Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 60
44 bílar Helgin 5.-7. október 2012  ReynsluakstuR Hyundai ix35 Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 1 6 3 Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur. Volvo V40 frumsýndur hérlendis Volvo V40 var frumsýndur hjá Brimborg síðastliðinn laugardag. Bíllinn hefur fengið lof og var meðal annars kosinn fyrirtækjabíll ársins í Danmörku 2012. Hann fékk fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum EuroNCAP, að því er fram kemur á síðu Brimborgar. „Volvo V40 sameinar bestu eiginleika skandinavískrar hönnunar, sambland vitsmuna og fegurðar sem sameinast í hagnýtum lúxus. Sportleg einkenni, tilkomumikil hönnun og viðamikill öryggisbúnaður eru eiginleikar sem eru klæðskerasniðnir að skandinavískum áherslum,“ segir þar. „Með loftpúða fyrir gangandi vegfarendur,“ segir enn fremur, „verður Volvo fyrsti bílaframleiðandi heims með slíkan öryggisbúnað sem ætlað er að draga úr alvarleika áreksturs með tækni sem lyftir upp vélarhlíf og loftpúða sem samstundis skýst út við samstuð við vegfaranda. Þessi afar nýstárlegi öryggisbún- aður er að auki staðalbúnaður í Volvo V40.“ Bíllinn býðst með 1.6 lítra bensínvélum, 150 og 180 hestafla og 2,5 lítra, 254 hestafla, bensínvél. Þá fæst hann með 1.6 lítra, 115 hestafla dísilvél og 2.0 lítra dísilvélum, 150 og 177 hestafla. Í hinum nýja Volvo V40 er meðal annars loftpúði fyrir gang- andi vegfarendur. É g er ekkert sérstak-lega hávaxin á íslensk-an mælikvarða, 163 og ½ sentimetri, og því finnst mér það ansi góður eiginleiki á bíl þegar ég sé vel út um framrúðuna á bílnum sem ég er að keyra. Það var einmitt það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég settist undir stýri á nýja, fína Hyundai ix35 sem ég reynsluók í vikunni. Í honum situr maður hátt og sér vel til allra átta. Bíllinn er nettur jepplingur – fjórhjóladrifinn, sem hefði hjálpað mér mikið við að komast upp innkeyrsluna heim til mín í vetrarfærðinni sem var í fyrra. Hann er ekki fyrirferðarmikill og því ekkert mál að bakka honum inn í stæði (reyndar er ég snillingur í því eftir að hafa keyrt og búið í London í 4 ár). Hann er sérstaklega léttur og þægilegur í stýri og ég tók eftir því hvað var auðvelt að snúa honum nánast á punktinum á bílastæðinu í leikskólanum. Þetta heitir víst beygjuradíus, svo mikið veit ég, og hann er sem sagt lítill á þessum bíl – sem þykir gott. Skottið er snilld. Stórt, rúmgott og aðgengi- legt. Vel er hægt að koma fyrir öllu því dóti og drasli sem fylgir barnmargri fjölskyldu. Tveir barnabíl- stólar og unglingur rúmast reyndar ekkert sérstaklega vel í aftursætinu og kom það mér eilítið á óvart hvað bíll- inn er lítill að innan af jepplingi að vera. Það fór reyndar ágætlega um börnin þrjú og ég hefði ekkert vorkennt unglingnum mikið að þurfa að sitja á milli barnastólanna alla leið til Ísafjarðar. Gluggarnir í aftur- sætinu hefðu reyndar mátt vera hærri svo börnin sæju betur út en þau þurftu að teygja álkuna til að sjá ekki bara trjákrónur og umferðarskilti. Bíllinn er afar þægilegur í akstri, rennilegur og hljóðlátur og hefur í raun öll þau þægindi sem þarf, takka í stýri, fjar- lægðarskynjara sem pípir þegar maður bakkar of nálægt ein- hverju (bíl eða vegg til dæmis), USB-tengi sem er snilld og þráð- lausan símabúnað. Fínasti bíll í alla staði. Hann er sæmilega eyðslugrannur miðað við stærð, dísilútgáfan eyðir um 6,7 lítrum á hverjum hundrað kíló- metrum í innanbæjarakstri. Ódýrasta útgáfan er á tæpar 5,6 milljónir, sjálfskiptur bíll með bensínvél. Nettur og þægilegur jepplingur Hyunday ix35 er nettur og þægilegur fjórhjóla- drifinn jepplingur með rúmgott skott. Hann er þægilegur í akstri, renni- legur og hljóðlátur. „Skottið er snilld. Stórt, rúmgott og aðgengi- legt.“ Plúsar + Þægilegur í akstri + Lítill beygjuradíus + Léttur í stýri + Stórt og gott skott + Fjarlægðarskynjari Mínusar ÷ Mætti vera meira pláss í aftursæti ÷ Afturgluggar of lágir Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Ha rð pa rke t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.