almenningi og því sett upp sýningar á mismunandi máta. Kjarval ánafnaði borginni stóran hluta listaverka sinna árið 1973. Nokkrar deilur hafi orðið um þá gjöf hans, að hálfu ættingja. Safnið er hið veigamesta og spannar hátt í 5400 listaverk af ýmsum toga, landslags- myndir, teikningar og táknræn málverk. Sýningin verður opin fram í apríl á næsta ári. Yfir 200 verk Jóhannesar Kjarval eru nú til sýnis á Kjarvalsstöðum. Sýningin er svokölluð Salon sýning, þar sem engin regla er á meðal upp- hengdra verka. Hátíðarhljómar við áramót Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur eftir Gabrieli, Zelenka, Charpentier, Händel, Widor og Albinoni. Trompetar: Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson Orgel: Björn Steinar Sólbergsson Pákur: Frank Aarnink JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2012 Miðasala í Hallgrímskirkju, s. 510 1000 opið alla daga kl. 9 - 17 listvinafelag.is - hallgrimskirkja.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 31. STARFSÁR 31. desember, gamlársdagur kl. 17 Takk fyrir frábærar móttökur á árinu sem er að líða. Nýtt og spennandi ár er fram undan. Gleðilegt ár. HELGARBLAÐ Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínu í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart. Þarftu að dreifa bæklingi? auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310 46 menning Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.