Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 28
miðla. „Við sem mann- eskjur erum svo miklu meira en við höldum og ég held að allir þessir stimplar sem við hömpum, eins og til dæmis í skólakerfinu, bæti ekki úr skák. Ég er ekki á móti menntun og er sjálf dósent við Háskólann á Akureyri en við erum að móta gildis- mat fólks. Hvernig á maður til dæmis að stimpla að gefa einkunn einhverjum sem er góður við náungann? Hvaða einkunn færðu fyrir að sýna náunganum kærleika, hjálpa útlendingi að skilja eða láta gott af þér leiða? Við erum ekki með menntakerfi sem gefur þér einkunnir fyrir slíkt.“ Elín Ebba tekur það fram að hún sé stundum þreytt á að vera gagnrýnandi kerfisins. Fólk taki því alltof oft of persónulega. Þegar hún hefur gagnrýnt geðlyfjanotkun þá verða geð- læknar móðgaðir og ef hún gagnrýnir spítal- ana særir hún hjúkrunarfræðingana. En hún veit alveg að þetta er allt besta fólk sem er að gera sitt besta. Hennar fólk brennur bara mest á henni. Einstaklingar sem hafa lent í gíslingu úti á jaðrinum, fast á einhverjum bótum og ef það reynir að brjótast út er dregið af því og frumkvæðið barið niður. „Þetta fólk lendir oft í fátækragildrum og situr þar fast,“ segir hún. Mátti ekki sýna tilfinningar Elín fæddist á Akranesi og flutti þaðan ellefu ára í Kópavog. Hún fór í Kvennó og svo í MH. Í Noregi kynntist hún, eins og fyrr segir, mann- inum sínum, og þau eiga saman þrjá syni. Kjell Þórir er elstur, eða 24 ára, og hann vinnur hjá Reykjavíkurborg en svo kemur Jón Ingvi, 22 ára, en hann er hljómborðsleikari Retro Stefson. Helge Snorri er yngstur, 16 ára, og er í MH. Strákarnir spila allir á hljóðfæri eins og pabbinn en Elín Ebba hefur aldrei verið neitt í tónlist sjálf („pabbi spilaði á saxófón svo það var alltaf mikil tónlist og leiklist í kringum mig,“ segir Elín en mamma hennar var ein að- alsprautan í leikfélaginu á Akranesi og þekkt- ust fyrir að leika Soffíu frænku, „sem missti búðinginn,“ í Jóni Oddi og Jóni Bjarna). Elín Ebba var aðeins tuttugu og fimm ára þegar hún var ráðin yfirmaður iðjuþjálfunar- deildar á geðsviði Landspítalans. Allt í einu voru henni afhentir heill hellingur af fermetr- um og meira en handfylli af sjúklingum. Hún var þá ein örfárra iðjuþjálfa á Íslandi og þetta var allt mjög nýtt. „Ég hafði áður unnið á Borgarspítalanum og þar lenti ég strax upp á kant við yfirmenn mína,“ segir Elín og skellihlær. „Já, já, ég er með slóð á eftir mér. Seinna kom reyndar í ljós að ég hafði rétt fyrir mér en á Borgarspítal- anum var ég ung og reynslulaus kona og hver tekur mark á einhverri konu sem er að væla og kvarta?“ Á Borgarspítalanum hafði Elín sannfærst um að geðbatteríið væri ekki fyrir sig. Henni fannst flest fólk sem þar vann klikkað. „Ef ég grenjaði, eins og sjúklingarnir, þá var sagt við mig: Farðu niður og grenjaðu með þeim. Þú máttir ekki sýna tilfinningar. Þarna var verið að sjúkdómsvæða eðlilegar tilfinningar,“ út- skýrir Elín og bætir því við að hún sé reyndar mjög tilfinningarík kona. Ge rð u k rö fu um sl itþ ol og en din gu Ég var þá ekki lengur ein heima að rolast, blandaði geði við fólk og fann hvað það gerði mér gott.  Viðtal Edda Jóhannsdóttir blaðamaður fór í hlutVErkasEtur Engir lúserar, bara sigurvegarar Edda Jóhannsdóttir blaðamaður var kvíðin og þunglynd. Hún rauf einangrun með því að nýta sér Hlutverkasetur. Síðan þá hefur hún sjálf haldið námskeið í setrinu og þakkar innilega fyrir allt sem hún hefur fengið. Edda Jóhannsdóttir hefur haldið námskeið í Hlutverkasetri eftir að hafa sjálf komið þangað til að rjúfa einangrun af völdum þunglyndis og kvíða. Edda Jóhannsdóttir er ein af þeim sem nýtt hafa sér Hlutverkasetur og fengið þar þann kraft sem upp á vantaði. Hún er nýkomin að utan ásamt vinkonu sinni, Ölmu Jennýju Guðmundsdóttur, sem rekur Nóaferðir, ferðaþjónustu fyrir fatlaða og þroskahaml- aða. Edda starfar fyrir