Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 62
kenndi að slík stefna kynni að leiða til blóðugs stríðs við fas- ismann. En öll líkindi væru til að einhuga fylking lýðræðisafl- anna mundi verða svo sterkt vald að það mundi afstýra friðrofum fasistaríkjanna.6 En í september 1938 er sagt, að nú sé svo komið að lítil von sé um frið, og hinn landgráðugi fas- ismi muni heimta meira en nokkur þori að fórna. Styrjöld er sögð vís, ef haldið verði áfram að láta eftir þeim og fasistaríkin verði öflugri og stærri en ella. Þetta sé nú að koma fram, en "bar- áttunni við fasismann getur ekki lokið öðruvísi en með ósigri hans, - en sá sigur kostar óskaplegar fórnir, margfalt meiri en þurft hefði að vera ef, "slökkviliðið hefði verið til taks áður en eld- ur var kominn um allt hús"."7 Hér notar Þjóðviljinn líkingu Litvinoffs úr ræðu, sem hann flutti hjá Þjóðabandalaginu skömmu áður. Er leiðari þessi allur mjög í anda þeirrar ræðu og forystugrein- ar úr Prövdu, sem birtist í Þjóð- viljanum 23.september 1938. Þess- ar heimildir tala sínu máli um afstöðu Þjóðviljans til utanríkis- mála á þessum tima. IMýr tónn Eftir 29.september 193ÍS tekur að gæta nýs tóns í skrifum Þjóð- viljans, þar sem lagt er út af Munchenarsamkomulaginu, sem lið í fyrirhugaðri baráttuherferð á hendur Sovétríkjunum. "JÚdas" Chamberlain sveik Tékkóslóvakíu með kossi.8 En það eru fleiri svikarar en Júdas. Norðurlönd eru ekki heldur sak- laus af svikum við Tékkóslóvakíu segir í grein í Þjóðviljanuin 6.október 1938. Eitt riki er frýjað allri sök af glæpnum, þ.e, Sovétríkin .9 Afturhaldsöflin um allan heim eru sögð fagna sigri nasismans í Múnchen og þau skrið- kvikindi sem hræsna með lýðræðinu skríða til nasismans, hvenær sem þau þora. Fögnuður þessara afla "birtist alveg sérstaklega í árás- unum á Sovétríkin, því þau sjá hylla undir bandalag auðvaldsins í heiminum gegn ríkjum alþýðunnar og öflum lýðræðisins. Því er það að Morgunblaðið og Alþýðublaðið leggja svo mikla stund á það nú að svívirða Sovétríkin.”10 Á tímum Tékkóslóvakíudeilunnar verður ekki vart neinnar grund- vallarbreytingar á afstöðu Þjóð- viljans, sé miðað við Verklýðs- blaðið 1933. Það er ekki fyrr en eftir innrásina, sem áherslu- breytingar verða. Þjóðviljinn hefur varnarstríð fyrir Sovetríkin, sem eiga nú undir högg að sækja gegn auðvaldsríkjum Evrópu og Japans, en Bandaríkin fá líkt og fyrr ekkert rúm í Þjóðviljanum. 4 GricJasáttmálinn Vikurnar fyrir griðasáttmála Sovétríkjanna og Þýskalands í ágúst 1939 var Þjóðviljinn mjög upptekinn af Dönum. Hér hafði Stauning verið á ferð, sumir virtust ætla að "svíkja" í sara- bandsmálinu og danskur blaðamanna- hópur var á sveimi um landið. Því voru erlendar fréttir með minna móti þá dagana. 22.ágúst er forsíðufrétt um, að nú séu mikil fundahöld meðal ráðamanna Evrópu og 23. ágúst sýnist Þjóðviljanum að útlit sé fyrir að Sovetrikin og Þýskaland muni gera með sér "ekki árásarsáttmála"> sem falla muni úr gildi fremji Hitlersstjórnin ofbeldi við erlend ríki. (Þetta efnisatriði var ekki í samningnum þegar til kom.) 24.ágúst heitir leiðari Þjóð- viljans "Pólitískt gjaldþröT Chamberlainsstjórnarinnar". Þetta er áður en blaðið hefur fengið endanlegar fregnir af samningnum enda ekki búið að ganga frá honum. Hitt sýnist Þjóðviljan- um ljóst, að með slíkum samn- Tngi renna fyrirætlanir Chamber- lains og annarra fulltrúa auðvalds' ins, um að siga Hltler á Sovét- ríkin, út í sandinn. Þetta verður nú höfuðinntak umfjöllunar Þjóðviljans um þessi mál og 26.águst eru Þjóðviljamenn búnir að átta sig á hlutunum og láta bresku stjórnina fá það ó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.