hana, „freelance“ eins og sagt er, en hún er að auki með mörg önnur járn í eldinum eins og að undir- búa gerð heimildarmyndar og skrifa tvær bækur. Fyrir nokkrum misserum var Edda ekki jafn brött. Frá því árið 2005 hefur hún þjáðst af kvíða en áður hafði hún kynnst þunglyndi. „Kvíðinn getur lýst sér þannig að ég verð óstarfhæf, nánast lömuð, og þegar kvíðinn nær algjörlega yfirhöndinni fer ég helst ekki út úr húsi. Þar sem ég vinn vinnu sem hægt er að vinna heima, er afleiðingin einangrun. Þegar verst lætur vinn ég ekkert, svara ekki í síma, sný við í dyrunum á leið á mannamót og verð sífellt krumpaðri í sálinni. Þetta er vítahringur,“ útskýrir Edda sem heyrði svo frá Hlutverka- setri hjá vini. Í fyrstu hélt Edda að svona staður hentaði henni ekki. Hún hafði starfað svo árum skipti sem blaðamaður og prófarkalesari og hafði fyrirfram ákveðna fordóma. „Ég vildi ekki fara að stunda stað sem væri ein- hverskonar griðastaður fyrir lúsera. Þegar ég kom mér svo í Hlutverkasetur var tekið á móti mér af hlýju og ég sá strax á fyrsta degi að þarna voru engir lúserar, bara sigurvegarar.“ Það breytti miklu fyrir Eddu að koma í Hlutverkasetur. Þannig rauf hún einangr- unina og hún hefur jafnvel notað aðstöðuna til að sinna sinni frílans vinnu. „Ég var þá ekki lengur ein heima að rolast, blandaði geði við fólk og fann hvað það gerði mér gott.“ Það sem Eddu þótti skemmtilegast við Hlutverkasetrið var að þangað kemur öll mannlífsflóran. „Fólk sem er að ná sér eftir andleg eða líkamleg veikindi. Fólk sem hefur misst vinnuna og brotnað niður. Þarna er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum þjóðfélagsins.“ Sjálf hefur Edda gefið til baka það sem hún hefur fengið og hélt námskeið í skap- andi skrifum í Hlutverkasetri síðasta vetur og ætlar að halda áfram að gefa til baka, þakklát fyrir það sem hún hefur fengið. Listasmiðjan er vinsæl í Hlutvarkasetri en á www.hlutverkasetur.is er hægt að finna dagskrá. Missir trúna á geðbatterínu Fyrstu árin á geðsviði Landspítalans fór Elín Ebba hefðbundnar leiðir og var vinsæl meðal sjúklinga. Það fannst öllum voða gaman hjá Ebbu í leiklist og myndlist því hún þótti svo skemmtileg. Hún skipu- lagði ferðir með sjúklingana í Þórsmörk á sumrin. Þau sögðu upp rútunni sem þau notuðu vanalega og fóru á BSÍ og tóku rútu með hinum. Það var stór sigur og gaman fyrir sjúklingana að skoppa um í Þórsmörk ásamt erlendum ferðamönnum sem vissu ekkert að þarna voru geðsjúklingar á ferð. Þær voru tvær, iðju- þjálfarnir, með 15 og 17 manns því það virtist regla að því fleira sem starfsfólkið var því meira vesen. Það var betra að treysta bara á fólkið og þá stóðu allir við sitt. „Nú eru komnir nýir yfirmenn og öryggisreglur og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Elín Ebba og því fer enginn í svona ferðir lengur. Sjálf missti Elín trúna hægt og hægt á geðbatterínu. Framhald á næstu opnu Um 6.000 öryrkjar vegna geðraskana Á Íslandi eru um 15.000 öryrkjar samkvæmt tölum frá Trygginga- stofnun ríkisins. Fyrir tuttugu árum voru öryrkjar færri en 6.000 og af þeim voru um 20% öryrkjar vegna geðraskana. Þessi hópur er nú 40% af öryrkjum en þegar við tölum öryrkja í þessu samhengi er átt við örorkulífeyrisþega en það eru einstaklingar með yfir 75% örorku. Öryrkjum með geðrask- anir hefur því fjölgað úr tæpum 1.200 í 6.000 á tuttugu árum. Fjölgun öryrkja Enga einfalda skýringu er að finna fjölgun öryrkja á Íslandi. Í rannsókn Rannveigar Traustadóttur frá því í fyrra kemur fram að fjölgun öryrkja á Íslandi er sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Öryrkjum með geðrask- anir fjölgar örast og í svipaðri skýrslu frá Stefáni Ólafssyni frá því árið 2005 eru helstu skýringarnar á fjölgun- inni taldar vera vakning vegna geðrænna sjúkdóma, aukið álag á vinnumarkaði og breytt örorkumat. 28 viðtal Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.